Fréttir

Umferðin hlutfallsleg breyting

5. ágúst 2020 : Minni umferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí dróst saman um 3,4 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan, umferðin var einnig minni en hún var í júní. Þetta er svipuð þróun og í venjubundnu ári nema sveiflan er stærri. Hugsanlega hefur áhrif nú að höfuðborgarbúar sæki í auknum mæli í frí út á land en aukning varð á umferð á Hringveginum í júlí miðað við nýliðin júnímánuð. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um tæp níu prósent.
Umferðin hlutfallsleg breyting

4. ágúst 2020 : Samdráttur í júlí en töluvert meiri umferð en í júní

Umferðin á Hringveginum í nýliðnum júlímánuði dróst saman um 3,4 prósent frá sama mánuði fyrir ári síðan. Umferðin var eigi að síður 13 prósentum meiri í júlí en hún var í nýliðnum júnímánuði. Líklega munar mestu um aukinn sumarfrísakstur landsmanna en einnig hefur ferðamönnum fjölgað og þar með umferð þeirra á vegunum. Útlit er fyrir að gríðarlegur samdráttur verði í ár og gæti hann numið 10 prósentum þegar upp er staðið.
Eyjafjarðarleið (F821) opnuð 24.07.2020

27. júlí 2020 : Fóru í gegnum 7 m háan skafl til að opna Eyjafjarðarleið (F821)

Eyjafjarðarleið (F821) á hálendinu var opnuð föstudaginn 24. júlí eða rétt fyrir helgi. Vegagerðarmenn þurftu að fara í gegnum sjö metra skafl til að opna veginn. Skafl sem fyrir leikmenn lætur lítið fyrir sér fara, a.m.k. í fjarskanum. Leiðin er ein þriggja leiða af Sprengisandsleið norðan megin. 

Fréttasafn