Fréttir

Freistað að bjarga lífi kríunga á Útnesvegi

24.6.2016 : Heilmála veg til bjargar kríuungum

Búið er að mála þrjá búta af Útnesvegi rétt utan við Rif á Snæfellsnesi til að freista þess að forða kríuungum frá ótímabærum dauða. Málaðir eru þrír kaflar í mismunandi litum. Talið er að kríuungarnir telji grátt malbikið sem felulit fyrir sig auk þess sem þeir sæki í hlýindin í klæðingunni. Tilraun sumarins felst í því að staðreyna þessar tilgátur.

Lesa meira
Fjárveitingar til þjónustunnar

23.6.2016 : Ófremdarástand malarvega

Það fer ekki framhjá þeim sem aka á malarvegum landsins að það skortir víða mikið á viðhald og þjónustu við þá vegi. Fjárveitingar skortir sárlega hvorttveggja til viðhalds og þjónustu svo sem heflunar. Sé tekið dæmi af norðursvæði Vegagerðarinnar þá eru fjárveitingar einungis 50% af lágmarksþörfinni. Þannig eykst vandinn með hverju ári og ekki bætir úr verulega aukinn akstur ferðamanna, líka á þeim vegum sem áður sáu fáa bíla yfir daginn, á malarvegunum.

Lesa meira

Fréttasafn