Fréttir

Skriða á Siglufjarðarvegi 27. ágúst 2015

28.8.2015 : Skriður loka Siglufjarðarvegi og Strandavegi

Fjöldi aurskriða hefur lokað Siglufjarðarvegi og Strandavegi sem eru báðir ófærir. Strandavegur er einnig í sundur á nokkrum stöðum. Ausandi rigning er á báðum svæðum ennþá og reiknað með að hún haldi áfram til morguns rigningin. Ekki verður hægt að vinna  við að ryðja vegina fyrr en sjatnar í og rigningunni linnir. Staðan verður metin í fyrramálið.

Lesa meira
Dynjandisheiði vor 2015

26.8.2015 : Mikill halli á vetrarþjónustunni en um mitt ár er Vegagerðin í heild innan fjárheimilda

Nokkuð hefur verið um það rætt í fjölmiðlum undanfarið að Vegagerðin hafi farið fram úr fjárheimildum á fyrstu 6 mánuðum ársins og hafa sumir nefnt mikinn viðhaldskostnað í því sambandi. Ekki er það alls kostar rétt, þar sem aðal ástæða framúrkeyrslu Vegagerðarinnar er mikill kostnaður við vetrarþjónustu undanfarin ár.  Útgjaldaliðir eins og viðhald og nýframkvæmdir stóðu aftur á móti vel eins og stofnunin í heild. 

Lesa meira

Fréttasafn