Opnun tilboða

Fjarðabyggð – Mjóeyrarhöfn, fylling undir stálþil

5.4.2017

Tilboð opnuð 4. apríl 2017. Hafnasjóður Fjarðabyggðar óskaði eftir tilboðum í verkið „Mjóeyri Harbour, land reclamation”. Um er að ræða fyllingu frá sjó við Mjóeyri á Reyðarfirði.  Heildarmagn er áætlað um 156.000 m³ og skal fyllt í þremur áföngum.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. ágúst 2018.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 146.850.000 100,0 41.864
Björgun ehf., Reykjavík 111.398.600 75,9 6.413
Jan De Nul n.v., Belgía 104.985.810* 71,5 0
* Tilboð Van De Nul er í evrum. Hér er það reiknað í íslenskum krónum á genginu 120,3.