Auglýst útboð

Forauglýsing: Landeyjahöfn – Viðhaldsdýpkun 2022 til 2025

12.5.2022

Vegagerðin auglýsir fyrirhugað útboð þar sem óskað verður eftir tilboðum í verkið „Landeyjahöfn viðhaldsdýpkun 2022-2025“.

Stutt lýsing á verkefninu og tæknilegum kröfum:

Verktaki skal viðhalda dýpi hafnarinnar og skal vera til taks frá 1. september – 1. maí ár hvert.

Bjóðandi skal leggja til dýpkunarskip sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

  • • Hámarksafkastageta á dag skal vera minnst 15.000 m3.
  • • Dýpkunarskipið þarf að geta dýpkað í hafnarmynninu á litlu dýpi í ölduhæð <1,7 m.
  • • Bjóðandi skal gera ráð fyrir að nýta stutta veðurglugga yfir vetrartímann til dýpkunar í hafnarmynni.
  • • Stjórnhæfni skips skal vera mjög góð.

Tilboð sem uppfylla ekki ofangreind skilyrði verða ekki samþykkt.

Áætlað magn dýpkunar á hverju ári er 200.000-300.000 m3.

Útboðsgögn verða aðgengileg, án endurgjalds, frá 27. maí 2022 á: www.tendsign.is  

Útboðið verður auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.