Laus störf hjá Vegagerðinni

 
FánaborgÖll störf eru auglýst á Starfatorginu og þeir sem hafa áhuga á starfi hjá Vegagerðinni er bent á að fylgjast með á þeim vettvangi. Sum störf eru þess utan auglýst í dagblöðunum.

Hér að neðan er að finna störf sem eru auglýst þessa stundina ef einhver eru:

Forstöðumaður rannsókna

Vegagerðin auglýsir eftir fostöðumanni rannsókna Vegagerðarinnar. Forstöðumaður hefur meðal annars umsjón með mati á umsóknum í rannsóknasjóð Vegagerðarinnar, úthlutun á rannsóknafé, og fylgist með framgangi verkefna. Starfið er hægt að vinna á flestum stærri starfsstöðvum Vegagerðarinnar um allt land. Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2019. Nánari upplýsingar um starfið.

Deildarstjóri umsjónardeildar á Vestursvæði

Vegagerðin auglýsir eftir verkfræðingi eða tæknifræðingi til að sinna starfi deildarstjóra umsjónardeildar á Vestursvæði. Um er að ræða fullt starf á starfsstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði. Meðal verkefna er yfirumsjón með rekstri þjónustustöðva, ábyrgð á verkefnum í sumar- og vetrarþjónustu á svæðinu ásamt viðhaldi malarvega. Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2019. Nánari upplýsingar um starfið.

Yfirverkstjóri Höfn í Hornafirði

Vegagerðin auglýsir eftir yfirverkstjóra við þjónustustöðina á Höfn í Hornafirði. Yfirverkstjóri ber ábyrgð á rekstri og verkefnum þjónustustöðvarinnar á Höfn. Hann sér til þess að verkefni séu leyst samkvæmt verklagsreglum, skipuriti og markmiðum Vegagerðarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2019. Nánari upplýsingar um starfið.

Yfirverkstjóri Hólmavík

Vegagerðin auglýsir eftir yfirverkstjóra við þjónustustöðina á Hólmavík. Yfirverkstjóri ber ábyrgð á rekstri og verkefnum þjónustustöðvarinnar á Hólmavík. Hann sér til þess að verkefni séu leyst samkvæmt verklagsreglum, skipuriti og markmiðum Vegagerðarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2019. Nánari upplýsingar um starfið.