Fréttir

Hugmynd að brú yfir Fossvog

6. ágúst 2020 : Mat metið huglægt

Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar frá 24. janúar um val á þátttakendum í forvali um „Brú yfir Fossvog – hönnunarsamkeppni“. Úrskurðarnefndin lýsir því hvernig þrír þættir sem skyldu gefa stig til að velja þátttakendur hafi verið skipt í undirflokka sem gáfu einnig stig til að meta þáttakendur. Metur nefndin það svo að forsendur þær sem ráða áttu þessari stigagjöf undirflokka hafi verið verulega almennar og matskenndar og að stuðst hafi verið við valforsendur sem ekki hafi verið upplýst um í forvalsgögnum. Ákvörðunin um valið er því felld úr gildi.

Umferðin hlutfallsleg breyting

5. ágúst 2020 : Minni umferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí dróst saman um 3,4 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan, umferðin var einnig minni en hún var í júní. Þetta er svipuð þróun og í venjubundnu ári nema sveiflan er stærri. Hugsanlega hefur áhrif nú að höfuðborgarbúar sæki í auknum mæli í frí út á land en aukning varð á umferð á Hringveginum í júlí miðað við nýliðin júnímánuð. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um tæp níu prósent.
Umferðin hlutfallsleg breyting

4. ágúst 2020 : Samdráttur í júlí en töluvert meiri umferð en í júní

Umferðin á Hringveginum í nýliðnum júlímánuði dróst saman um 3,4 prósent frá sama mánuði fyrir ári síðan. Umferðin var eigi að síður 13 prósentum meiri í júlí en hún var í nýliðnum júnímánuði. Líklega munar mestu um aukinn sumarfrísakstur landsmanna en einnig hefur ferðamönnum fjölgað og þar með umferð þeirra á vegunum. Útlit er fyrir að gríðarlegur samdráttur verði í ár og gæti hann numið 10 prósentum þegar upp er staðið.

Fréttasafn