Fréttir

Hjolaslys-mynd

22.7.2016 : Sýnileiki og góð hönnun gatnamóta lykilatriði varðandi hjólreiðar

Gatnamót og tengingar eru sérstaklega varhugaverð fyrir hjólreiðafólk þar sem sýnileiki skiptir verulegu máli, segir í nýútkominni skýrslu Vegagerðarinnar um nákvæma greiningu á hjólreiðaslysum á árinu 2014. Við slys er langalgengasta skýring ökumanns bifreiðar sem olli slysi við gatnamót eða tengingu að hann sá ekki hjólandi vegfarandann. Mikilvægi góðrar hönnunar skiptir því mjög miklu máli. Lesa meira
Vinstri beygja af Hafnarvegi bönnuð

22.7.2016 : Vinstri beygja af Hafnarvegi inn á Reykjanesbraut bönnuð

Vegagerðin hefur ákveðið að banna vinstri beygju til norðurs af Hafnarvegi (44) inn á Reykjanesbraut (41).  Í dag föstudag 22. júlí hefur verið unnið við að koma upp viðeigandi umferðarmerkjum og hindrunum sem gera ökumönnum erfitt fyrir að ná þessari vinstri beygju. Umferð sem ætlar til norðurs á Reykjanesbraut af Hafnarvegi þarf því að fara um hringtorg við Fitjar og snúa þar við.

Lesa meira

Fréttasafn