Laus störf hjá Vegagerðinni

 
FánaborgÖll störf eru auglýst á Starfatorginu og þeir sem hafa áhuga á starfi hjá Vegagerðinni er bent á að fylgjast með á þeim vettvangi. Sum störf eru þess utan auglýst í dagblöðunum.
Hér að neðan er að finna störf sem eru auglýst þessa stundina ef einhver eru:

Framkvæmdastjóri nýs þjónustusviðs VegagerðarinnarVegagerðin auglýsir eftir framkvæmdastjóra til að leiða öflugt starf á nýju Þjónustusviði Vegagerðarinnar. Starfsstöðin er í Reykjavík. Starfið heyrir beint undir forstjóra og framkvæmdastjórinn tekur sæti í yfirstjórn Vegagerðarinnar. Starfssemi Þjónustusviðs tekur til þjónustu við vegakerfið allt árið og upplýsingamiðlunar til veg-  og sjófarenda. Umsóknarfrestur er til og með 2. september 2019. Sjá nánar.

Deildarstjóri Almannasamgöngur
Vegagerðin leitar eftir deildarstjóra í nýrri deild Vegagerðarinnar um rekstur almannasamgangna. Verkefni deildarinnar er rekstur og þróun þeirra almannasamgangna sem heyra undir Vegagerðina. þetta á við um samgöngur milli byggðarlaga á landi og á sjó og í einhverjum tilvikum í lofti. Umsóknarfrestur er til og með 2. september 2019. Sjá nánar.

Vélamaður á Patreksfirði

Vegagerðin auglýsir eftir vélamanni á þjónustustöð á Patreksfirði. Um 100 % starf er að ræða. Starfssvið tengist viðhaldi, þjónustu og nýbyggingingum vega og ýmsum störfum á starfsstöð.  Umsóknarfrestur er til og með 2. september 2019. Sjá nánar.

Verkstjóri á þjónustustöðinni á HúsavíkStarf verkstjóra við þjónustustöðina á Húsavík er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. Verkstjóri hefur umsjón og eftirlit með verkefnum á þjónustustöð og sér til þess að þau séu unnin í samræmi við markmið Vegagerðarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 2. september 2019. Sjá nánar.