Fréttir

Snapchat

20.10.2016 : Vegagerðin á samfélagsmiðlum

Fyrir áhugasama um vegagerð og Vegagerðina þá má finna hana nú bæði á Instagram og Snapchat en hefur um árabil verið sýnileg á Facebook og twitter. Á þeim tveimur fyrrnefndu munu starfsmenn Vegagerðarinnar nýta þá miðla til að sýna frá starfi sínu dagsdaglega. Störfin eru margskonar svo sem eðlilegt er hjá þeim u.þ.b. 300 manns sem starfa hjá Vegagerðinni um land allt við mjög mismunandi iðju. Lesa meira
Morsá 13. október 2016

13.10.2016 : Vatn flæðir við Morsá

Í því mikla vatnsveðri sem gengur yfir landið hefur flætt víða. Fréttir hafa verið sagðar af vatni sem flætt hefur við Múlakvísl og sömu sögu er að segja af Morsá. Þar hefur flætt á framkvæmdasvæðinu en verið er að byggja nýja brú sem leysir af hólmi lengstu brú landsins yfir Skeiðará. Lesa meira

Fréttasafn