Fréttir

Vegavinna á Djúpvegi (60) í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi.

9. júlí 2020 : Vegbætur í Ísafjarðardjúpi - Myndband

Stór ferðahelgi er framundan. Vegaframkvæmdir eru víða í gangi og því mikilvægt að bæði vegfarendur og verktakar fari varlega og sýni tillitssemi í hvívetna. Meðal þeirra verkefna sem unnin eru þessa dagana er vegagerð á Djúpvegi í Seyðisfirði (61) í Ísafjarðardjúpi. Haukur Sigurðsson ljósmyndari fyrir vestan tók skemmtilegt myndband af framkvæmdinni og spjallaði við Gísla Eysteinsson verkstjóra.

Forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða 2020-2033.

7. júlí 2020 : Bættar samgöngur fyrir hjólandi

Vinnuhópur á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar hefur útbúið kort sem sýnir forgangsröðun uppbyggingar á stofnhjólaleiðum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin. Framkvæmdir eru þegar hafnar.

Mikil breyting verður á Vesturlandsvegi með fyrirhuguðum framkvæmdum.

6. júlí 2020 : Breikkun Vesturlandsvegar - Myndband

Fyrsti áfangi breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í vikunni. Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð á matsskýrslu vegna framkvæmdanna og telur hana uppfylla skilyrði laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum. Útbúið hefur verið nýtt myndband sem sýnir umfang framkvæmdanna.

Fréttasafn