Fréttir

Opnun mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar

15.12.2017 : Nýr ráðherra klippti á borða og opnaði mislæg gatnamót

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra klippti á borða til að hleypa umferð á ný mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar. Með honum klipptu þær Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir frá Hafnarfjarðarbæ. Nýr ráðherra kallaði einnig til sögunnar Jón Gunnarsson fráfarandi ráðherra. Gatnamótin leysa af hólmi hættuleg gatnamót á þessum stað og auka þannig umferðaröryggið. Lesa meira
Nýju mislægu gatnamótin, Hersir Gíslason tók myndina

15.12.2017 : Ný mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar

Nýframkvæmdin, gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, verður tekin í notkun föstudaginn 15. desember kl. 13:00 og mun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra formlega opna gatnamótin ásamt fulltrúum frá Hafnarfjarðarbæ og með aðstoð vegamálastjóra. Um Reykjanesbraut á þessum staða fara 15 þúsund bílar á dag og um 6 þúsund um Krýsuvíkurveg eða um 21 þúsund bílar daglega í allt.

Lesa meira

Fréttasafn