Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar urðu snemma í morgun varir við sprungur í Suðurstrandarvegi (427) um 1,3 km vestan við
Vigdísarvallaveg. Fyrir kl. 11 á laugardag var búið er að aka alla vegi á svæðinu og fleiri sprungur sáust ekki. Vegagerðin hefur fylgst grannt með síðan þessi jarðskjálfrahrina hófst.
Flókið getur verið að vinna við umferðarmikla vegi. Því hafa
starfsmenn brúavinnuflokks Vegagerðarinnar frá Hvammstanga fengið að kynnast
undanfarna daga en þeir vinna nú að því að skipta út vegriði og vegriðsstoðum á
Hafnarfjarðarvegi, á brúm yfir Nýbílaveg.
Vegagerðin
og Sæferðir, rekstraraðili ferjunnar Baldurs, hafa komist að samkomulagi um að
bregðast við lélegu ástandi vega í Gufudalssveit og Reykhólasveit með því að
fjölga ferðum ferjunnar í tvær á dag á miðvikudögum og fimmtudögum ef þörf
krefur.
Fréttasafn