Fréttir

Bílar Vegagerðarinnar verða merktir á nýjan máta. Mynd/Baldur Kristjánsson

21. febrúar 2020 : Sjór og ófæra í eldra merki

Nokkur umræða hefur átt sér stað um nýtt merki Vegagerðarinnar. Höfundar eldra merkis Vegagerðarinnar benda á að þeirra hugsun hafi verið að í merkinu væri bæði ófæra og þess vegna sjór auk vegar. Flestir sem hafa tjáð sig um nýja merkið eru nokkuð jákvæðir fyrir þessari breytingu, enda var ætlunin að hanna nýtt merki á gömlun grunni þannig að þrátt fyrir nýja útgáfu léki enginn vafi á að um væri að ræða Vegagerðina. 
Breikkun Vesturlandsvegar framkvæmdasvæði

21. febrúar 2020 : Breikkun Vesturlandsvegar (1 f5-f7) - frummatsskýrsla

Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á 9 km kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Kynningartími er frá 24. febrúar til 7. apríl 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 7. apríl 2020 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Höfnin í Þorlákshöfn.

20. febrúar 2020 : Mikil gróska í rannsóknum hafnadeildar

Nokkur endurnýjun og uppbygging hefur átt sér stað í hafnadeild Vegagerðarinnar að undanförnu. Aukin áhersla er nú lögð á rannsóknir innan deildarinnar og eru fjölmörg verkefni í pípunum.

Fréttasafn