Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Áhrif 5G á samgönguinnviði í framtíðinni

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Ör tækniþróun hefur átt sér stað undanfarin misseri. Mikilvægi fjarskipta og upplýsingatæknar fyrir vegfarendur eykst stöðugt. Nú þegar eru flestir Íslendingar nettengdir eða u.þ.b. 95% sem er með hærra hlutfalli í heiminum. Margir nýta snjallsíma til að nálgast rauntímagögn, sem mun aðeins verða öflugra með tímanum. Á síðasta ári, ári 2018 var Ísland í fyrsta sæti Alþjóðasamskiptasambandsins fyrir árangur í fjarskiptum og upplýsingatækni. Ekki mun líða langt í að 5G verði innleitt hérlendis. Þó Ísland standi framarlega varðandi fjarskipti og upplýsingatækni, er óvíst hvernig við erum undirbúin í að nýta tæknina fyrir innviði samgangna. Erum innviðir samgangna á Íslandi stakk í búnir að taka á móti tækninni? Leiðsögutæki (e. GPS) má finna í mörgum nýjum ökutækjum og í nánustu framtíð er talið að bílar geti haft samskipti sín á milli sem og við innviði, þekkist sem Vehicle to everything (V2X). Tæknin mun því byggjast mikið á aðgengi að áreiðanlegum fjarskiptum. Með áreiðanlegum fjarskiptum og aðgengilegum rauntímagögnum er hægt að auka skilvirkni í umferð. Aðgengileg rauntímagögn getur einnig eflt sjálfbæra samgöngumáta með aukinni upplýsingagjöf um t.d. almenningssamgöngur og tengingar við aðra samgöngumáta (deilihagkerfi í samgöngum (e. Mobility as a Service)). Því fleiri gögn sem safnast frá vegfarendur, þ.e. ferðavenjum, því öflugari verða rauntímagögnin.

Verkefnið felur í sér greinagerð á einum fjölförnum gatnamótum í Reykjavík, þar sem samskipti ökutækja og vegfarenda við umferðarmannvirki, upplýsingaveitur og annað það sem getur haft áhrif á afköst umferðamannvirkja er kortlagt og metið í samhengi við 5G og aðra fjarskiptamöguleika. Einnig að fá innsýn yfir kostnað og mögulegan ábata, t.a.m. umhverfislegan ávinning sem fæst hugsanlega með skilvirkara umferðarflæði. 

Lögð verður áhersla á samstarf við markaðsaðila í fjarskiptum við greiningarvinnu við 5G og teningar við innviði.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er greina möguleg áhrif 5G á innviði í nánustu framtíð. Reynt verður að leggja mat á hversu vel eru innviðir stakk í búnir að taka á móti áhrifum ört vaxandi tækni. Tilgangur verkefnisins er að greina núverandi ástand innviða með tilkomu nýrrar tækni, mögulegar úrbætur jafnframt lagðar fram. Fá innsýn yfir kostnað, hvort mögulegar úrbætur verði ávinningur til framtíðar, sem getur hugsanlega skilað sér í aukinni hagræðingu á umferð.