Auglýst útboð

Kantsláttur á Suðursvæði 2023-2024, þjónustustöð Selfossi

7.7.2023

Vegagerðin býður hér með út kantslátt á Suðursvæði árin 2023 og 2024, á svæði
þjónustustöðvarinnar á Selfossi.

Áætlað magn kantsláttar er samtals um 750 km á ári.

Gildistími samnings er til 30. september 2024. Heimild er til framlengingar samnings í allt að
tvö ár með samþykki beggja aðila, eitt ár í senn. 

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með föstudeginum7. júlí 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 9. ágúst 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.