Opnun tilboða

Vetrarþjónusta 2010-2013, Suðurfjarðavegur (96)

13.7.2010

Opnun tilboða 13. júlí 2010. Snjómokstur og hálkuvarnir með vörubifreiðum, ásamt upplýsingagjöf, á Suðurfjarðavegi (96), frá gangnamunna í Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur.  Einnig á Hringvegi frá Breiðdalsvík að Þorgrímsstöðum í Breiðdal.

Helstu magntölur, á ári, eru:

      Snjómokstur og hálkuvörn með vörubílum 15.320 km

Verktími er frá 15. október 2010 til og með 15. maí 2013.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Vöggur ehf., Fáskrúðsfirði 12.159.600 116,6 1.731
Áætlaður verktakakostnaður *) 10.428.850 100,0 0


*) Á opnunarfundi var lesin upp tala fyrir áætlaðan verktakakostnað sem reyndist vera rangt reiknuð. Rétt tala er 10.428.850 kr. og er hún færð í töfluna hér að ofan.