Fréttir

Skráning stendur yfir á Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar.

29. október 2020 : Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar - skráning til kl. 20

Góð skráning er á árlega Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin verður á morgun, föstudaginn 30. október. Vegna Covid-19 faraldursins er ráðstefnan rafræn og öllum þátttakendum að kostnaðarlausu. Þó er nauðsynlegt að skrá sig til að fá hlekk á ráðstefnustreymið.

Yfirlitsmynd 73-74

28. október 2020 : Þverárfjallsvegur (73) og Skagastrandarvegur (74) - frummatsskýrsla

Vegagerðin kynnir vega- og brúargerð í sveitarfélögunum Blönduósbæ og Skagabyggð í Austur-Húnavatnssýslu, sem fellur undir 5. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum. Til stendur að byggja nýjan 8,5 km langan stofnveg frá Hringvegi austan Blönduóss að Þverárfjallsvegi (744), skammt sunnan við brú á Laxá. Frá nýjum vegi verður byggður um 3,3 km langur vegur til norðurs, með nýrri 109 m langri brú yfir Laxá, og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð. 

Covid Umferðin á Hb vikuleg 43

26. október 2020 : Minni umferð en í fyrra en meiri en í síðustu viku

Örlítill umferðarkippur varð í viku 43 miðað við vikuna þar á undan eða 3,1% aukning á höfuðborgarsvæðinu.  Hins vegar reyndist umferðin í nýliðinni viku 19,5% minni en í sömu viku á síðasta ári.  Þetta er heldur minni samdráttur en varð í viku 42, sbr. eldri frétt þarf um.

Fréttasafn