Opnun tilboða

Grófar- og Njarðvíkurhöfn – Viðgerðir á grjótvörn

16.2.2021

Opnun tilboða 16. febrúar 2021. Reykjaneshöfn óskaði eftir tilboðum í að lagfæra skemmdir á grjótvörn á enda norður hafnargarðs Grófarhafnar og skemmd á öldubrjót Njarðvíkurhafnar,  gera leið að þessum skemmdum, opna garðana (grjótvörnina) eins og þörf er á til að byggja upp garðana að nýju á þessum stöðum.

Helstu magntölur:

Útlögn grjóts úr námu um 800 m3

Upptekt og endurröðun grjóts um 800 m3

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2021.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Grjótverk ehf., Ísafirði 35.802.250 264,0 18.032
Ellert Skúlason ehf., Reykjanesbæ 17.770.000 131,0 0
Áætlaður verktakakostnaður 13.561.500 100,0 -4.209