Opnun tilboða

Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði, áfangi 2- Eftirlit og ráðgjöf

18.4.2023

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í  eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Vestfjarðavegur (60) Um Dynjandisheiði, áfangi 2. Verkið felur í sér nýbyggingu Vestfjarðarvegar á um 12,6 km kafla. Vegurinn er að mestu byggður í nýju vegsvæði en að hluta í núverandi vegsvæði. Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Við lok tilboðsfrest þann 18. apríl 2023 var bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Eftirtaldir lögðu fram tilboð:

       Verkis hf., Reykjavík

Föstudaginn 21. apríl 2023 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.