Fréttir

Vestfjarðavegur yfirlit veglínur

28.2.2017 : Matsskýrsla fyrir Vestfjarðaveg (60) milli Bjarkalundar og Skálaness

Matsskýrsla vegna vegagerðar á sunnanverðum Vestfjörðum um Gufudalssveit hefur verið lögð fram. Um er að ræða kaflana á milli Bjarkalundar og Skálaness á Vestfjarðavegi (60). Skipulagsstofnun hefur fjórar vikur frá framlagningu skýrslunnar til að gefa álit sitt og mun gera það í síðasta lagi 27. mars næstkomandi. Að því loknu er það í hendi sveitarfélagsins að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir vegagerðinni. Lesa meira
Frá opnun tilboða 21. febrúar

21.2.2017 : Loftorka og Suðurverk með lægsta boð í mislæg vegamót á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg

Sameiginlegt tilboð Loftorku Reykjavík ehf. og Suðurverks ehf. var lægst í byggingu mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar og Krýsuvíkurvegar. Þrjú önnur tilboð bárust. Loftorka og Suðurverk buðu 918 milljónir króna í verkið sem á að vera lokið 1. nóvember í ár.

Lesa meira

Fréttasafn