Fréttir

Frá undirskrift samnings: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Radoslaw Pallach, Romuald Teperski og Hreinn Haraldson

17.1.2017 : Skrifað undir samning um smíði nýs Herjólfs

Vegamálastjóri og fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. skrifuðu undir samning um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju í dag. Nýja ferjan verður afhent sumarið 2018. Samið var við pólsku skipasmíðastöðina Crist S.A. í Gdynia að loknu útboði sem Ríkiskaup önnuðust. Að teknu tilliti til allra þátta reyndist tilboð þeirra hagstæðast eftir að norsk skipasmíðastöð féll frá sínu tilboði. Nýja ferjan mun rista mun grynnra en gamli Herjólfur og þannig geta siglt mun oftar í Landeyjahöfn.

Lesa meira
Umferðin utan Hringvegar

5.1.2017 : Umferð eykst utan Hringvegar

Umferðin á stöðum utan Hringvegar eykst mikið. Aukningin um Snæfellsnes, Vestfirði og Austfirði er um 19-37 prósent í desember. Á árinu 2016 jókst umferðin um 18-28 prósent á þessum svæðum. Frá því mælingar sem þessar hófust 2005 hefur umferð mest aukist um Vestfirði eða um 120 prósent.  Lesa meira

Fréttasafn