Opnun tilboða

Skeiða- og Hrunamannavegur (30) um Stóru-Laxá, eftirlit og ráðgjöf (EES)

31.8.2021

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í  eftirlit og ráðgjöf með byggingu brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegkafla Skeiða- og Hrunamannavegar beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg (3312) og við Auðsholtsveg (340-01) og gerð reiðstígs. Nýja brúin verður verður til hliðar við núverandi brú, tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum. Lengd vegkafla er rúmlega 1000 m og lengd reiðstígs rúmir 300 m. 

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð í 30. september 2022.

Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 24. ágúst 2021, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu.  Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík 23.583.250 123,3 6.732
Mannvit hf., Kópavogi 19.358.200 101,2 2.507
Áætlaður verktakakostnaður 19.125.000 100,0 2.273
Efla hf., Reykjavík 17.242.620 90,2 391
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík 16.851.600 88,1 0