Opnun tilboða

Reykjanesbraut (41), gatnamót við Vífilsstaðaveg

15.4.2008

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut (41) við Vífilsstaðaveg.

Gera skal brú á mislægum gatnamótum, á mótum Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar. Breyta skal legu núverandi Vífilsstaðavegar og gera tvö hringtorg, sitt hvoru megin við Reykjanesbraut og tengja hringtorgin við Reykjanesbraut með gerð fjögurra af/fráreina.  Auk þess skal gera stálbogagöng undir Vífilsstaðaveg vestan gatnamótanna.  Einnig skal leggja gangstíga, steypa stoðveggi og tröppur, leggja nýjar lagnir og breyta eldri lögnum ásamt nauðsynlegri landmótun til að ljúka verkinu.

 

Helstu magntölur eru:

Skering í laus jarðlög

83.000

m3

Bergskering

2.550

m3

Fyllingarefni úr námum

54.100

m3

Neðra burðarlag

15.000

m3

Efra burðarlag

3.300

m3

Regnvatnsræsi

1.900

m

Tvöfalt malbik

12.000

m2

Kantsteinn

2.500

m

Mótafletir

3.140

m2

Steypustyrktarstál

159.000

kg

Steinsteypa

1.460

m3

Stálvirki

1.400

kg

Eftirspennt járnalögn

38.000

kg

Stálpípur (Ø900 – Ø400 – Ø250)

532

m

 

Gatnamótin skulu vera tilbúin til notkunar 1. nóvember 2008.  Verkinu öllu skal að fullu lokið 10. júlí 2009.

 

Tilboð opnuð 15. apríl 2008

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Ístak hf., Reykjavík 670.685.518 123,4 87.059
Háfell ehf., Reykjavík 669.669.669 123,3 86.043
Suðurverk hf., Hafnarfirði 632.635.150 116,4 49.009
Ris ehf. og Glaumur ehf., Garðabæ 583.626.400 107,4 0
Áætlaður verktakakostnaður 543.300.000 100,0 -40.326