Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Endurskoðun EC7, jarðtæknihönnun

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Endurskoðun á jarðtæknistaðlinum, Eurocode 7 stendur nú yfir en verkefni þetta hefur verið í gangi frá árinu 2010. Eurocode 7 hefur verið tekinn upp hérlendis sem og á hinum Norðurlöndunum og gildir um alla jarðtæknilega hönnun og rannsóknir. Norrænu jarðtæknifélögin hafa stofnað „spegilnefnd“ um verkefnið og taka virkan þátt í endurskoðuninni sem einn hópur. Þannig reynir spegilnefndin að samræma skoðanir og vilja allra aðildarlandanna varðandi væntanlegar breytingar. Jarðtæknifélagið, á fulltrúa í spegilnefndinni og hafa Haraldur Sigursteinsson og Margrét Elín verið okkar fulltrúar ásamt Sigurði Erlingssyni. Haraldur er einnig fulltrúi Íslands með samþykki Staðlaráðs, og hefur því tillögu- og atkvæðisrétt um allar breytingar og beinan aðgang að upplýsingum um alla vinnu við endurskoðunina.

Talið er mjög mikilvægt að hagsmuna Íslands sé gætt í verkefninu, og þar sem jarðtækni er stór þáttur í starfi Vegagerðarinnar er nauðsynlegt að rödd hennar heyrist og okkar fulltrúar séu virkir þátttakendur.

Endurskoðun EC7 er langtímaverkefni en stefnt er að því að uppkast af ný útgáfa verði tilbúin á þessu ári, 2020 en nú er verið að rýna drög að nýrri útgáfu sem enn getur tekið breytingum. En rit eins og EC7 verður í stöðugri mótun, rýni og þróun. Þegar ný útgáfa liggur fyrir er stefnt að almennri kynningu á staðlinum á meðal jarðtæknifólks og hagsmunaaðila.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangurinn er að standa vörð um hagsmuni Íslands og Vegagerðarinnar og hafa rödd þegar reglur og leiðbeiningar EC7 eru mótaðar. Þannig þarf að passa að ákvæði staðalsins henti íslenskum aðstæðum og vera upplýst um breytingar sem kunna að vera gerðar. Einnig þarf að stuðla að kynningu staðalsins, hlusta á raddir íslenskra notenda og aðstoða við innleiðingu hans.