Fréttir

Umferðin hlutfallsleg breyting

4. desember 2020 : Áfram gríðarsamdráttur í umferð á Hringvegi

Umferðin í nóvember á Hringveginu reyndist 21,5 prósentum minni en í nóvember í fyrra. Þetta sami hlutfallslegi samdráttur og í október. Umferð á Norðurlandi er um 40 prósentum minni en fyrir ári síðan. Það stefnir í gríðarlegan samdrátt í ár og gæti hann orðið 14-15 prósent, sem eru tölur sem ekki hafa áður sést og munar miklu.
Umferðin hlutfallsleg breyting

1. desember 2020 : Tuttugu prósentum minni umferð í nóvember á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin í nóvember á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 20 prósent rétt einsog í október. Þetta er gríðarlegur samdráttur sem rekja má til hertra sóttvarnarreglna. Útlit er fyrir svipaðan samdrátt í desember sem leiddi til þess að umferðin í ár á svæðinu dregst saman um 11 prósent sem er fimm sinnum meiri samdráttur en áður hefur mælst á þennan hátt.
Krýsvíkur - Hvassahraun yfirlitsmynd

1. desember 2020 : Tvöföldun Reykjanesbrautar (41). Tillaga að matsáætlun Krýsuvíkurvegur - Hvassahraun.

Vegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun drög að matsáætlun fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar (41) á milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Skipulagsstofnun hefur nú matsáætlunina í umsagnar- og ákvörðunarferli.

Fréttasafn