Opnun tilboða

Sandgerðishöfn – Suðurgarður, steypt þekja

13.6.2019

Tilboð opnuð 12. júní 2019. Hafnarsjóður Sandgerðishafnar óskaði eftir tilboðum í framkvæmdir við Suðurgarð í Sandgerðishöfn.

Helstu verkþættir og magntölur eru:

·         Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypu þekju.

·         Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 1.600 m².

Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. ágúst 2019.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Ellert Skúlason efh., Reykjanesbæ 44.558.588 126,2 11.358
Hagtak hf., Hafnarfirði  42.500.000 120,4 9.299
Áætlaður verktakakostnaður 35.313.600 100,0 2.113
Köfunarþjónust Sigurðar og Bryggjuverk, Reykjanesbæ 33.201.000 94,0 0