Auglýst útboð

Grindavík - Miðgarður, þekja, lagnir og raforkuvirki

20.7.2018

Hafnarstjórn Grindavíkur óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. 

Helstu verkþættir eru:

·           Steypa upp tvö rafbúnaðarhús, stöpla, brunna og polla.

·           Leggja ídráttarrör fyrir rafmagn.

·           Leggja vatnslögn, heitavatnslögn og frárennslislögn

·           Jafna undir þekju og malbik

·           Steypa þekju um 4.800 m2

·           Malbikun um 1.000 m2

·           Raforkuvirki

 Verkinu er áfangaskipt, fyrri hluta skal lokið eigi síðar en 15.október 2018 og þeim síðari 15. júlí 2019.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 23. júlí 2018. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. ágúst 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.