Laus störf hjá Vegagerðinni

 
FánaborgÖll störf eru auglýst á Starfatorginu og þeir sem hafa áhuga á starfi hjá Vegagerðinni er bent á að fylgjast með á þeim vettvangi. Sum störf eru þess utan auglýst í dagblöðunum.
Hér að neðan er að finna störf sem eru auglýst þessa stundina ef einhver eru: 

Svæðisstjóri Borgarnesi

Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að taka við starfi svæðisstjóra vestursvæðis Vegagerðarinnar. Vestursvæðið nær yfir Vestfirði og Vesturland, allt frá Hvalfirði að Holtavörðuheiði. Svæðisstjóri hefur aðsetur í Borgarnesi. 

Hlutverk svæðisstjóra hjá Vegagerðinni er að hafa yfirumsjón með starfsemi svæðisins og framkvæmd á stefnu Vegagerðarinnar þar.  Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2018. Sjá nánar .

Vélamaður Fellabæ
Starf vélamanns hjá þjónustustöðinni í Fellabæ er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 25 júní 2018.  Sjá nánar

Vélamaður Hólmavík

Starf vélamanns hjá þjónustustöðinni á Hólmavík er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 25 júní 2018. Sjá nánar .

Forstöðumaður rekstrardeildar

Vegagerðin óskar eftir að ráða öflugan einstaklingi til að sinna starfi forstöðumanns rekstrardeildar Vegagerðarinnar í Reykjavík. Á rekstrardeild eru 10 starfsmenn og hlutverk deildarinnar er að hafa umsjón með innkaupum, birgðahaldi, rekstri tækja og véla og fasteigna auk eftirlits með búnaði á vélaverkstæðum Vegagerðarinnar. Minjavarsla fellur einnig undir starfssvið deildarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí 2018. Sjá nánar .

Sérfræðingur/verkefnisstjóri vetrarþjónustu
Vegagerðin óskar eftir að ráða öflugan einstaklingi til að taka við starfi sérfræðings/verkefnisstjóra vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á þjónustudeild Vegagerðarinnar í Reykjavík. Um er að ræða fullt starf við stjórnun, umsjón, rekstur og þróun vetrarþjónustuverkefna á landsvísu. Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí 2018. Sjá nánar .