Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Samanburður á slysatíðni vetrarþjónustuflokka á þjóðvegum í dreifbýli.

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið fellst í rannsókn á óhappa- og slysatíðni vega í eigu Vegagerðarinnar sem falla í mismunandi vetrarþjónustuflokka. Lagt verður mat á áhrif vetrarþjónustu á umferðaröryggi með því að notast við flokkun vega eftir vetrarþjónustuflokkun, umferðarmagni og slysagögnum. Út frá þeim upplýsingum verður óhappa– og slysatíðni veganna metin og út frá því metið hvort og hvar sé þörf á endurskoðun á vetrarþjónustu. Óhappa- og slysatíðni verður skoðuð fyrir vetrardagsumferð annars vegar og fyrir sumardagsumferð hins vegar til að greina áhrif vetrarþjónustu á óhappa-og slysatíðni.   

Verkefnið verður unnið í landupplýsingakerfi (GIS) og áhersla verður lög á að birta niðurstöður á skýran og myndrænan hátt á kortum.   

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að greina hvort að munur sé á óhappa- og slysatíðni vega sem eru í mismunandi vetrarþjónustuflokkum.   


Tilgangurinn er að meta hvort að munur sé á umferðaröryggi vega eftir vetrarþjónustuflokkum.