Fréttir

Landeyjahöfn janúar 2015

22.1.2015 : Dýpi í Landeyjahöfn svipað og síðustu ár

Dýpi í Landeyjahöfn er svipað í vetur og verið hefur síðustu vetur. Aðeins breytilegt eftir staðsetningu en sandurinn er álíka mikill sem þyrfti að fjarlægja fyrir Herjólf. Það yrði þó tilgangslítið starf því vegna ölduhæðar í vetrarveðrum gæti Herjólfur sjaldan siglt til Landeyjahafnar auk þess sem nær ógjörningur yrði að viðhalda dýpinu við vetraraðstæður.

Lesa meira
Leið-B

21.1.2015 : Óskað eftir endurupptöku vegna Teigsskógs

Skipulagsstofnun hefur nú til meðferðar ósk Vegagerðarinnar um að Skipulagsstofnum nýti heimildir í lögum og reglum til að taka aftur upp úrskurð sinn um umhverfismat vegna vegalagningar á sunnanverðum Vestfjörðum, nánar tiltekið leið B sem er um Teigsskóg í Þorskafirði.

Lesa meira

Fréttasafn