Fréttir

Hraðamyndavél Akureyri

19. október 2021 : Hraðamyndavélar á Akureyri

Nýjar hraðamyndavélar hafa verið teknar í notkun á Akureyri á Hörgárbraut, á Hringveginum þar sem hann liggur í gegnum Akureyri. Myndavélarnar eru einnig rauðljósamyndavélar. Þær voru teknar í notkun að morgni 19. október.
Eiðar - Laufás

18. október 2021 : Borgarfjarðarvegur (94) í Múlaþingi. Eiðar - Laufás

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á um 14,8 km löngum kafla á Borgarfjarðarvegi (94) á milli Eiða og Laufáss í Múlaþingi. Um er að ræða endurbyggingu vegarins. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á Borgarfjarðarvegi.

Reykjavesviti

15. október 2021 : Saga Reykjanesvita og sjóslysa á Reykjanesi

Sögu Reykjanesvita og sjóslysa á Reykjanesi eru gerð góð skil á sýningu í vélahúsinu í Reykjanesvita. Vegagerðin lánaði muni sem tengjast vitasögu Íslands til sýningarinnar. Þar á meðal er fágætt Íslandskort með öllum vitum á landinu. Að sýningunni standa Hollvinasamtök um Reykjanesvita og nágrennis og Byggðasafn Reykjanesbæjar.

Fréttasafn