Kynningargögn

Seyðisfjarðarvegur um Miðhúsaá

20.5.2006

Vegagerðin fyrirhugar að setja 62 m langt og 3 m breitt stálplöturæsi í Miðhúsaá á Seyðisfjarðarvegi, vegnúmer 93, um 7,5 km frá Egilsstöðum. Ræsið kemur í stað einbreiðrar brúar. Veglínan mun færast lítillega til og verður ræsið örlítið ofar í Miðhúsaá en núverandi brú. Með framkvæmdinni mun bratti vegar ofan við Miðhúsaá einnig minnka.

Framkvæmdasvæðið nær yfir 0,6 km langan kafla og liggur um lönd Miðhúsa og Steinholts. Útboð verksins er áætlað í mars og er áætlað að framkvæmdir hefjist um vorið 2006 og ljúki um haustið sama ár.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfið en að með henni muni umferðaröryggi aukast á þessum kafla.

Seyðisfjarðarvegur um Miðhúsaá - Kynningarskýrsla 0,2 MB
Seyðisfjarðarvegur um Miðhúsaá - Yfirlitsmynd 0,3 MB
Seyðisfjarðarvegur um Miðhúsaá - Grunnmynd 0,6 MB
Seyðisfjarðarvegur um Miðhúsaá - Afstöðumynd 0,3 MB
Seyðisfjarðarvegur um Miðhúsaá - Þversnið 0,2 MB