Laus störf hjá Vegagerðinni

 
FánaborgÖll störf eru auglýst á Starfatorginu og þeir sem hafa áhuga á starfi hjá Vegagerðinni er bent á að fylgjast með á þeim vettvangi. Sum störf eru þess utan auglýst í dagblöðunum.
Hér að neðan er að finna störf sem eru auglýst þessa stundina ef einhver eru:

Byggingarverkfræðingur/byggingartæknifræðingur á hafnadeild
Vegagerðin auglýsir eftir byggingarverkfræðingi eða byggingartæknifræðingi á hafnadeild. Um er að ræða fullt starf, við hönnun hafnarmannvirkja Við erum að leita eftir verk- eða tæknifræðingi sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni á sínu fagsviði frá frumstigum hönnunar til framkvæmda. Fjölmörg verkefni eru framundan varðandi uppbyggingu hafnakerfis á Íslandi. Um er að ræða spennandi starf við hönnun hafna í krefjandi umhverfi. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019. Sjá nánar

Byggingarverkfræðingur/byggingartæknifræðingur á hönnunardeild
Vegagerðin auglýsir eftir byggingarverkfræðingi eða byggingartæknifræðingi á hönnunardeild. Um er að ræða fullt starf, við hönnun umferðarmannvirkja. Við erum að leita eftir verk- eða tæknifræðingi sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni á sínu fagsviði frá frumstigum hönnunar til framkvæmda. Fjölmörg verkefni eru framundan varðandi uppbyggingu vegakerfisins á Íslandi. Um er að ræða spennandi starf við hönnun vega í krefjandi umhverfi, um fjallvegi, firði og í þéttbýli. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2019 (umsóknarfrestur hefur verið framlengdur um viku). Sjá nánar .