Fréttir

Gríðarleg gosumferð á Suðurstrandarvegi - um 500 prósenta aukning

Verkefni Rannsóknasjóðs ratar í fjölmiðla
Mikil umræða hefur skapast í fjölmiðlum og víðar um niðurstöður rannsóknarverkefnisins „Áhrif hraða á mengun vegna umferðar“. Þar kemur meðal annars fram að lækkun hámarkshraða yfir leyfilegt nagladekkjatímabil í Reykjavík, gæti dregið verulega úr tilurð svifryks og um leið sliti gatna. Rannsóknarverkefnið var unnið af Þresti Þorsteinssyni prófessor í umhverfis- og auðlindafræði fyrir styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar á tímabilinu 2020-2021.
