Fréttir

Frá framkvæmdum við Miklabraut, úr skýrslunni

13.12.2017 : Miklabraut við Klambratún – ábendingar í nýrri umferðaröryggisrýni

Umferðaröryggisrýni vegna breytinga á vegkafla Miklubrautar við Klambratún liggur nú fyrir. Verkefnisstjórn Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar vinnur úr þeim ábendingum sem þar koma fram og skoðar m.a. hvort verja eigi hljóðveggi með vegriðum. Lækkun umferðarhraða er einnig til skoðunar þótt ekki sé bein ábending um það.

Lesa meira
Ljósaskilti

12.12.2017 : Ljósaskilti skapa hættu í umferðinni

Í auknum mæli hafa verið sett upp ljósaskilti, LED-skilti við fjölfarnar umferðargötur á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Skiltin eru sett upp utan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar sem heimilar ekki slík skilti. Ljósaskiltin geta verið mjög áberandi og þar af leiðandi truflandi því tilgangur þeirra er að fanga athygli vegfarenda. Víða eru skiltin við hraðar umferðargötur og skapa því töluverða hættu.

Lesa meira

Fréttasafn