Opnun tilboða

Hafravatnsvegur (431). Gatnamót við Krikahverfi

3.7.2007

Vegagerðin og Mosfellsbær óska eftir tilboðum í verkið Hafravatnsvegur ( 431) Gatnamót við Krikahverfi.

Verkið felst í gerð hringtorgs á Hafravatnsvegi við Krikahverfi í Mosfellsbæ, móts við Jónsteig og Stórakrika, ásamt gerð undirganga úr báruplötum undir Hafravatnsveg. Einnig gerð stoðveggjar við gangaenda, göngustíga ásamt tröppum, lýsingu, grjóthleðslu, landmótun, ýmsa lagnavinnu og frágang umhverfis. Einnig gerð útskota fyrir strætisvagna við Hafravatnsveg. Gera þarf bráðabirgðaveg sem tengir saman Víðiteig og Völuteig til notkunar meðan á framkvæmdum stendur

Helstu magntölur eru: Skeringar 29.000 m3, fyllingar 27.000 m3, burðarlög 5.100 m3, malbik 4.500 m2 og stálbogagöng 20 m.

Verkinu skal að fullu lokið 31. okt 2007.

Tilboð opnuð 03.07.07.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Ístak hf 156.559.494 141,0 41.915
Jarðvélar ehf 155.000.350 139,6 40.356
Loftorka Reykjavík 139.093.400 125,3 24.449
Heimir og Þorgeir ehf 114.644.672 103,3 0
Áætlaður verktakakostnaður 111.000.000 100,0 -3.645