Fréttir

Umferðin uppsafnað

13. apríl 2021 : Umferð á Hringvegi eykst frá því fyrir ári

Umferðin á Hringvegi í mars jókst um nærri 23 prósent frá mars í fyrra en þá hafði kórónufaraldurinn dregið mjög mikið úr umferð. Frá áramótum hefur umferðin aukist um sjö prósent og frá áramótum er aukning í öllum landssvæðum utan Suðurlands þar sem umferð dregst saman. Má það væntanlega rekja til samdráttarins í ferðamennskunni.
Hringtorg á Ísafirði á mótum Pollgötu, Hafnarstrætis og Skulsfjarðarbrautar.

13. apríl 2021 : Færð og veður - beint í bílinn

Færð og veður – beint í bílinn er heiti morgunfundar Vegagerðarinnar sem verður í beinu streymi klukkan 9 miðvikudaginn 14. apríl. Þar verður kynnt hvernig upplýsingar um færð og ástand vega verða gerðar aðgengilegar alþjóðlegum leiðsöguþjónustum en Vegagerðin hefur nú hafið útgáfu þessara upplýsinga á DATEXII (Datex2) staðli Evrópusambandsins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mun taka þessa nýjung í gagnið á morgunfundinum.

Umferðin hlutfallsleg breyting

12. apríl 2021 : Umferðin í mars á höfuðborgarsvæðinu mun meiri en í fyrra

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars var miklu meiri en hún var í sama mánuði fyrir ári síðan, eða nærri 25 prósentum meiri. En hinsvegar rúmu prósenti minni en árið 2019. Heldur meiri takmarkanir voru í gangi stærstan hluta mars í fyrra en í ár. Draga má þá ályktun að Íslendingar séu farnir að aðlagast ástandinu og umferðin taki mið af því, meiri en í byrjun faraldurs en heldur minni en fyrir hann.

Fréttasafn