Opnun tilboða

Reykjanesbraut (41), gatnamót við Arnarnesveg, eftirlit

22.1.2008

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit með verkinu „Reykjanesbraut (41), gatnamót við Arnarnesveg“.

Verkið er fólgið í gerð hringtorgs á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar. Hluti hringtorgsins er gerð tveggja brúa yfir Reykjanesbraut og skal verktaki byggja báðar brýrnar og gera ein undirgöng fyrir gangandi umferð undir Arnarnesveg vestan gatnamótanna. Leggja skal nýjan veg milli núverandi hringtorgs á Nónhæð og nýja torgsins, gera fjórar af/fráreinar milli Reykjanesbrautar og nýja torgsins auk lagfæringa á Reykjanesbraut. Einnig skal leggja gangstíga ásamt nauðsynlegri landmótun til að ljúka verkinu. Verkinu öllu skal að fullu lokið 10. júlí 2009.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 3. desember 2007. Verð útboðsgagna er 8.000 kr. Verkið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 15. janúar 2008 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður á sama stað þriðjudaginn 22. janúar klukkan 14:15 þar sem lesnar verðar upp einkunnir bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð opnuð.

Tilboð opnuð 22. janúar 2008.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 21.500.000 100,0 6.564
Línuhönnun hf 17.200.000 80,0 2.264
Fjölhönnun ehf 15.840.000 73,7 904
Almenna verkfræðistofan hf 14.935.701 69,5 0