Laus störf hjá Vegagerðinni

 
FánaborgÖll störf eru auglýst á Starfatorginu og þeir sem hafa áhuga á starfi hjá Vegagerðinni er bent á að fylgjast með á þeim vettvangi. Sum störf eru þess utan auglýst í dagblöðunum.
Hér að neðan er að finna störf sem eru auglýst þessa stundina ef einhver eru: 

Mannauðsstjóri

Vegagerðin auglýsir laust til umsóknar starf mannauðsstjóra. Hlutverk mannauðsstjóra hjá Vegagerðinni snýr að mótun og framkvæmd stefnu um mannauðsmál stofnunarinnar.  Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí 2017. Sækja ber um starfið á heimasíðu Capacent, capacent.is . Sjá nánar.

Jarðfræðingur Akureyri

Vegagerðin auglýsir laust til umsóknar starf jarðfræðings með starfsstöð á Akureyri. Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí 2017. Um 100% starf er að ræða. Umsóknir berist Vegagerðinni, netfang starf@vegagerdin.is, merktar Jarðfræðingur hjá Vegagerðinni. Sjá nánar.

Tæknimaður Borgarnesi
Laust er til umsóknar starf tæknimanns á tæknideild Vegagerðarinnar í  Borgarnesi. Deildin hefur umsjón með verklegum framkvæmdum á sviði nýframkvæmda, viðhalds á slitlögum, efnisvinnslu, styrkingum og endurbótum á vegamannvirkjum. Um 100% starf er að ræða. Umsóknarfrestur er til 3. júlí  2017. Umsóknir berist til Vegagerðarinnar á  netfangið starf@vegagerdin.is Sjá nánar .