Skráning tilkynninga

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 26.2.2017 10:18

Færð og aðstæður

Nú er búið að opna veginn á Kjalarnesi en enn er lokað austur yfir Hellisheiði og Þrengsli, og Mosfellsheiði er ófær. Eins er ófært um Krýsuvíkurveg og Suðurstrandarveg. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi.

Ekki eru allar stofnbrautir á Höfuðborgarsvæðinu fólksbílafærar. 

Á Suðurlandi er ýmist þæfingsfærð, þungfært eða jafnvel ófært.  Óljóst er hve langan tíma mokstur og hreinsun kunni að taka.

Vegurinn fyrir Hafnarfjall er lokaður og ófært er á Mýrunum en vegir eru þokkalega færir á Snæfellsnesi og í Dölum. Fært er frá Borgarnesi upp Norðurárdal og yfir Holtavörðuheiði. Eins er Borgarfjarðarbrautin fær.

Snjóþekja er á vegum á Vestfjörðum og verið að hreinsa vegi. Enn er þó ófært á Klettshálsi og Kleifaheiði.

Þokkaleg færð er á Norðurlandi ennþá en víða er þó orðið hvasst og kominn skafrenningur.

Aðalleiðir á Austurlandi eru einnig vel færar þótt víða sé hálka á fjallvegum og til landsins. Greiðfært er niðri á Fjörðum og vestur í Öræfi en þaðan er ýmist snjóþekja eða nokkur hálka vestur að Hvolsvelli.

Tafir í Múlagöngöngum yfir nóttina

Vegna vinnu í Múlagöngum dagana 26. febrúar til 2. mars má reikna með umferðartöfum þar frá klukkan 21:00 til 06:00 að morgni.

Lesa meira

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 26.2.2017 9:42

Færð og aðstæður

Allar leiðir til og frá Reykjavík eru lokaðar eða ófærar nema Reykjanesbraut, og stofnbrautir á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki fólksbílafærar.  Mikil óvissa er hvenær takist að opna.

Á Suðurlandi er ýmist þæfingsfærð, þungfært eða jafnvel ófært.  Óljóst er hve langan tíma mokstur og hreinsun kunni að taka.

Vegurinn fyrir Hafnarfjall er lokaður og ófært er á Mýrunum en vegir eru þokkalega færir á Snæfellsnesi og í Dölum. Fært er frá Borgarnesi upp Norðurárdal og yfir Holtavörðuheiði. Eins er Borgarfjarðarbrautin fær.

Snjóþekja er á vegum á Vestfjörðum og verið að hreinsa vegi. Enn er þó ófært á Klettshálsi og Kleifaheiði.

Þokkaleg færð er á Norðurlandi ennþá en víða er þó orðið hvasst og kominn skafrenningur.

Aðalleiðir á Austurlandi eru einnig vel færar þótt víða sé hálka á fjallvegum og til landsins. Greiðfært er niðri á Fjörðum og vestur í Öræfi en þaðan er ýmist snjóþekja eða nokkur hálka vestur að Hvolsvelli.

Tafir í Múlagöngöngum yfir nóttina

Vegna vinnu í Múlagöngum dagana 26. febrúar til 2. mars má reikna með umferðartöfum þar frá klukkan 21:00 til 06:00 að morgni.

Lesa meira

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 26.2.2017 8:57

Færð og aðstæður

Allar leiðir til og frá Reykjavík eru lokaðar nema Reykjanesbraut og stofnbrautir á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki fólksbílafærar.  Mikil óvissa er hvenær takist að opna.


Tafir í Múlagöngöngum yfir nóttina

Vegna vinnu í Múlagöngum dagana 26. febrúar til 2. mars má reikna með umferðartöfum þar frá klukkan 21:00 til 06:00 að morgni.

Lesa meira

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 26.2.2017 7:58

Færð og aðstæður

Allar leiðir til og frá Reykjavík eru lokaðar nema Reykjanesbraut og stofnbrautir á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki fólksbílafærar.  Mikil óvissa er hvenær takist að opna.

Tafir í Múlagöngöngum yfir nóttina

Vegna vinnu í Múlagöngum dagana 26. febrúar til 2. mars má reikna með umferðartöfum þar frá klukkan 21:00 til 06:00 að morgni.

Lesa meira