Opnun tilboða

Þorlákshöfn, Suðurvararbryggja - Endurbygging stálþils 2023

27.6.2023

Opnun tilboða 27. júní 2023. Hafnarstjórn Þorlákshafnar óskaði eftir tilboðum í verkið „Þorlákshöfn: Suðurvararbryggja – Endurbygging stálþils 2023“.  

Helstu verkþættir eru:

·         Steypa 61 akkerisplötu.

·         Reka niður 130 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ 22-800

·         Bolta stagbita innan á þilið og koma 61 stögum og akkerisplötum fyrir.

·         Fylla upp innan við þil.

·         Steypa kantbita með pollum og setja upp kanttré, stiga og þybbur.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. maí 2024.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
HAGTAK HF., Hafnarfirði 415.250.000 128,1 0
Áætlaður verktakakostnaður 324.042.050 100,0 -91.208