Opnun tilboða

Hafnarvegur (44), Stapafell – Hafnir, styrkingar og endurbætur

18.4.2023

Opnun tilboða 18. apríl 2023. Styrking og endurmótun á 4,6 km kafla Hafnavegar, milli Stapafells og Hafna. Fræsa skal veginn upp, breikka, bæta við burðarlagi og leggja á klæðingu. 
Helstu magntölur eru:
- Bergskeringar 825 m3
- Lögn stálræsa 36 m
- Fyllingar/styrktarlag og fláafleygar 8.985 m3
- Burðarlag 0/22 8.167 m3
- Tvöföld klæðing 35.981 m2
- Gróffræsun 30.000 m2
- Frágangur fláa og vegsvæðis 39.943 m

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. september 2023.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 196.146.367 100,0 32.052
Óskatak ehf., Kópavogi 179.375.000 91,4 15.281
Berg Verktakar ehf., Reykjavík 173.500.000 88,5 9.406
Borgarverk ehf., Borgarnesi 172.772.000 88,1 8.678
Auðverk ehf., Reykjavík 164.094.500 83,7 0