Laus störf hjá Vegagerðinni

 
FánaborgÖll störf eru auglýst á Starfatorginu og þeir sem hafa áhuga á starfi hjá Vegagerðinni er bent á að fylgjast með á þeim vettvangi. Sum störf eru þess utan auglýst í dagblöðunum.
Hér að neðan er að finna störf sem eru auglýst þessa stundina ef einhver eru:

Starfsmaður á samskiptadeild

Vegagerðin vinnur að öruggum og greiðum samgöngum á láði og legi. Vegagerðin gegnir einnig mikilvægu þjónustuhlutverki sviði upplýsingamiðlunar til almennings varðandi samgöngur og færð.   Nú vantar okkur öflugan starfsmann á samskiptadeild til að taka þátt í þessu verkefni með okkur.   Um er að ræða nýtt starf innan Vegagerðarinnar og verður ráðið í starfið í eitt ár en möguleiki er á framtíðarstarfi ef þetta reynist vel. Starfið er á starfsstöð Vegagerðarinnar í Reykjavík og um er að ræða 100% starf. Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2019.  Sjá nánar.

Starfsmaður á gæðadeild
Vegagerðin leitar að nýjum öflugum liðsmanni á gæðadeild. Starfið felst fyrst og fremst í skipulagningu, umsjón og framkvæmd gæðaeftirlits á þjónustu þjóðvega á landsvísu, auk úrvinnslu, framsetningar og kynningar á niðurstöðum þess. Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2019. Sjá nánar.

Forstöðumaður upplýsingatækni
Nú vantar okkur metnaðarfullan og öflugan stjórnanda til að leiða starfsemi upplýsingatæknideildar og þróun á stafrænum þjónustum. Leitað er að aðila með mikla samskiptahæfni, tæknilega þekkingu auk reynslu af stjórnun starfsmanna og verkefna á sviði upplýsingatækni. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019. Sjá nánar .

Fræðslustjóri
Okkur vantar öflugan fræðslustjóra til að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Um er að ræða nýtt starf innan Vegagerðarinnar. Starfið er á starfsstöð Vegagerðarinnar í Reykjavík og um er að ræða 100% starf. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019. Sjá nánar .