Opnun tilboða

Vetrarþjónusta, Brjánslækur - Bíldudalur 2011 - 2014

9.8.2011

Tilboð opnuð 9. ágúst 2011. Snjómokstur með vörubifreiðum  innan ramma ábatasamnings, á eftirtöldum vegum:

Barðastrandarvegi (62) frá Brjánslækjarhöfn að hafnarsvæði á Patreksfirði, 56 km.

Bíldudalsvegi (63) frá Patreksfirði að Ketildalavegi  við Bíldudal og áfram að Bíldudalsflugvelli, 38 km.

Ketildalavegi (619) frá Bíldudalsvegi að Hafnarteigi á Bíldudal, 1,2 km.

Tálknafjarðarvegi (617) frá Bíldudalsvegi að ristarhliði innan Tálknafjarðar, 2,9 km.


Helstu magntölur (miðast við eitt ár) eru:
     Vörubílar í snjómokstri og hálkuvörn 16.385 km .


Verktími er frá 1. október 2011 til og með 30. apríl 2014.

 

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Kubbur ehf, Ísafirði 15.278.930 120,1 4.628
Áætlaður verktakakostnaður 12.718.985 100,0 2.068
Helgi Árnason, Patreksfirði 11.505.650 90,5 854
G.S.G. ehf, Bíldudal 10.651.400 83,7 0