Fréttir

Hola á hringvegi

21. febrúar 2019 : Hætta á holumyndunum í þessu tíðarfari

Nú er hvoru tveggja sá árstími og það tíðarfar sem eykur hættuna á holumyndunum á þjóðvegum. Þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar eru eykst hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Vegfarendur er því beðnir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum.

Morgunverðarfundur um umferðaröryggi

19. febrúar 2019 : Minni hraði, meira öryggi og kýr við Dettifoss

Mörg álitamál varðandi umferðaröryggi voru rædd á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar um umferðaröryggi á þjóðvegum. Það er kallað á umbætur og úrbætur í vegagerð á mörgum sviðum en á fundinum voru flutt erindi fulltrúa Vegagerðarinnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og flutingasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Eitt álitaefni er hraðinn á þjóðvegunum, annað hinn mikli fjöldi ferðamanna á vegunum, og þriðja vegir sem illa ráða við mikla umferða þungra ökutækja.
Nýr Herjólfur

14. febrúar 2019 : Dýpkun Landeyjahafnar reynd í febrúar

Verði aðstæður þannig að unnt sé að dýpka Landeyjahöfn nú í febrúar verður það gert. Það gæti orðið síðar í mánuðinum. Samkomulag hefur verið gert við Björgun um þá dýpkun.

Fréttasafn