Fréttir

Umferðin eftir mánuðum

2.12.2016 : Ekki áður sést meiri aukning í umferðinni á Hringvegi á einu ári

Umferðin á Hringveginun jókst um ríflega 11  prósent í nýliðnum nóvember og er gríðarleg aukning sem ekki hefur sést síðan árið 2007 í þessum mánuði. Útlit er nú fyrir að umferðin á Hringveginum í ár aukist um nærri 13 prósent sem yrði þá mesta aukning á einu ári síðan þessar mælingar hófust árið 2005. Aukning umferðar á Hringveginu er töluvert meiri en á höfuðborgarsvæðinu, sjá eldri frétt. Lesa meira
Umferðin eftir mánuðum

1.12.2016 : Mikil umferð í nóvember á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst mjög mikið í nóvember eða um tæp níu prósent og hefur ekki aukist meira síðan 2007. Nú stefnir í að umferðin í ár á svæðinu aukist um nærri 7 prósent sem er mikil aukning. Athygli vekur að frá árinu 2007 eykst umferðin gríðarlega um mælisniðin á Reykjanesbraut og Vesturlandsvegi en nánast ekki neitt um Hafnarfjarðarveg. Lesa meira

Fréttasafn