Fréttir

Vestfjarðavegur yfirlit veglínur

28.3.2017 : Vestfjarðavegur: Sótt verður um framkvæmdaleyfi eftir rýni á áliti Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun hefur nú lagt fram álit sitt um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar (60) á milli Bjarkalundar og Skálaness á sunnanverðum Vestfjörðum. Vegagerðin mun nú rýna álit Skipulagsstofnunar og taka saman rök og skýringar við ýmsum ábendingum og álitaefnum sem fram koma í álitinu, og reiknar síðan með að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar samkvæmt leið Þ-H til sveitarstjórnar Reykhólahrepps.

Lesa meira
Undirskrift samninga Andrés Sigurðsson Loftorku, Óskar  Örn Jónsson Vegagerðinni og Dofri Eysteinsson Suðurverki

21.3.2017 : Skrifað undir samning um byggingu gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar

Fulltrúar Loftorku, Suðurverks og Vegagerðarinnar skrifuðu undir verksamning um gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í dag 21. mars. Framkvæmdir hefjast strax enda á verkið að vinnast á skömmum tíma og vera lokið 1. nóvember næstkomandi. Í reynda eru verktakar þegar byrjaðir og hafa komið nú þegar upp vinnubúðum á svæðinu. Lesa meira

Fréttasafn