• Ráðstefnugestir 2006

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 2006

Þróunarsvið Vegagerðarinnar stóð fyrir árlegri rannsóknaráðstefnu sinni föstudaginn 3. nóvember 2006, á Hótel Nordica.

Þetta er í fimmta sinn sem rannsóknarráðstefnan er haldin og hefur í hvert sinn dregið til sín vel yfir hundrað þátttakendur. Árið 2005 voru reyndar slegin öll met, þegar þátttakendur voru um 170 en þátttakendur í þetta sinn voru um 130.

Það er óhætt að fullyrða að ráðstefnan sé búin að festa sig í sessi sem árlegur viðburður. Gera má ráð fyrir að starfsmenn verktaka, verkfræðistofa og aðrir í vegageFrðargeiranum og verklegum framkvæmdum fara að reikna með þessu sem föstum lið í byrjun nóvember hvers árs.

Ráðstefna sem þessi er ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að kynna niðurstöður rannsóknaverkefna, sem styrkt eru úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar, en styrkir nema nú yfir 100 milljónum á ári.

Undanfarin ár hefur verið veittur styrkur til u.þ.b. 100 verkefna á ári, en á svona ráðstefnu er aðeins hægt að koma fyrir um 20 erindum og því augljóst að ekki er hægt að koma öllu að.

Skýrslur og niðurstöður rannsókna eru birtar á vefnum jafnóðum og þær liggja fyrir hér:
Upplýsingar og útgáfa => Rannsóknarskýrslur.

 

Ráðstefnugestir 2006 A Ráðstefnugestir 2006 B
Dagskrá ráðstefnunnar með erindum og ágripum:

Setning (Þórir Ingason, Vegagerðin)
Þreytuáraun á stálbrýr á Íslandi (Jóhannes Loftsson, VST) - ágrip
Göngubrýr yfir Hringbraut - sveiflumælingar (Guðmundur Valur Guðmundsson, Einar Þór Ingólfsson og Baldvin Einarsson Línuhönnun, Bjarni Bessason, HÍ) - ágrip
Virkni XYPEX í Íslenskri steinsteypu (Gísli Guðmundsson, Hönnun) - ágrip
Umhverfisvæn steinsteypa (Björn Hjartarson, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins) - ágrip
Burður vega og þungatakmarkanir (Sigurður Erlingsson og Guðjón Örn Björnsson HÍ) - ágrip
Könnun á tækjum og aðferðum til viðgerða á bundnu slitlagi (Daníel Árnason, Vegagerðin) - ágrip
Hrýfimælingar vega með leysitæki (Valgeir Steinn Kárason, Vegagerðin) - ágrip
Hljóðvarnir við vegi (Ólafur Hjálmarsson, Trivium ráðgjöf; Ólafur Daníelsson, Línuhönnun) - ágrip
Óhappa og slysatíðni eftir gerð vegar (Haraldur Sigþórsson og Þórólfur Nielsen, Línuhönnun) - ágrip
Áhrif vetrarþjónustu á umferðaröryggi (Skúli Þórðarson, Orion ráðgjöf) - ágrip
Nýtt umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins (Smári Ólafsson, VSÓ) - ágrip
Leiðbeiningar um hönnun 2+1 vega (Bryndís Friðriksdóttir og Haraldur Sigþórsson, Línuhönnun, í samstarfi við verkfræðistofuna Fjölhönnun og Vegagerðina) - ágrip
Hlaupfarvegur undir jökli við Kötlugos (Helgi Björnsson og Finnur Pálsson HÍ) - ágrip
Aðferðir við mat á áhrifum framkvæmda á landslag (Ólafur Árnason, Línuhönnun) - ágrip
Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda - Innleiðing matsáætlana - Gæði og árangur (Hólmfríður Sigurðardóttir, Skipulagsstofunun og Óli Halldórsson, Þekkingarsetri Þingeyinga) - ágrip
Vistferilsgreining fyrir veg með bundnu slitlagi (Harpa Birgisdóttir, Línuhönnun) - ágrip
Námufrágangur (Hersir Gíslason, Vegagerðin) - ágrip
Uppgræðsla vegfláa með innlendum úthagategundum (Jón Guðmundsson, LBHÍ) - ágrip

Notkun á tilfallandi lífrænum úrgangsefnum til uppgræðslu (78 glærur ath! 42,8 MB)
(Björn Guðbrandur Jónsson, Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs) - ágrip

Hnattrænar loftslagsbreytingar og vegarekstur (Skúli Þórðarson, Orion ráðgjöf) - ágrip
Rannsóknastefna Vegagerðarinnar (Hreinn Haraldsson, Vegagerðin) - ágrip

 

Veggspjald 1: Ten years of thermal evolution of the Gjálp edifice

Veggspjald 2: Meltwater dynamics beneath Skeiðarárjökull from continous GPS measurements