Opnun tilboða

Landeyjahöfn, hafnar- og vegagerð, eftirlit

23.7.2008

Siglingastofnun og Vegagerðin óska eftir tilboðum í framkvæmdaeftirlit við gerð tveggja um 700 metra langra hafnargarða Landeyjahafnar, gerð 11,8 km Bakkafjöruvegar (254) frá Hringvegi (1) að Landeyjahöfn, byggingu 20 m langrar brúar á Ála, rekstur 120 m stálþils, gerð vegtengingar frá Bakkafjöruvegi að Bakkaflugvelli og gerð 3,9 km sjóvarnar- og varnargarða í Bakkafjöru.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnimats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Verkið hefst í júlí 2008 og því lýkur haustið 2010.

Útboðsgögn verða seld hjá Siglingastofnun Vesturvör 2 í Kópavogi frá og með þriðjudeginum 10. júní 2008. Verð útboðsgagna er 8.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 15. júlí 2008 og verða tilboðin opnuð þar þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður þriðjudaginn 22. júlí 2008 kl. 11:00, þar sem birtar verða einkunnir bjóðenda úr hæfnimati og verðtilboð opnuð.

Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Opnun tilboða 22. júlí 2008.

Bjóðandi (stafrófsröð) Hæfnimat Tilboð kr.
Áætlaður verktakakostnaður

60.074.900

Almenn verkfræðistofan hf., Reykjavík

4.325

115.285.600

Mannvit hf, Reykjavík

4.275

112.705.150

Strendingur ehf, Hafnarfirði

4.250

45.200.000