Opnun tilboða

Akranesvegur(509): Faxabraut, hækkun vegar og rofvörn - Eftirlit

19.5.2020

Eftir lok tilboðsfrests, 19. maí 2020, var fyrri opnun í umsjón og eftirlit með endurgerð á Faxabraut við Langasand ásamt grjótvörn og lagnagerð. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Akraneskaupstaðar og veitufyrirtækja.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð. 

Föstudaginn 19. maí  2020 var bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum:

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Efla hf., Reykjavík 22.522.200 116,1 11.122
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík 22.348.016 115,2 10.948
Áætlaður verktakakostnaður 19.400.000 100,0 8.000
Verkís ehf., Reykjavík 15.911.680 82,0 4.512
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík 11.400.000 58,8 0