Fréttir

Afleitt veður og snjókoma varð til þess að ekki var hægt að opna heiðina fyrr en í gærkvöldi.

14. janúar 2022 : Öxnadalsheiði opin á ný eftir mikið fannfergi

Öxnadalsheiði var opnuð á ný í gærkvöldi. Heiðin var lokuð í næstum einn og hálfan sólarhring vegna veðurs og snjóþunga. Vegfarendur gátu farið um Siglufjörð og þar hefur verið ágætis færð þrátt fyrir nokkuð hvassviðri. 

13. janúar 2022 : Umferðarljós við fjölfarin gatnamót uppfærð

Vegagerðin og Seltjarnarnesbær hafa unnið saman að framkvæmdum vegna umferðarljósa við gatnamót Nesvegar og Suðurstrandar.

Lagfæring á merki rétt við Eyjafjarðarbraut vestri.

13. janúar 2022 : Klippir, sópar og slær

Vegagerðin á fjölmörg tæki sem nýtast í hin ýmsu verkefni, enda er starfsemin bæði margvísleg og viðamikil. Norðursvæði Vegagerðarinnar fékk nýjan Unimog í sína þjónustu á síðasta ári, en það er fjölnota tæki sem nýtist meðal annars við að klippa gróður, sópa götur, moka snjó og þvo stikur.

Fréttasafn