Fréttir

Opinn íbúafundur vegna færslu Hringvegar (1) um Mýrdal
Vegagerðin auglýsir opin
íbúafund þar sem kynnt verða drög að tillögu að matsáætlun vegna færslu
Hringvegar (1-b2_b4) um Mýrdal. Fundurinn verður haldinn í beinu streymi þriðjudaginn 26. janúar klukkan 12.

Dregur úr samdrætti umferðar á höfuðborgarsvæðinu
Umferðin í þriðju viku ársins á höfuðborgarsvæðinu reyndist um fjögur prósentum minni en í sömu viku á síðasta ári. Þetta er minnsti samdráttur milli vikna það sem af er ári. Samtals frá áramótum hefur umferðin nú dregist saman um 14 prósent.

Mastur í Hvalnesskriðum brotnaði í ofsaveðri
Mastur í Hvalnesskriðum sem á voru tvær myndavélar og þrjár sólarsellur brotnaði í ofsaveðri sem gekk yfir austanvert landið á laugardaginn. Fjölmörg umferðarskilti fuku á hliðina eða skemmdust á þessum slóðum.