Opnun tilboða

Ólafsvík – Endurbygging Norðurtanga 2021

2.3.2021

Tilboð opnuð 2. mars 2021. Hafnarstjórn Snæfellsbæjar óskaði eftir tilboðum í endurbyggingu Norðurtanga í Ólafsvík.

Helstu verkþættir eru:

·         Brjóta og fjarlæga kant, polla og þekju á núverandi bryggju.

·         Jarðvinna, uppúrtekt, fylling og þjöppun.

·         Þilskurður fyrir stálþilrekstur um 128m.

·         Reka niður 94 tvöfaldar stálþilsplötur og ganga frá stagbitum og stögum.

·         Steypa um 130 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

Verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 31. október 2021.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Ísar ehf., Kópavogi 225.371.600 141,3 124.301
Hagtak ehf., Hafnarfirði 198.229.250 124,3 97.159
Áætlaður verktakakostnaður 159.492.200 100,0 58.422
Ausa ehf., Reykjavík 101.070.700 63,4 0