Auglýst útboð

Djúpivogur, raforkuvirki 2023

13.6.2023

Hafnarsjóður Múlaþings óskar eftir tilboðum í raforkuvirki við Hafskipabryggju í Djúpavogshöfn.
Helstu verkþættir eru:
• Ídráttur strengja
• Uppsetning og tenging rafbúnaðar í tenglaskápum
• Uppsetning og tenging aðaltöflu í rafbúnaðarhúsi
• Uppsetning og tenging masturs- og stigaljósa
• Raflagnir í spennistöð, rafbúnaðarhúsi og vatnshúsi.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. maí 2024.

Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign frá og með þriðjudeginum  13. júní  2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. júní 2023. 

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð. 

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign