Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Steypa í sjávarfallaumhverfi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Tildrög þessa verkefnis eru steypuskemmdir komu fram í stöplum í Borgarfjarðarbrú og í Óseyrarbrú. Skemmdir komu fram yfirborði steypunnar. Skemmdirnar voru mestar í neðstu fjörumörkum. Í Borgarfjarðarbrú var gripið var til þess ráðs að steypa kápusteypu utan um hvern stöpul. Fyrsta kápusteypan var steypt 1998 og síðasta steypan steypt 2010. 

Kápusteypan í Borgarfjarðarbrú var sjónskoðuð þann 9.10.2017 af Vegagerðinni. Fimm af tólf stöplum reyndust vera með sýnilega yfirborðsflögnun, þarf af voru þrír stöplar með töluverða yfirborðsflögnun eða stöplar nr. 5, 9 og 11. Stöpull nr. 9 var steyptur með hástyrkleikasteypu, sem á undirbúningstímabili mældist með aðeins um 0,17 kg/m2 flögnun í frost/þíðu-prófun. Stöplar nr. 5 og 11 voru steyptir með sjálfútleggjandi steypu, mældist vera með mjög litla til enga flögnun í frost/þíðu-prófunum sem gerðar voru á undirbúningstímabili. Kápusteypan í stöplum nr. 5 og 11 eru aðeins 8 og 11 ára.

Markmið þessa verkefnis er að taka sýni úr völdum kápusteypum í Borgarfjarðarbrú og rannsaka hver meginorsök er fyrir því að yfirborðsflögnun eigi sér stað í nokkrum stöplum.

Við val á steypublöndu í tiltekið mannvirki er stuðst m.a. við frostþol prófsýna eins og það fæst úr stöðluðum frost/þíðu-prófunum. Sýnin úr þessum stöplum reyndust hafa mjög gott frostþol. Miðað við það, þá eru niðurstöður úr frost/þíðu-prófunum e.t.v. ekki góður mælikvarði á endingu steypu í sjávarfalla umhverfi. Þess er vænst að benda megi á aðferðir sem geta nýst við mat á endingu steinsteypu í sjávarfalla umhverfi.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangurinn verkefnisins er eftirfarandi:

  • Við ástandsskoðun á kápusteypu í Borgarfjarðarbrú komu í ljós yfirborðsskemmdir í nýlegri steypu. Ítarlegar rannsókn á sýnum úr kápusteypu í Borgarfjarðarbrú mun leiða í ljós hvaða niðurbrotsferli eigi sér stað í sjálfútleggjandi steypu með yfirborðsflögun og hvort það sé rétt að nota sjálfútleggjandi steypu í sjávarfallaumhverfi eða sambærilegt umhverfi.

Með því að greina ástand steypunnar eins og lagt er til hér í þessari umsókn, verður mögulegt að segja fyrir um líklegan líftíma þeirra stöpla sem skoðaðir verða. Mikilvægast er að vita hvaða ferli það eru sem valda því að yfirborð steypu í og við neðri fjörumörk flagni eins og raun ber vitni. Af fyrri rannsóknum í Borgarfjarðarbrú eru frostskemmdir ekki líklegar til þess að valda neinum skaða. Áhugavert er að yfirborð steypu sem hönnuð er með tilliti til endingar, þ.e.a.s. sjálfútleggjandi steypa, flagni í þessu umhverfi. Þannig verður spurningunni um hvort nauðsynlegt sé að fara út í endurskoðun á steypublöndum í nýjum brúm svarað.

Við val á steypublöndu í tiltekið mannvirki er stuðst m.a. við frostþol prófsýna eins og það fæst úr stöðluðum frost/þíðu-prófunum. Niðurstöður úr frost/þíðu-prófunum eru e.t.v. ekki góður mælikvarði á endingu steypu í sjávarfalla umhverfi. 

Markmið verkefnisins eru:

  • Að það liggi fyrir skýr gögn um hvort sjálfútleggjandi steypa eins og notuð var í kápusteypu á Borgarfjarðarbrú, henti í sjávarfallaumhverfi eða hvort þróa þurfi nýjar blöndur.
  • Að benda á aðferðir sem geta nýst við mat á endingu steinsteypu í sjávarfalla umhverfi.