Fréttir

Unnið er þarft starf með þrifum á götum og umferðareyjum.

22. maí 2019 : Vorverkin í borginni

Á nóttunni, meðan borgarbúar hvíla lúin bein, eru verktakar Vegagerðarinnar að störfum á stofngötum Höfuðborgarinnar. Þeir sópa og þrífa götur og smúla umferðareyjur til að fegra umhverfið, auðvelda gangandi og hjólandi að komast um og ekki síst til að minnka svifrykið sem fer svo illa í marga.

Merkt hjáleið verður um bráðabirgðatengingar af Hringvegi  yfir á Ölfusveg austan við Varmá.

21. maí 2019 : Hjáleið um kafla á Hringvegi (1) milli Hveragerðis og Selfoss frá 22. maí

Hjáleið verður á kafla á Hringvegi (1) milli Gljúfurholtsá og Varmá frá 22. maí til 15. september 2019 vegna breikkunar Hringvegar á þessum kafla á milli Hveragerðis og Selfoss. Merkt hjáleið verður um bráðabirgðatengingar af Hringvegi  yfir á Ölfusveg austan við Varmá og á móts við Friðarminni  rétt vestan við Gljúfurárholtsá. Jafnframt verður þá opnað fyrir innansveitarumferð um Ásnesveg, þótt hann sé ekki enn frágenginn með bundnu slitlagi.

Starfsmaður brúarflokks Vegagerðarinnar vinnur að því að taka niður það sem eftir stendur af gömlu brúnni. Mynd/Jón Björgvinsson

21. maí 2019 : Reisa nýja göngubrú yfir Jökulsá í Lóni

Göngubrú yfir Jökulsá í Lóni eyðilagðist í aftakaveðri um síðustu áramót. Nú er unnið að því að reisa nýja brú enda er hún mikilvæg fyrir ferða- og göngufólk sem er á ferðinni um Lónsöræfin. Áin getur verið hættuleg á sumrin þeim sem reyna að vaða hana á leið inn að Múlaskála.

Fréttasafn