Fréttir

Klofningsviti er á skerinu Klofningi vestan við Flatey á Breiðafirði. Hann var byggður árið 1926. Aðeins er hægt að komast að honum sjóleiðina.

17. september 2021 : Kynnist landinu í gegnum vitana

Franska listakonan Mathilde Morant hefur málað vatnslitamyndir af nær öllum vitum landsins. Hún fékk lista yfir vitana hjá Vegagerðinni áður en hún dró fram pensilinn og hófst handa við verkefnið.

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar setti ráðstefnuna.

16. september 2021 : Vel heppnuð ráðstefna um bundin slitlög

Bundin slitlög – betri vegir var yfirheiti ráðstefnu sem Vegagerðin hélt í Hörpu 14. september síðastliðinn. Ráðstefnan var vel sótt en 130 manns mættu í Hörpu og enn fleiri fylgdust með beinu streymi frá ráðstefnunni. Fjallað var um malbik og klæðingar frá mörgum sjónarhornum. Farið var yfir söguna, stöðuna í dag, hugað að umhverfisáhrifum og endurvinnslu auk þess sem erlendir fyrirlesarar vörpuðu ljósi á notkun bundinna slitlaga í sínum heimalöndum. Dagskráin var þétt og þótti gefa góða innsýn inn í málefni bundinna slitlaga. Fyrirlestrarnir voru afar áhugaverðir en glærukynningar allra fyrirlesara má finna í fréttinni. Einnig er þar upptaka af ráðstefnunni í heild.

Biskupsbeygjan heyrir nú sögunni til en nýr og beinni vegur hefur verið tekinn í notkun

15. september 2021 : Biskupsbeygjan er öll

Opnað var fyrir umferð á nýjum vegarkafla um Heiðarsporð á Holtavörðuheiði í júlí en þar með var kvödd varasöm beygja á Hringveginum sem í daglegu tali er kölluð Biskupsbeygja. Engum er söknuður að beygjunni sem var stórvarasöm og völd að ófáum slysum í gegnum árin. Fjallað er um framkvæmdina í 5. tbl. Framkvæmdafrétta.

Fréttasafn