Auglýst útboð

Suðurstrandarvegur (427), vegflái við Festarfjall

2.10.2023

Vegagerðin býður hér með út lagfæringu og styrkingu á vegfláa við Festarfjall á Suðurstrandarvegi (427-04). Keyra skal efni utan á vegfláann að sunnanverðu á um 800 m kafla ásamt því að framlengja ræsi á kaflanum.

Helstu magntölur eru:

            Fyllingar                                          14.600 m3

            Frágangur flá                                 16.000 m2

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. febrúar 2024.

Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign frá og með mánudeginum 2. október 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 17. október 2023. 

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð. 

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign