Opnun tilboða

Yfirborðsmerkingar, vegmálun, 2007-2009

17.4.2007

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í yfirborðsmerkingar akbrauta með málningu, árin 2007 – 2009. Um er að ræða málun á öllum svæðum Vegagerðarinnar.

Helstu magntölur, miðað við 1 ár, eru:

Málaðar miðlínur

1.000.000 m

Málaðar kantlínur

800.000 m

Formerkingar

900.000 m

Flutningur vinnuflokks

1.000 km

Verki skal að fullu lokið 1. september 2009.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 54.020.850 100,0 16.503
Veg-Verk ehf 46.710.000 86,5 9.192
Vegmerking ehf 43.515.000 80,6 5.997
Monstro ehf 37.922.700 70,2 405
Vegamál ehf 37.518.200 69,5 0