Fréttir

Á Hjallahálsi

12.12.2018 : Óbreytt að Vegagerðin leggur til að Þ-H leiðin verði farin

Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði. Þ-H leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni, styttingu leiðar og er hagkvæmari. Valkostaskýrsla frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu.

Lesa meira
Óskar Örn Jónsson og Sigurður Ragnarsson

11.12.2018 : Suðurlandsvegur - skrifað undir samning

Vegagerðin og Íslenskir aðalverktakar hf. skrifuðu í dag undir samning um gerð fyrsta áfanga við breikkun Hringvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. ÍAV hf. átti lægsta tilboðið í verkið og hljóðaði það upp á 1.361 milljón króna. Verkinu skal lokið næsta haust eða 15. september. Lesa meira

Fréttasafn