Fréttir

Einn kostur á tvöföldun Hvalfjarðarganga

17.8.2018 : Tvöföldun Hvalfjarðarganga - 5 leiðir skoðaðar

Mannvit og Vegagerðin hafa skoðað mismunandi leiðir til að tvöfalda Hvalfjarðargöng, alls fimm mismunandi leiðir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tvöföldun en öllu jafna vinnur Vegagerðin svokallaða frumdragavinnu til að skoða möguleika og kosti þannig að unnt sé að taka frekari ákvarðanir byggðar á raunverulegum kostum. Skýrsluna má finna á vef Vegagerðarinnar. Lesa meira
Fiskidagurinn mikli - fjöldi fólks

13.8.2018 : Aldrei fleiri á Fiskideginum mikla

Vegagerðin hefur fylgst með fjölda bifreiða sem aka til og frá Dalvík um Fiskidagshelgina allt frá árinu 2008. Aldrei hafa fleiri bílar farið um talningarstaðina og nú eða um 27.500 bílar og því má reikna með að um 36 þúsund manns hafi sótt Dalvík heim sem er um 3 þúsund fleiri en í fyrra og 11 þúsund fleiri en árið 2008. Lesa meira

Fréttasafn