Opnun tilboða

Álftanesvegur (415), Hafnarfjarðarvegur - Bessastaðavegur

7.4.2009

Tilboð opnuð 7. apríl 2009. Gerð Álftanesvegar (415), milli Hafnarfjarðarvegar og Bessastaðavegar. Verkið felst í því að leggja nýjan 4 km langan veg frá Engidal að Bessastaðavegi. Gera skal mislæg gatnamót ásamt að- og fráreinum við Hraunsholt í Engidal, byggja tvenn göng fyrir gangandi umferð og gera hringtorg við Bessastaðaveg. Breyta skal legu strengja, vatns- og hitaveitulagna. Þá á að leggja nýja háspennu- og rafdreifistrengi, síma-, vatns-, og hitaveitulagnir. Einnig fylgir með í verkinu landmótun, sáning og yfirborðsjöfnun hrauns innan verksvæðisins.

Helstu magntölur eru:

Skering

60.000

m3

Fylling

76.000

m3

Neðra burðarlag

30.000

m3

Efra burðarlag

13.500

m3

Malbik

59.000

m2

Gangstígar

4.500

m2

Mótafletir

2.700

m2

Steypustyrktarstál

87.000

kg

Steinsteypa

1.120

m3

Eftirspennt járnalögn

5.300

kg

Verkið skiptist í 3 verkáfanga með nokkrum millidagsetningum; 1. áfanga á að vera lokið þann 1. desember 2009, 2. áfanga þann 1. ágúst 2010 og 3. áfanga og þar með verkinu í heild 31. ágúst 2010.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
ÞG verktakar, Reykjavík 916.903.088 111,1 355.493
Áætlaður verktakakostnaður 825.000.000 100,0 263.590
Suðurverk hf., Kópavogi 784.468.190 95,1 223.058
K N H ehf. Ísafirði 710.141.525 86,1 148.731
Háfell ehf.,Rreykjavík 694.962.829 84,2 133.553
Hektar ehf. Kópavogi 679.400.000 82,4 117.990
Borgarverk ehf., Borgarnesi 679.247.000 82,3 117.837
Glaumur verktakafélag ehf., Garðabæ 676.742.553 82,0 115.332
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., Selfossi 674.700.000 81,8 113.290
Þróttur ehf., Akranesi 667.973.000 81,0 106.563
Klæðning ehf., Hafnarfirði 666.666.666 80,8 105.256
Verktakar Magni ehf., Kópavogi 664.619.014 80,6 103.209
GT verktakar ehf., Hafnarfirði 652.634.170 79,1 91.224
Skrauta ehf. Hafnarfirði 638.655.343 77,4 77.245
Ístak hf. Reykjavík, 636.335.051 77,1 74.925
Íslenskir aðalverktakar ehf., Reykjavík 609.036.025 73,8 47.626
Snæbjörn Sigurðsson hf. og Arnarverk ehf., Reykjavík 587.532.222 71,2 26.122
Ásberg ehf., og Nesvélar Mosfellsbæ 581.166.667 70,4 19.756
Ris ehf. og Vélaleiga AÞ., Reykjavík 579.508.609 70,2 18.098
Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ 561.410.200 68,0 0