Auglýst útboð

Vestmannaeyjahöfn: Skipalyftukantur, þekja og lagnir 2021

28.6.2021

Vestmannaeyjahöfn óskar eftir tilboðum í verkið: Vestmannaeyjahöfn: Skipalyftukantur, þekja og lagnir 2021

Helstu verkþættir eru:

  • · Rífa rafbúnaðarhús, taka upp malbik og steypta þekju.
  • ·Leggja regnvatnslagnir, niðurföll, brunn, vatnslagnir og  ídráttarrör fyrir rafmagn.
  • ·Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypta þekju og malbik 1900 m².
  • · Steypa undirstöður fyrir ljósamastur.
  • · Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 1100 m².
  • · Koma fyrir rafmagnskössum og vatnsbrunnum á bryggjunni.

 Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní  2022.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum  28. júní 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 20. júlí 2021. 

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.

Bjóðendur athugið: Við birtingu auglýsingarinnar var tilboðsfrestur til 13. júlí 2021. Verkkaupi hefur ákveðið að lengja tilboðsfrestinn um viku og skal skila tilboði fyrir kl 14.00 þriðjudaginn 20. júlí 2021. Auglýsingunni hér að ofan hefur verið breytt í samræmi við hinn nýja tilboðsfrest.