Fréttir

Undirritun samkomulags SSH og Vegagerðarinnar

17.4.2015 : Samstarf um samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu

Samkomulag milli SSH, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og Vegagerðarinnar um samstarf um þróun samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu var undirritað í dag föstudaginn 17. apríl. Samkomulagið snýr að þróun stofnvegakerfisins, þróun stofnleiða hjólreiða, þróun almenningssamgangna og sjálfbæra samgönguáætlun á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira
Á Sprengisandi

15.4.2015 : Umhverfismat Sprengisandsleiðar stöðvað

Vegagerðin hefur ákveðið að ekki verði lokið við mat á umhverfisáhrifum Sprengisandsleiðar að sinni. Eitt af markmiðum verkefnisins var að stilla saman legu vegar og háspennulínu einkum með tilliti til sjónrænna áhrifa. Í drögum að tillögu að matsáætlun liggur fyrir líklegasta lega vegar um Sprengisand. Ekki stendur til að taka ákvörðun um nýjan veg yfir Sprengisand í nánustu framtíð. Skipulagsstofnun sem hefur drög að tillögu til matsáætlunar til meðferðar var tilkynnt þetta óformlega fyrir nokkrum vikum. Lesa meira

Fréttasafn