Fréttir

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar setti ráðstefnuna.

16. september 2021 : Vel heppnuð ráðstefna um bundin slitlög

Bundin slitlög – betri vegir var yfirheiti ráðstefnu sem Vegagerðin hélt í Hörpu 14. september síðastliðinn. Ráðstefnan var vel sótt en 130 manns mættu í Hörpu og enn fleiri fylgdust með beinu streymi frá ráðstefnunni. Fjallað var um malbik og klæðingar frá mörgum sjónarhornum. Farið var yfir söguna, stöðuna í dag, hugað að umhverfisáhrifum og endurvinnslu auk þess sem erlendir fyrirlesarar vörpuðu ljósi á notkun bundinna slitlaga í sínum heimalöndum. Dagskráin var þétt og þótti gefa góða innsýn inn í málefni bundinna slitlaga. Fyrirlestrarnir voru afar áhugaverðir en glærukynningar allra fyrirlesara má finna í fréttinni. Einnig er þar upptaka af ráðstefnunni í heild.

Biskupsbeygjan heyrir nú sögunni til en nýr og beinni vegur hefur verið tekinn í notkun

15. september 2021 : Biskupsbeygjan er öll

Opnað var fyrir umferð á nýjum vegarkafla um Heiðarsporð á Holtavörðuheiði í júlí en þar með var kvödd varasöm beygja á Hringveginum sem í daglegu tali er kölluð Biskupsbeygja. Engum er söknuður að beygjunni sem var stórvarasöm og völd að ófáum slysum í gegnum árin. Fjallað er um framkvæmdina í 5. tbl. Framkvæmdafrétta.

Malbikun á Hringvegi (1) í Kömbunum sumarið 2021.

13. september 2021 : Bundin slitlög - betri vegir

Vegagerðin gengst fyrir heilsdags ráðstefnu um bundin slitlög þann 14. september 2021 í Hörpu. Fjallað verður um malbik og klæðingar frá mörgum sjónarhornum og kynnt saga bundinna slitlaga og verklag Vegagerðarinnar. Erlendir fyrirlesarar munu auk þess varpa ljósi á notkun bundinna slitalaga í sínum heimalöndum en þeir koma frá Bretlandi, Hollandi og Svíþjóð.

Fréttasafn