Opnun tilboða

Vatnsdalsvegur (722), Hringvegur – Undirfell og Svínvetningabraut(731), Kaldakinn – Tindar, hönnun

25.8.2023

Vegagerðin bauð út for- og verkhönnun fyrir endurbyggingu Vatnsdalsvegar (722) frá Hringvegi að Undirfelli og Svínvetningabrautar frá Köldukinn að Tindum. Verkið felst í því að for- og verkhanna Vatnsdalsveg á um 14,3 km langri leið frá Hringvegi að Undirfelli og Svínvetningabraut á um 6,1 km langri leið frá Köldukinn að Tindum. Samtals um 20,4 km. Verkið felst einnig í að for- og verkhanna 26 minni heimreiðar, samtals um 3,9 km að lengd. Heildarlengd vega er því um 24,3 km. Á vegkaflanum skal auk þess hanna vegamót Vatnsdalsvegar og Hringvegar, aðlögun túntenginga og a.m.k. eitt búfjárræsi..

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs . Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 15. ágúst 2023, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu.

Föstudaginn 25. ágúst 2023 voru verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð. Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat. 

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr. Stig, hæfnismat
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík 85.345.411 218,5 53.768 91
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík 79.298.620 203,0 47.721 93
VSB verkfræðistofa ehf., Hafnarfirði 67.640.760 173,2 36.063 90
Verkís hf., Reykjavík 55.979.905 143,3 24.402 95
Mannvit hf., Kópavogi 46.474.141 119,0 14.896 95
Áætlaður verktakakostnaður 39.060.000 100,0 7.482
VBV ehf., Kópavogi 31.577.797 80,8 0 91