Fréttir

Sprengisandur kort framkvæmdasvæði

29.10.2014 : Sprengisandsleið (26) milli Suður- og Norðurlands, drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Sprengisandsleið (26) milli Suður- og Norðurlands. Framkvæmdin felur í sér nýjan og endurbyggðan veg frá Sultartangalóni að Mýri í Bárðardal. Opið hús verður 4. og 5. nóvember þar sem framkvæmdin verður kynnt. Lesa meira
Mislæg vegamót, Reykjanesbraut og Arnarnesvegur

27.10.2014 : Mislæg vegamót leiða til færri slysa

Samkvæmt athugun á þrennum nýlegum mislægum vegamótum fækkar slysum um 46 - 67% við byggingu slíkra mannvirkja. Þótt áhrif þeirra sé mismunandi er ljóst að þau leiða til bætts umferðaröryggis með umtalsverðri fækkun slysa. Lesa meira

Fréttasafn