Opnun tilboða

Vetrarþjónusta: Selfoss – Litla kaffistofan 2021-2024 (EES)

22.6.2021

Opnun tilboða 22. júní 2021. Vetrarþjónustu, þ.e. snjómokstur og hálkuvarnir á leiðinni Selfoss – Litla kaffistofan.

Samningur sem gerður verður í framhaldi af útboði þessu skal gilda í þrjú ár frá töku tilboðs með heimild til framlengingar til tveggja ára eitt ár í senn. 

Heildarlengd vegakafla er 139,33 km.

Akstur vörubíla á snjómokstursleiðunum er áætlaður 123.000 km. á ári.

Verklok eru í apríl 2024.

Tilboð eru án virðisaukaskatts og miðast við samningstímann sem er 3 ár.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Óskatak ehf., Kópavogi 850.924.287 249,4 427.337
IJ Landstak ehf., Reykjavík 615.999.999 180,6 192.413
Þjótandi ehf., Hellu 423.587.142 124,2 0
Áætlaður verktakakostnaður 341.129.032 100,0 -82.458