Fréttir

Framkvæmdin nær frá Hvalfjarðargöngum og að Borgarfjarðarbrú.

20. janúar 2022 : Vesturlandsvegur (1) frá Hvalfjarðargöngum til Borgarness – Frumdrög og vefsjá

Verkfræðistofan VSÓ Ráðgjöf vinnur fyrir hönd Vegagerðarinnar að frumdrögum vegna breikkunar Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum til Borgarness. Í nýrri vefsjá má skoða fyrirhugaða framkvæmd og senda inn ábendingar sem munu fylgja frumdrögum inn á næstu stig hönnunar. Í myndbandi er jafnframt farið vel yfir frumdrög framkvæmdarinnar og virkni vefsjárinnar.

Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2020

19. janúar 2022 : Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2020

Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2020 er komin út.
Hana má nálgast rafrænt hér: Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2020Hægt er að panta prentað eintak af skýrslunni með því að senda tölvupóst á samskipti@vegagerdin.is
Afleitt veður og snjókoma varð til þess að ekki var hægt að opna heiðina fyrr en í gærkvöldi.

14. janúar 2022 : Öxnadalsheiði opin á ný eftir mikið fannfergi

Öxnadalsheiði var opnuð á ný í gærkvöldi. Heiðin var lokuð í næstum einn og hálfan sólarhring vegna veðurs og snjóþunga. Vegfarendur gátu farið um Siglufjörð og þar hefur verið ágætis færð þrátt fyrir nokkuð hvassviðri. 

Fréttasafn