Fréttir

Herjólfur í Gdansk

16. mars 2019 : Nýr Herjólfur á lokametrunum

Verulega styttist í að smíði nýs Herjólfs klárist. Skipasmíðastöðin CRIST S.A. í Gdansk í Póllandi er á lokasprettinum í smíðinni sjálfri en endanlegum frágangi er þó    ekki að fullu lokið. Þá eiga flokkunarfélag skipsins og Samgöngustofa eftir að taka skipið út. Þegar þessu er lokið og brugðist hefur verið við athugasemdum á fullnægjandi hátt er skipið tilbúið. Auk þessara atriða sem tengjast smíðinni  þarf að ganga frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur.

Tvöföldun Reykjansbrautar, fyrirhugað verksvæði

7. mars 2019 : Tvöföldun Reykjanesbrautar (41) í Hafnarfirði: Íbúafundur

Nú fara framkvæmdir að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Á opnum íbúafundi um tvöföldun brautarinnar, 13. mars nk., verður farið yfir framkvæmdir á svæðinu lið fyrir lið en framkvæmdirnar munu hafa áhrif á umferð og annað á svæðinu á meðan þær standa yfir. 

Umferð í Reykjavík

6. mars 2019 : Mikil aukning í umferð á höfuðborgarsvæðinu í febrúar

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar jókst um ríflega sjö prósent sem er mikil aukning í febrúar og mun meiri aukning en að jafnaði í þessum mánuði. Hluti skýringar á mikilli aukningu gæti verið að fyrir ári var mjög lítil aukning í umferðinni í febrúar. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 4,3 prósent á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttasafn