Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Sjálfbærnimat íslenskra vegaframkvæmda - framhald

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Vegakerfi landsins er stór hluti hins manngerða umhverfis og það er á ábyrgð Vegagerðarinnar að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Í vegaframkvæmdum líkt og öðrum framkvæmdum er mikilvægt að hugað sé að sjálfbærri þróun. Í þeim tilgangi þarf að skoða hvernig hægt er að hámarka líftíma framkvæmda um leið og neikvæðum umhverfisáhrifum er haldið í lágmarki og að framkvæmt sé með hag nærsamfélagsins að leiðarljósi. Núverandi mat á framkvæmdum byggir á mati á umhverfisáhrifum þar sem takmarkað er litið til samfélagsáhrifum eða ábata.

Verkefnið snýst því um það að skoða frammistöðu íslenskra innviðaframkvæmda miðað við alþjóðlega staðla og hvort slíkt verklag gæti verið hjálpartæki við hindranir tengdum umhverfis- og samfélagsmálum, þ.e. leitt í ljós hvar framkvæmdir eru að koma vel út miðað við erlend viðmið og hvar mætti bæta úr þannig að þær falli sem best að viðmiðum um sjálfbæra þróun.

Í verkefninu verður skoðað hvernig  alþjóðlegi sjálfbærnistaðallinn CEEQUAL (www.ceequal.com) getur nýst við mat á sjálfbærni og hvernig hann fellur að verklagi við hönnun og framkvæmdir íslenskra innviða. Staðallinn eða sjálfbærnimatið mun gefa möguleika á að gefa framkvæmd einkunn út frá hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sem byggir á efnahags-, umhverfis- og samfélagslegum þáttum. Til þess að tryggja raunhæfi samanburðarins verður fyrirhuguð framkvæmd á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss notuð til viðmiðunar. Framkvæmdin tengir saman tvo þéttbýlisstaði á hringveginum þeirra á milli er einnig fjöldi lögbýla og fjölfarnir afleggjarar.

Í fyrri hluta verksins var staðallinn borinn saman við frumhönnun og hönnunarstig Suðurlandsvegar en í framhaldshlutanum verður leitast við að bera framkvæmdahluta verksins við vottunarkerfið. Framhald verksins gefur Vegagerðinni heildarsýn yfir verkferill stofnunarinnar og hvernig hann aðlagast CEEQUAL vottunarkerfinu.

Tilgangur og markmið:

 

Megintilgangur verkefnisins er að skoða frammistöðu vegaframkvæmda hérlendis út frá alþjóðlegum sjálfbærnistaðli og hvort að verklag staðalsins geti nýst Vegagerðinni til að yfirstíga hindranir tengdar umhverfis- og samfélagsmálum. 

Markmið:

-          Að við lok verkefnis liggi fyrir mat á frammistöðu framkvæmda á vegum Vegagerðarinnar miðað við innviða staðalinn CEEQUAL.