Fréttir

framkvæmdafréttir 10. tbl. 2019.

18. nóvember 2019 : Framkvæmdafréttir 10. tbl. '19

Tíunda tölublað Framkvæmdafrétta er komið út. Þar er meðal annars greint frá nýrri stefnu Vegagerðarinnar, útgáfu stefnuskjals og birt nýtt skipurit.

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður 17. nóvember.

13. nóvember 2019 : Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Árleg alþjóðleg minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 17. nóvember kl. 14. Sambærilegar athafnir verða haldnar víða um land á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hliðstæð athöfn fer fram víða um heim undir merkjum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Eysteinn Dofrason, Björgun og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri skrifa undir samninginn

12. nóvember 2019 : Dýpkað í Landeyjahöfn út janúarmánuð

Vegagerðin og Björgun hf. hafa gert með sér samkomulag um dýpkun í Landeyjahöfn frá því haustdýpkun lýkur 15. nóvember og út  janúar næstkomandi. Skrifað var undir samninginn í dag 12. nóvember. Dýpkað verður flesta daga meðan fært er. Dýpkað hefur verið samkvæmt samningi vor og haust og er þetta veruleg viðbót við þá dýpkun. Með þessu vill Vegagerðin leitast við að halda höfninni opinni fram yfir áramót sé þess nokkur kostur.  

Fréttasafn