Opnun tilboða

Breiðadals- og Botnsheiði, endurbætur á rafkerfi ganga

28.6.2011

Tilboð opnu 28. júní 2011. Endurbætur á rafkerfi ganga undir Breiðadals- og Botnsheiði. Um er að ræða endurnýjun á  iðntölvum í öllum stjórnskápum auk nauðsynlegra breytinga á skápunum,  I/O einingar (dreifðar inn- og útgangseiningar) sem staðsettar verða í nær öllum neyðarsímaskápum með reglulegu millibili í öllum leggjum ganganna, neyðarsímaskápar (sími og slökkvitæki), blikkljós, lokunarbómur, dreifiskápar, varafl og tilfærsla á fjarskiptaskápum (TETRA) og uppsetning á loftnetum. 

Helstu magntölur eru

Aflstrengir 12.000 m
Ljósleiðari – single mode, 4 leiðari 10.000 m
Ljósleiðari – single mode, 24 leiðari 9.000 m
Síma- og slökkvitækjaskápar 62 stk.
Dreifiskápar utan tæknirýma 7 stk.
Varaafl 8 stk.
Upplýst umferðarskilti 89 stk.

Verkinu skal að fullu lokið 15. mars 2012.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
ÍAV hf., Reykjavík 218.682.742 160,9 99.985
Rafal ehf., Hafnarfirði 148.578.092 109,3 29.881
Rafmiðlun hf., Kópavogi 148.460.862 109,2 29.763
Áætlaður verktakakostnaður 135.905.303 100,0 17.208
Tengill ehf., Sauðárkróki 135.818.130 99,9 17.121
Rafmenn ehf., Akureyri 134.807.176 99,2 16.110
Rafskaut ehf., Ísafirði 118.697.395 87,3 0