Opnun tilboða

Yfirborðsmerkingar á Suðursvæði 2013-2014, sprautuplast og mössun

10.4.2013

Opnun tilboða 9. apríl 2013. Yfirborðsmerkingu akbrauta, með sprautuplasti og vegmössun, árin 2013-2014. Um er að ræða merkingu miðlína, deililína, kantlína og stakar merkingar á Suðursvæði Vegagerðarinnar.

Helstu magntölur, miðað við tvö ár, eru:

Flutningur vinnuflokks 1.000 km
Miðlínur 700.200 m
Deililínur 152.000 m
Kantlínur 500.000 m
Biðskylduþríhyrningar 3.400 stk.
Stakar merkingar, vegmössun 16.000 m2

Verki skal að fullu lokið 1. september 2014.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 180.444.500 100,0 42.856
Veg-Verk ehf., Kópavogi 169.360.000 93,9 31.772
Vegamálun ehf., Kópavogi 144.779.000 80,2 7.191
Hestvík ehf., Reykjavík 137.588.500 76,2 0