Fréttir

Nýr Herjólfur

14. febrúar 2019 : Dýpkun Landeyjahafnar reynd í febrúar

Verði aðstæður þannig að unnt sé að dýpka Landeyjahöfn nú í febrúar verður það gert. Það gæti orðið síðar í mánuðinum. Samkomulag hefur verið gert við Björgun um þá dýpkun.
Ný heimasíða

14. febrúar 2019 : Vegagerðin nýtir Twitter til upplýsingagjafar

Vegagerðin hefur tekið Twitter í þjónustu sína til að bæta upplýsingagjöfina um færð og aðstæður. Eftir sem áður munu allar sömu upplýsingar birtast á heimasíðu Vegagerðarinnar og birtast á Twitter þótt starfsmenn tísti nú til að koma upplýsingunum frá sér. Hvorki færðarkort Vegagerðarinnar né app breytast nema að litlu leyti.

Á Kjalarnesi

13. febrúar 2019 : Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar: Umferðaröryggi á þjóðvegum

Vegagerðin heldur þann 19. febrúar nk. morgunverðarfund um umferðaröryggi á þjóðvegum landsins. Fjallað verður um þetta mikilvæga málefni af starfsmönnum Vegagerðarinnar og fulltrúum frá ferðaþjónustunni og flutningsaðilum. Allir velkomnir.

Fréttasafn