Fréttir

Ölfusárbrú

20.8.2018 : Vel unnin verk í sumar

Líkt og vegfarendur margir hafa tekið eftir þá hefur mikið verið að gera í viðhaldi vega í sumar. Það hefur þurft að loka vegum og fólk hefur tafist um stund vegna stórra sem smárra verka. Þessi verk eru nauðsynleg en í sumar hefur verið unnið fyrir meira fé en mörg undanfarin ár. Síðan hefur rigningatíð fyrri hluta sumars leitt til þess að enn meira hefur verið umleikis nú síðsumars. Nefna má tvö stórverkefni sem er malbikun á Hellisheiði og lagning ný slitlags á Ölfusárbrú.

Lesa meira
Einn kostur á tvöföldun Hvalfjarðarganga

17.8.2018 : Tvöföldun Hvalfjarðarganga - 5 leiðir skoðaðar

Mannvit og Vegagerðin hafa skoðað mismunandi leiðir til að tvöfalda Hvalfjarðargöng, alls fimm mismunandi leiðir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tvöföldun en öllu jafna vinnur Vegagerðin svokallaða frumdragavinnu til að skoða möguleika og kosti þannig að unnt sé að taka frekari ákvarðanir byggðar á raunverulegum kostum. Skýrsluna má finna á vef Vegagerðarinnar. Lesa meira

Fréttasafn