Fréttir

Erla María Hauksdóttir jarðfræðingur á toppi steinefnabankans.

22. ágúst 2019 : Vel stæður banki

Steinefnabankinn var stofnaður árið 1995. Hugmyndin var búa til upplýsingagrunn um steinefni og greiða þannig fyrir frekari styrktarlags-, glitni- og burðarlagsrannsóknum ýmiskonar. Erla María Hauksdóttir bar lengi vel titilinn bankastjóri steinefnabankans en starfar nú við rannsóknir hjá Vegagerðinni.

Höfundur með Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra Vegagerðarinnar.

19. ágúst 2019 : Bók um sögu Hvalfjarðarganga

Út er komin bókin Undir kelduna, sagan um Hvalfjarðargöng 1987-2019, eftir Atla Rúnar Halldórsson blaðamann. Fjallað er um aðdraganda framkvæmda við göngin allt frá því Hreinn Haraldsson, jarðfræðingur og síðar vegamálastjóri, nefndi göng undir Hvalfjörð sem raunhæfan möguleika, í viðauka skýrslu nefndar um jarðgangaáætlun í mars 1987, þar til ríkið tók við göngunum í lok september 2918 og eignaðist svo rekstrarfélag ganganna, Spöl ehf., vorið 2019.

Vegagerðin.

16. ágúst 2019 : Leitað eftir framkvæmdastjóra nýs þjónustusviðs Vegagerðarinnar

Þegar nýtt skipurit Vegagerðarinnar var kynnt á starfsmannafundi í sumar voru stærstu tíðindin sú að til varð sérstakt Þjónustusvið þar sem áhersla er lögð á þjónustu við vegakerfið og þjónustu og upplýsingamiðlun til vegfarenda og sjófarenda. Áður var þjónusta hluti af  mannvirkjasviði.

Fréttasafn