Fréttir

Nýtt rafrænt útboðskerfi Vegagerðarinnar trendsign.is.

21. október 2019 : Nýtt rafrænt útboðskerfi Vegagerðarinnar

Frá því í ágúst sl. hafa öll útboð Vegagerðarinnar farið fram í gegnum nýtt rafrænt útboðkerfi á vefnum, TendSign. Kerfið er sænskt og er t.d. einnig notað af Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins.

Fundurinn var afar vel sóttur.

18. október 2019 : Umferðaröryggi í þéttbýli - Myndband

Vegagerðin hélt morgunverðarfund 15. október síðastliðinn. Yfirskriftin var Umferðaröryggi í þéttbýli. Fundurinn var afar vel sóttur en um áttatíu manns lögðu leið sína á Grand hótel til að hlýða á fyrirlesarana. Þeir voru Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, Margrét Silja Þorkelsdóttir deildarstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar á Akureyri, Svanhildur Jónsdóttir sviðsstjóri samgangna hjá VSÓ Ráðgjöf og Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild á Samgöngustofu.

Mynd af nýjustu dýptarmælingu í Landeyjahöfn.

15. október 2019 : Dýpkunarframkvæmdir í Landeyjahöfn samkvæmt áætlun

Haustdýpkun Landeyjahafnar hófst 16. september síðastliðinn. Björgun ehf. sér um dýpkunina og er áætlað að fjarlægja þurfi um 100.000 rúmmetra af efni úr höfninni á tímabilinu sem stendur til 15. nóvember.

Fréttasafn