Fréttir

Reykjavesviti

15. október 2021 : Saga Reykjanesvita og sjóslysa á Reykjanesi

Sögu Reykjanesvita og sjóslysa á Reykjanesi eru gerð góð skil á sýningu í vélahúsinu í Reykjanesvita. Vegagerðin lánaði muni sem tengjast vitasögu Íslands til sýningarinnar. Þar á meðal er fágætt Íslandskort með öllum vitum á landinu. Að sýningunni standa Hollvinasamtök um Reykjanesvita og nágrennis og Byggðasafn Reykjanesbæjar.

Rannsóknaráðstefnan er 20 ára í ár.

13. október 2021 : Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2021

Árleg Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í 20. sinn föstudaginn 29. október næstkomandi og fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut. Ráðstefnan hefur skapað sér sérstöðu í ráðstefnuhaldi hér á landi því fáar ráðstefnur bjóða upp á jafn fjölbreytileg umfjöllunarefni. Ætíð kennir margra grasa á ráðstefnunni enda tekin fyrir  15-20 rannsóknarverkefni hverju sinni. Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar hefur legið í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki endilega er einblínt á hefðbundna vegagerð. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Breiðafjarðarferjan Baldur

7. október 2021 : ​Framtíð ferjusiglinga á Breiðafirði

Vegagerðin hefur lagt mat á möguleikana varðandi ferjusiglingar á Breiðafirði næstu misseri. Niðurstaðan er sú að hagkvæmast er að uppfylla núverandi samning og nota gildistíma hans til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki eru forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði. 

Fréttasafn