Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Greining á flóðatíðni vegna loftslagsbreytinga og áhrif á hönnunarflóð

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Reiknað er með að loftslagsbreytingar á næstu áratugum muni leiða til breytinga á úrkomu og hitastigi sem getur aftur haft áhrif á eiginleika vatnafars. Hefð er fyrir því að flóðtíðni greining og mat á hönnunarflóðum byggist á þeirri forsendu að tímabundinn stöðugleiki sé á flóðtíðni dreifingu. Vegna loftslagsbreytinga má gera ráð fyrir að forsenda um stöðuleika gildi ekki á næstu áratugum, sem hefur í för með sér að endurmeta þarf hönnunarflóð.

Markmið þessa verkefnis er að nota aðferðafræði sem sameinar vatnafræðilíkan og klasa framtíðar sviðsmynda um loftslagsbreytingar til að kanna hvernig og hversu miklar slíkar breytingar geta haft áhrif á flóðtíðni dreifingu vatnasviða af mismunandi  gerð.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið þessa verkefnis er að meta möguleg áhrif loftslagsbreytinga á flóðtíðni dreifingu vatnasviða og meta hvort taka eigi tillit til þeirra við framtíðar flóðtíðni greiningu og mat á hönnunarflóðum. Áhrif loftslagsbreytinga verða metin fyrir vatnasvið af mismunandi gerðum (dragár, jökulsár, grunnsvatnsár). Rennslisraðir verða hermdar með vatnafræðilíkani með sögulegum veðurgögnum og með klasa loftslagssviðsmynda fyrir tímabilið 1981-2070. Mögulegar breytingar á einkennum flóðtíðni dreifingar vatnasviðanna fyrir tímabilið 1981-2070 verða metnar ásamt óvissu. 

Verkefnið mun svara eftirfarandi spurningum:

  • Hver eru möguleg áhrif loftslagsbreytinga á hönnunarflóð á næstu áratugum og hvað þýða þær breytingar fyrir flóðahættu ?
  • Hver eru möguleg áhrif loftslagsbreytinga á tímasetningu árlegs hámarksflóðs á næstu áratugum ?
  • Hver er óvissan sem tengist þessum breytingum ?
  • Eru áhrif þessara breytinga að stærð og umfangi mismunandi eftir gerð vatnasviða og hvað veldur flóðum í þeim ?