Fréttir

Endastafn í Arnarfirði

24.9.2018 : Gangagreftri lokið Arnarfjarðarmegin!

Gríðarlega vel hefur gengið að grafa Dýrafjarðargöng. Nú eru verktakarnir Metrostav a.s. og Suðurverk hf. búnir að sprengja Arnarfjarðarmegin og munu gangamenn nú færa sig yfir í Dýrafjörð og klára verkið þaðan. Búið er að sprengja 69 prósent ganganna eða nánast alveg upp á hábunguna, alls 3658 metra. Hábungan liggur nær Dýrafirði en að öllu jöfnu grafa menn upp fyrir sig. 

Lesa meira
Umferðin með spá út árið

3.9.2018 : Dregur úr aukningu umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum ágúst mánuði jókst um 2,4 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Þetta er nokkuð undir meðaltalinu í ágústmánuði frá því þessar mælingar hófust árið 2005. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 2,9 prósent sem er miklu minni aukning er í fyrra. Lesa meira

Fréttasafn