Fréttir

Umferðin eftir mánuðum

4.2.2016 : Gríðarleg aukning umferðar í janúar á Hringveginum

Umferðin í janúar 2016 reyndist 13 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta er gríðarlega mikil aukning og hefur umferðin í janúar aldrei aukist jafnmikið og aldrei hafa fleiri bílar farið um mælisnið Vegagerðarinnar á Hringveginum í þessum mánuði. Rétt er þó að huga að því að umferðin í janúar í fyrra drógst saman frá árinu áður (á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi)  og alla jafna eru sveiflur nokkrar eftir tíðarfarinu í janúar.

Lesa meira
Frá vetrarráðstefnunni 2008 á Akureyri

29.1.2016 : Vetrarráðstefna Vegagerðarinnar 2016

Vegagerðin  stendur fyrir  ráðstefnu um vetrarþjónustu dagana 6. og 7. apríl 2016, í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Megin efnistök ráðstefnunnar verða: Framtíðarsýn og þróun vetrarþjónustunnar í breyttu umhverfi og auknum ferðamannastraum. Fjallað verður m.a. um umhverfi, framkvæmd, skipulag, stjórnkerfi og stjórnun vetrarþjónustunnar, öryggis- og gæðamál sem og tækniþróun í tækjabúnaði, þróun og bætta tækni í veðurspákerfum og veðurspám.

Lesa meira

Fréttasafn