Opnun tilboða

Vestmannaeyjahöfn: Skipalyftukantur, þekja og lagnir 2021

27.7.2021

Opnun tilboða 20. júlí 2021. Vestmannaeyjahöfn óskaði eftir tilboðum í verkið: Vestmannaeyjahöfn: Skipalyftukantur, þekja og lagnir 2021

Helstu verkþættir eru:

  • · Rífa rafbúnaðarhús, taka upp malbik og steypta þekju.
  • ·Leggja regnvatnslagnir, niðurföll, brunn, vatnslagnir og  ídráttarrör fyrir rafmagn.
  • ·Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypta þekju og malbik 1900 m².
  • · Steypa undirstöður fyrir ljósamastur.
  • · Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 1100 m².
  • · Koma fyrir rafmagnskössum og vatnsbrunnum á bryggjunni.

 Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní  2022.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Heimdallur ehf., Reykjavík 79.670.200 161,8 30.776
Stálborg ehf., Hafnarfirði 55.218.650 112,1 6.324
Áætlaður verktakakostnaður 49.248.530 100,0 354
HS Vélaverk ehf., Vestmannaeyjum 48.894.560 99,3 0