Laus störf hjá Vegagerðinni

 
FánaborgÖll störf eru auglýst á Starfatorginu og þeir sem hafa áhuga á starfi hjá Vegagerðinni er bent á að fylgjast með á þeim vettvangi. Sum störf eru þess utan auglýst í dagblöðunum.

Hér að neðan er að finna störf sem eru auglýst þessa stundina ef einhver eru:


Starfsmaður í brúarvinnuflokk Vegagerðarinnar á Hvammstanga

Vegagerðin óskar eftir starfsmanni í brúarvinnuflokk á Hvammstanga til að vinna við nýbyggingar og viðhald brúa um allt land, mest þó á Norðvestur- og Norðausturlandi. Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2020. Nánari upplýsingar um starfið.

Verkefnastjóri á framkvæmdadeild

Vegagerðin auglýsir eftir verkefnastjóra á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar í Reykjavík. Um er að ræða fullt starf við áætlanir, undirbúning og framkvæmd stærri verka í nýbyggingu og viðhaldi vega, brúa og vatnavirkja. Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2020.  Nánari upplýsingar um starfið.