Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Gátlisti fyrir aukna sjálfbærni í Vegagerð á Íslandi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Vegakerfi landsins er stór hluti hins manngerða umhverfis og það er á ábyrgð Vegagerðarinnar að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Í vegaframkvæmdum, líkt og öðrum framkvæmdum, er mikilvægt að hugað sé að sjálfbærri þróun. Í þeim tilgangi þarf að skoða hvernig hægt er að hámarka líftíma framkvæmda um leið og neikvæðum umhverfisáhrifum er haldið í lágmarki og að framkvæmt sé með hag nærsamfélagsins að leiðarljósi. Núverandi mat á framkvæmdum byggir á mati á umhverfisáhrifum þó að horft sé til samfélagsáhrifa og ábata að einhverju leyti.  Þá er takmarkað horft til þeirra áhrifa sem að verkefni hefur á framkvæmdatíma.

Verkefnið byggir á niðurstöðum rannsóknarverkefnis þar sem lagt var mat á sjálfbærniframmistöðu íslenskra vegaframkvæmda út frá BREEAM Infrastructure (CEEQUAL) staðlinum. Samkvæmt niðurstöðum þeirrar rannsóknar fékk verkefni sem tekið var fyrir 7% þeirra stiga sem var í boði en hefði með litlum breytingum haft möguleika á því að fá 38%. Í þessu verkefni verða unnin drög að gátlista fyrir Vegagerðina með það að markmiði að innleiða þau atriði sem geta tryggt ágætisframmistöðu í samanburði við vottunarkerfi á við CEEQUAL, verði ákveðið að fara í vottun á verkefnum. CEEQUAL vottunarkerfið ásamt fyrri rannsókn verða höfð til viðmiðunar og gátlistinn útbúinn með verkefnastjóra og hönnuði Vegagerðarinnar í huga.

Tilgangur og markmið:

 

Megin tilgangur verkefnisins er að leggja grunn af gátlista fyrir hönnuði og verkefnastjóra Vegagerðarinnar sem byggir á alþjóðlegum sjálfbærnistaðli og þar með skoða hvort að verklag staðalsins geti nýst Vegagerðinni til að innleiða umhverfis- og samfélagsmál á áhrifaríkari þátt inn í verkefni en er nú.

Markmið:

  • Að við lok verkefnis liggi fyrir drög að sjálfbærnigátlista fyrri hönnuði og verkefnastjóra Vegagerðarinnar.