Fréttir

Stálið var sums staðar fimm til sex metra hátt.

3. apríl 2020 : Snjóstálið rutt í Bólstaðahlíðarbrekku

Vegagerðin og verktakar á hennar vegum unnu að því að ryðja burtu háu snjóstáli í Bólstaðahlíðarbrekku í vikunni til að minnka hættu á ófærð en ekki síður tjóni fyrir vegfarendur. Víglundur Rúnar Pétursson yfirverkstjóri á þjónustustöð Vegagerðarinnar á Sauðárkróki segir óvenju mikinn snjó hafa safnast í vetur.

Umferðin uppsafnað

2. apríl 2020 : Meira en 50% samdráttur umferðar um Mýrdalssand

Umferðin á Hringveginum í mars dróst gríðarlega mikið saman frá sama mánuði í fyrra eða um 24,4 prósent. Mestur varð samdrátturinn á Mýrdalssandi en þar dróst hún saman um heil 52,3 prósent. Þar hafði straumur ferðamanna verið hvað mestur og aukingin árin á undan líka gríðarmikil. Þetta eru augljós áhrif Covid-19 og hruns í ferðamennskunni.
Umferðin hlutfallsleg breyting

1. apríl 2020 : Samdrátturinn í umferðinni aldrei meiri

Umferðin í mars á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 21 prósent og aldrei hafa viðlíka samdráttartölur sést. Eftir efnahagshrunið 2008 dróst umferðin mest saman um 3,5 prósent á milli mánaða í mars og mesti mældi samdráttur milli mánaða hingað til nemur 9,1 prósenti í apríl 2009. 35 þúsund færri ökutæki fóru um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttasafn