Fréttir

Kynningarfundur  Reykhólum

28.6.2018 : Athugasemdir við skýrslu um leiðaval í Gufudalssveit

Vegagerðin telur að leið um utanverðan Þorskafjörð, leið R sem er útfærsla á leið A sé líklega dýrari kostur en reiknað er með í skýrslu Multiconsult um leiðaval í vegagerð um Gufudalssveit sem kynnt var á Reykhólum þann 27.júní. Leiðin kalli á frekari rannsóknir, endurbyggingu á Reykhólasveitarvegi, hugsanlega nýtt umhverfismat, sé lengri sem nemur  4–7 km fyrir byggðir á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum og kalli á frekari hönnun. Vegagerðin gæti ekki verið tilbúin til framkvæmda fyrr en að 1-2 árum loknum.  Skýrsla Multiconsult, sem er unnin fyrir Reykhólahrepp, nefnir leið R sem vænlegan kost, leið sem er svipuð og A veglínan sem unnið hefur verið með í mati á umhverfisáhrifum, þ.e.a.s. þverun Þorskafjarðar utarlega.

Lesa meira
Umferðin á leikdegi

20.6.2018 : Umferðin segir söguna

Reikna má með að auðvelt verði að komast leiðar sinnar á vegunum á föstudaginn milli klukkan 15 og 17 ef marka má umferðartölur frá síðasta laugardegi milli kl. 13 og 15. Fáir verða á ferli. Umferðin á meðan á leik stóð datt niður og reyndist víða minni en einn þriðji af venjubundinni umferð. Jafnvel má leiða líkum að því að stór hluti umferðarinnar sem þó var hafi verið borin uppi af ferðamönnum.

Lesa meira

Fréttasafn