Fréttir

Hringtorg við Esjumela

23.1.2018 : Verktími Vesturlandsvegar

Verktími við breikkun Vesturlandsvegar fer eftir því hversu verkinu verður skipt upp í marga áfanga. Í svari til Morgunblaðsins, sbr. frétt blaðsins í dag, var nefnt að líklega yrði verkinu skipt upp í þrennt og þá gæti framkvæmdin í heild tekið 5-7 ár miðað við u.þ.b. tveggja ára verktíma á hvern hluta. Jafn líklegt er að verkinu verði skipt í tvennt og þá yrði verktíminn 3-4 ár í stað 5-7 ára. 

Lesa meira
Vatnaskemmdir við Fáskrúðsfjörð

15.1.2018 : Vatnaskemmdir á Austurlandi

Íslensk náttúra og íslenskt vetrarveður lætur ekki að sér hæða. Skemmdir urðu víða á vegum á Austurlandi í vatnsveðrinu sem þar gekk yfir um nýliðna helgi sem sjá má á yfirlitinu. Unnið er að viðgerðum svo sem kostur er. 

Lesa meira

Fréttasafn