Fréttir

Skrifað undir samning um smíði brúar yfir Stóru-Laxá

23. september 2021 : Skrifað undir verksamning um brú yfir Stóru-Laxá

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Karl Andreassen framkvæmdastjóri Ístaks skrifuðu undir verksamninginn um smíði brúar yfir Stóru-Laxá á Skeiða- og Hrunamannahreppi (30) í dag 23. september. Ístak mun hefja vinnu strax á mánudag og vinna við verkið í allan vetur.
Meðalhraðaeftirlit - undirritun samnings

22. september 2021 : Meðalhraðaeftirlit - nýjung á Íslandi

Samstarfsamningur um sjálfvirkt hraðaeftirlit með löggæslumyndum hefur verið undirritaður en um er að ræða svokallað meðalhraðaeftirlit. Tilgangurinn er að auka umferðaröryggi en vélarnar mæla meðahraða á ákveðnum köflum og ef sá hraði er yfir löglegum hraða er sektað. Fljótlega verður tekið upp slíkt eftirlit á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum.
Lokun frá Fagrafossi og inn að Laka.

21. september 2021 : Lokanir vegna veðurs og vatnaskemmda

Veðrið hefur valdið nokkrum usla á landinu í dag. Loka hefur þurft Hringvegi vegna veðurs, vegir hafa skemmst í vatnavöxtum og dæmi um að húsbílar og járnplötur fjúki. Að sögn Ágústs Freys Bjartmarssonar yfirverkstjóra á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Vík er best að halda sig heimavið ef hægt er.

Fréttasafn