Fréttir

Ljósaskilti

12.12.2017 : Ljósaskilti skapa hættu í umferðinni

Í auknum mæli hafa verið sett upp ljósaskilti, LED-skilti við fjölfarnar umferðargötur á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Skiltin eru sett upp utan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar sem heimilar ekki slík skilti. Ljósaskiltin geta verið mjög áberandi og þar af leiðandi truflandi því tilgangur þeirra er að fanga athygli vegfarenda. Víða eru skiltin við hraðar umferðargötur og skapa því töluverða hættu.

Lesa meira
Brú á Grafarlæk

11.12.2017 : Brú á Grafarlæk

Þau verk sem Vegagerðin sinnir eru margskonar og af ýmsu tagi. Stór og smá. Það þarf að grafa jarðgöng en líka að sinna hinu smærra. Nú hefur annar brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar af tveimur lokið við að skipta um gólfið í brúnni yfir Grafarlæk á Stóra-Fjallsvegi (5350), sem flokkast ekki undir að vera stór brú. Lesa meira

Fréttasafn