Fréttir

Drög að matsáætlun vegna Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar

5.7.2017 : Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur (63) - drög að matsáætlun kynnt

Vegagerðin kynnir drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Markmið framkvæmdarinnar er að opna heilsárshringveg um Vestfirði með því að bæta samgöngur um Vestfjarðaveg (60) milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða og um Bíldudalsveg (63) milli Bíldudals og Vestfjarðavegar. 

Lesa meira
Umferðin uppsafnað

4.7.2017 : Gríðarleg aukning á höfuðborgarsvæðinu í umferðinni

Umferðin í júní á höfuðborgarsvæðinu jókst um 10,5 prósent sem er gríðarlega mikil aukning og nú fóru um 169 þúsund ökutæki um svæðið á hverjum sólarhring í mánuðinum. Þau hafa ekki áður verið fleiri. Mest varð aukningin á mælisviði á Reykjanesbraut og verður að telja líklegt að þar sé um ræða áhrif frá opnun Costco. Búast má við að umferðin í ár aukist um nærri átta prósent.

Lesa meira

Fréttasafn