Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Jarðþrýstingur vegna jarðskjálftaáraunar á brýr og stoðveggi á svæðum þar sem um háa jarðskjálftahröðun er að ræða

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Með verkefninu á að skoða jarðþrýstingsálag frá jarðskjálftum, þá sérstaklega þar sem um hátt jarðskjálfta álag er að ræða (yfir 0,35g). Það hefur komið í ljós í rannsóknum út í heimi (rannsókn frá UC Berkeley) að líkanið sem notast er við í Eurocode 1998-5 (líkan Mononobe & Okabe (1929)) gefur of hátt jarðþrýstings álag frá fyllingu við jarðskjálftaáraun. Þó sérstaklega þegar um hátt álag er að ræða eða yfir 0,35g. Verkefnið verður unnið í samráði við Helga S., brúahönnuð hjá Vegagerðinni.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að skoða og reyna að svara megi eftirfarandi spurningum:

-Hversu hátt jarðþrýstingsálag er raunhæft að gera ráð fyrir á svæðum með hönnunarhröðun yfir 0,35g?

- Hvort líkanið sem er til staðar í Eurocode 1998-5 henti yfir höfuð á slíkum svæðum? Og hvort hægt sé að nota það með leiðréttingarstuðlum?

Markmið:

- Meginmarkmið verkefnisins er að athuga hvort í raun erum nothæft gildi við hönnun er að ræða í Eurocode 1998-5 þegar um háa hröðun er að ræða.

- Markmiðið er að reyna að finna raunhæf hönnunargildi fyrir jarðþrýsting frá jarðskjálftaáraun, með því að skoða núverandi líkan í Eurocode 1998-5 og sjá hvort hægt sé að uppfæra það miðað við niðurstöðu rannsóknarverkefna sem unnin hafa verið, meðal annars út í heimi.