Fréttir

Umferðin uppsafnað

1. mars 2021 : Minni umferð í febrúar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum febrúar mánuði reyndist tæplega prósenti minni en í febrúar fyrir ári síðan. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um 3,5 prósent. Umferðin í síðustu viku var aðeins minni en í vikunni áður en meira en í sömu viku fyrir ári.
Sprunga í Suðurstrandarvegi

27. febrúar 2021 : Sprunga myndaðist í Suðurstrandavegi

Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar urðu snemma í morgun varir við sprungur í Suðurstrandarvegi (427)  um 1,3 km vestan við Vigdísarvallaveg. Fyrir kl. 11 á laugardag var búið er að aka alla vegi á svæðinu og fleiri sprungur sáust ekki. Vegagerðin hefur fylgst grannt með síðan þessi jarðskjálfrahrina hófst. 
Vinnuaðstæður eru erfiðar enda unnið innan um mikla og hraða umferð.

26. febrúar 2021 : Skipt um vegrið innan um mikla umferð

Flókið getur verið að vinna við umferðarmikla vegi. Því hafa starfsmenn brúavinnuflokks Vegagerðarinnar frá Hvammstanga fengið að kynnast undanfarna daga en þeir vinna nú að því að skipta út vegriði og vegriðsstoðum á Hafnarfjarðarvegi, á brúm yfir Nýbílaveg.

Fréttasafn