Fréttir

Umferðin með spá út árið

3.9.2018 : Dregur úr aukningu umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum ágúst mánuði jókst um 2,4 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Þetta er nokkuð undir meðaltalinu í ágústmánuði frá því þessar mælingar hófust árið 2005. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 2,9 prósent sem er miklu minni aukning er í fyrra. Lesa meira
Umferðin uppsafnað

3.9.2018 : Umferðin á Hringvegi í ágúst jókst um tæp 4%

Umferðin í nýliðnum ágúst mánuði jókst um 3,8 prósent og nú er útlit fyrir að umferðin í ár aukist um svipað í heild eða um tæp fjögur prósent. Sem er svipað og meðaltalsaukningin á hverju heilu ári frá árinu 2005 en langt frá aukningunni í fyrra. En allt árið 2017 jókst umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum um 10.6 prósent. Þannig að útlit er fyrir að verulega dragi úr umferðaraukningunni í ár.

Lesa meira

Fréttasafn