Auglýst útboð

Kortlagning á umferðarhávaða 2022

8.12.2023

Vegagerðin, Umhverfisstofnun og sveitarfélögin Akureyri, Árborg, Garðabær, Hafnarfjörður, Hveragerðisbær, Kópavogur, Mosfellsbær og Reykjavík, bjóða hér með út kortlagningu á umferðarhávaða skv. reglugerð 1000/2005 um kortlagningu á hávaða og gerð aðgerðaáætlana. Kortlagning skal gerð með aðferðafræði CNOSSOS og skal gerð grein fyrir niðurstöðum kortlagningar í greinargerð.

Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar og sveitarfélaganna sem eru talin upp hér að framan og skal því að fullu lokið 31. maí 2024.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs . Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögnin eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með föstudeginum 8. desember 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 9. janúar 2024.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 16. janúar 2024 verður bjóðendum tilkynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign