Opnun tilboða

Borgarfjarðarvegur (94), um Vatnsskarð

4.7.2019

Tilboð opnuð 3. júlí 2019. Endurbætur 8,8  km langs vegar um Vatnsskarð.  Um er að ræða endurbætur á núverandi vegi ásamt lagningu slitlags.

Helstu magntölur eru:

  • Mölun                          20.000 m3
  • Bergskering                12.000 m3
  • Fyllingar                       21.000 m3
  • Ræsalögn                         100 m
  • Styrktarlag                    9.000 m3
  • Burðarlag                    10.000 m3
  • Tvöföld klæðing          58.900 m2

Allri vinnu við skeringar, fyllingar og ræsagerð skal lokið fyrir 15. nóvember 2019. Allri vinnu við mölun efnis skal lokið fyrir 15. nóvember 2019. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2020.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Héraðsverk, Egilsstöðum 300.381.287 133,0 0
Áætlaður verktakakostnaður 225.889.700 100,0 -74.492