Fréttir

Brú á Gígjukvísl 2017, leiðigarðar ofan brúar.

3. desember 2021 : Grímsvötn - jökulhlaup í Gígjukvísl

Vegagerðin hefur fylgst grannt með gangi mála við Grímsvötn undanfarið. Eins og staðan er nú er ekki talið líklegt að jökulhlaup hafi áhrif á samgöngur og loka þurfi vegi en fylgst verður vel með næstu daga. Vegagerðin á í góðu samstarfi við Veðurstofuna og jöklahóp jarðvísindastofnunar og hefur styrkt vinnu vísindamanna við rannsóknir á Grímsvötnum og hlaupum frá Skeiðarárjökli allt frá því að undirbúningur hófst að vega- og brúargerð á Skeiðarársandi enda eru forsendur fyrir vatnafari grundvallaratriði varðandi hönnunarforsendur mannvirkjagerðar.

2. desember 2021 : Rekstur almenningsvagna á Austurlandi flyst til Vegagerðarinnar um áramót

Vegagerðin mun um áramótin taka við rekstri almenningsvagna á Austurlandi af hendi SV-Aust, Strætisvagna Austurlands. Kerfi almenningsvagna á Austurlandi renna þannig inn í heildstætt kerfi á landsvísu.
Skrifað undir verksamning

29. nóvember 2021 : Skrifað undir verksamning um Lögbergsbrekku

Verkið er á Hringvegi, Fossvellir - Lögbergsbrekka. Um er að ræða tvöföldun á Hringveginum frá Fossvöllum vestur fyrir Lögbergsbrekku með hliðarvegum og undirgöngum fyrir ríðandi umferð.

Fréttasafn