Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Grímsvötn: vatnsgeymir, jökulhlaup, upphaf og rennsli

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Jökulhlaup frá Grímsvötnum voru í áratugi veruleg ógn við brýr og vegi á Skeiðarársandi, og hafa ráðið miklu um hönnun mannvirkja þar.    Nú eru aðstæður þannig að nær útilokað er að hlaupvatn fari annað en til Gígjukvíslar, og þegar vatnið kemur þangað hefur flóðtoppur dempast mjög, og brúin hönnuð til að standast hámarksrennsli sem líklegt er.  Röð eldgosa í Grímsvötnum og nágrenni frá Gjálpargosinu 1996, hafa breytt og lækkað um tugi metra ísstíflu sem heldur að vatni í Grímsvötnum við austurenda Grímsfjalls.  Þannig getur ekki safnast vatn í Grímsvötn í sama mæli og og var fyrir jökulhlaupið frá Grímsvötnum í kjölfar Gjálpargossins í nóvember 1996,  Nær útilokað er að við núverandi aðstæður að í Grímsvötn geti safnast meira en 1/3 af því sem þá var.  En ekkert er eilíft, skarðið (ísgilið) sem myndaðist í hlaupinu 1996 er nú gróið en það er jarðhiti, líklega frá grunnstæðum innskotum, sem nú heldur ísstíflunni lágri. Full ástæða er til að fylgjast með hvernig þróun verður í Grímsvötnum og það verður gert með:

 

1. Vöktun vatnshæðar í Grímsvötnum

2. Mæling afkomu og ísskriðs á ísa- og vatnasviði Grímsvatna

3. Mat á afrennsli yfirborðsleysingavatns til Grímsvatna

5. Könnun á vatnsrás í jökulhlaupum frá Grímsvötnum með úrvinnslu

     safns gervitunglagagna og GPS mælingum á jökli

5. Athugun á þróun þykktar íshellunnar í Grímsvötnum

6. Áframhaldandi þróun reiknilíkana sem lýsa jökulhlaupum

Gögn um Grímsvatnahlaup hafa í áratugi á heimsvísu verið nýtt til að auka skilning á eðli jökulhlaupa og þróa eðlisfræðilega lýsingu á hegðun þeirra og reiknilíkön til að herma þau.

Frá miðju sumri 2019 safnaðist vatn fyrir í Grímsvötnum, þar eru nú um 0,4 km3 vatns og nær öruggt að Grímsvatnahlaup verður  á árinu 2020. Ef það dregst fram eftir ári verður það stærsta hlaup það síðan 2010.

 

Tilgangur og markmið:

 

Fylgst verður með söfnun vatns í Grímsvötnum og metið hvenær líklegt er að hlaup verði og hve stórt það gæti orðið. Þetta verður gert með mælistöð í Grímsvötnum og á Grímsfjalli, mælingum og athugunum í ferðum um Grímsvötn og með fjarkönnunargögnum. Mælistöðin er einnig nýtt til vöktunar og hefur þegar nýst í nokkur skipti til að vara við Grímsvatnahlaupi með a.m.k. dags fyrirvara.

Fylgst verður með breytingum á aðstæðum í Grímsvötnum vegna eldvirkni og jarðhita sem hafa áhrif stærð vatnsgeymis  og vatnssöfnun í. Hæðarlíkön eftir GPS sniðmælingum og gervihnattamælingum eru notuð til að fylgjast með breytingum í Grímsvötnum og nágrenni þeirra. Íssjá er notuð til að mæla ísþykktarsnið og ásamt hæðarlíkönum notuð til að fylgjast með breytingum í stærð vatnsgeymis Grímsvatna, lögun yfirborðs og botns íshellu Grímsvatna.  Ísstífla Grímsvatna laskaðist mjög í hlaupinu í kjölfar Gjálpargosinu 1996 og einnig vegna aukins jarðhita með suðurbrún Grímsfjalls í kjölfar eldgosanna 1998, 2004 og 2011. Fylgst verður með því hvernig ísstíflan og þróast og hvort stefni í að verulegt vatn geti safnast fyrir í Grímsvötnum eins og var í ártugi fyrir 1996

Afkomumælingar eru gerðar á 5-6 stöðum um á ísa og vatnsviði Grímsvatnalægðarinnar (og stafræn kort gerð af dreifingu afkomunnar) og þær m.a. notaðar til að meta rúmmál bræðsluvatns af yfirborði sem fellur til Grímsvatna. Ísflæði til íshellu Grímsvatna er metið með mælingu á ísskriði gegnum þversnið við norður og austurbrúnir þeirra með GPS-mælingum og eftir atvikum einnig gervihnattamælingum.

Röð nýlegra yfirborðshæðarlíkana má nota með eldri gögnum um yfirborð sem tiltæk eru til að meta heildarafkomu svæðisins á nokkrum tímabilum síðustu áratugi, en þar sem yfirborðsafkoman er mæld, nýtast slík gögn ásamt fleiru til að endurmeta varmaafl Grímsvatna.

Frá miðju sumri 2019 safnaðist vatn fyrir í Grímsvötnum, þar eru nú um 0,4 km3 vatns og nær öruggt að Grímsvatnahlaup verður  á árinu 2020. Ef það dregst fram eftir ári verður það stærsta hlaup það síðan 2010.

Það eru líkur á að nú sé Grímsvötn að nálgast næsta gos og jafnvel að það verði gos í kjölfar jökulhlaups, eins og 2004