Opnun tilboða

Hringvegur (1) um Hellisheiði

25.6.2013

Tilboð opnuð 25. júní 2013. Breikkun Hringvegar á 14,8 km um Hellisheiði, frá Hamargilsvegamótum að hringtorgi við Hveragerði og gerð 1,8 km langs vegar, Skíðaskálavegar, frá Hamragilsvegi að skíðaskála í Hveradölum. Innifalið í verkinu er lögn fernra undirganga úr stálplötum á Hringvegi og steyptur stokkur yfir lagnir Orkuveitu Reykjavíkur á Skíðaskálavegi.

Helstu magntölur eru:

Fylling og fláafleygar 150.000 m3
Neðra burðarlag 26.000 m3
Efra burðarlag 15.000 m3
Sementsfestun 110.000 m2
Lögn stálplöturæsa 230 m
Tvöföld klæðing 13.000 m2
Malbik 172.000 m2
Víravegrið 16.000 m
Frágangur fláa 200.000 m2
Frágangur svæða við hlið vegar 200.000 m2

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2015.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
ÍAV hf., Reykjavík 1.455.854.698 104,0 135.322
Loftorka Reykjavík ehf. og Suðurverk ehf., Garðabæ 1.431.690.250 102,3 111.158
Áætlaður verktakakostnaður 1.400.000.000 100,0 79.467
Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir, Selfossi 1.343.710.490 96,0 23.178
Ístak hf., Mosfellsbæ 1.320.532.631 94,3 0