Fréttir

Tóti og Vigdís við Dyrhólavita. Tóti hefur verið í vitaflokknum tíu sumur en Vigdís var að byrja í vor.

13. júlí 2020 : Hver einasti dagur er ævintýri

Rúmlega 80 sumarstarfsmenn starfa hjá Vegagerðinni á sumrin. Þeir sinna ólíkum störfum, allt frá vegavinnu til sérhæfðrar vinnu við hönnun, úrvinnslu eða rannsóknir. Í vitaflokki Vegagerðarinnar starfa níu sumarstarfsmenn. Þeirra á meðal eru Þórarinn Óðinsson sem hefur unnið með flokkum í tíu sumur og Vigdís Ingibjörg Ásgeirsdóttir sem er að stíga sín fyrstu skref með flokknum í sumar.

Vitaflokkurinn við Dyrhólaey 25. júní f.v. Ingvar, Þorbirna, Vigdís, Þórarinn, Róbert, Kristófer, Ísak og Sveinn Orri. Þrjá vantar á myndina, þá Ingvar Engilbertsson, Bjarka og Kristján.

13. júlí 2020 : Ekkert sumarfrí í 24 ár

Vitaflokkur Vegagerðarinnar ferðast um landið á sumrin, gerir við og dyttar að vitum. Farið er í um tuttugu vita á sumri en unnið er tólf tíma á dag, tíu daga í senn. Ingvar Hreinsson fer fyrir flokknum sem telur þrettán manns en þar af eru níu sumarstarfsmenn.

Vegavinna á Djúpvegi (60) í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi.

9. júlí 2020 : Vegbætur í Ísafjarðardjúpi - Myndband

Stór ferðahelgi er framundan. Vegaframkvæmdir eru víða í gangi og því mikilvægt að bæði vegfarendur og verktakar fari varlega og sýni tillitssemi í hvívetna. Meðal þeirra verkefna sem unnin eru þessa dagana er vegagerð á Djúpvegi í Seyðisfirði (61) í Ísafjarðardjúpi. Haukur Sigurðsson ljósmyndari fyrir vestan tók skemmtilegt myndband af framkvæmdinni og spjallaði við Gísla Eysteinsson verkstjóra.

Fréttasafn