Fréttir

Umferðin á Hringvegi með spá út árið

1.9.2014 : Metumferð á Hringveginum í ágúst

Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 7,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Aldrei áður hafa fleiri bílar farið um Hringveginn í ágúst. Það sem af er ári hefur umferðin á Hringveginum aukist um 5,1 prósent sem er mesta aukning síðan 2007.

Lesa meira
Varnargarður við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í Öxarfirði

26.8.2014 : Sérstakir varnargarðar komnir upp við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum

Búið er að setja upp varnargarða við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og í Öxarfirði til að varna því að flóð sem færi utan við brýrnar nái að grafa undan akkerum hengibrúnna og stöplum þeirra.

Lesa meira

Fréttasafn