Öryggisstefna Vegagerðarinnar

Stefnan byggir á hlutverki, gildum og meginmarkmiðum Vegagerðarinnar.

Gildi Vegagerðarinnar eru:  Fagmennska – Öryggi – Framsýni - Þjónusta

Vegagerðin einsetur sér að vera framsýn í öryggismálum og mun vinna af fagmennsku og öryggi samkvæmt eftirfarandi öryggisstefnu. Vegagerðin hefur einnig sett sér stefnu í umferðaröryggismálum.

Markmið öryggisstefnu er að:

  • Stuðla að góðri heilsu starfsmanna, öruggu starfsumhverfi og góðum starfsskilyrðum.

  •  Hindra að slys og óhöpp eigi sér stað í starfsemi Vegagerðarinnar.

  • Tryggja faglega stjórnun öryggis-, heilsu- og vinnuumhverfismála.

  • Starfsmenn  Vegagerðarinnar séu til fyrirmyndar  í umferðinni.

  • Starfsmenn Vegagerðarinnar nýti sér ávallt viðeigandi öryggisbúnað við störf sín.  

  •  Vegagerðin takmarki eins og unnt er notkun efna sem eru hættuleg heilsu starfsmanna.
     
  • Öryggi í upplýsingatækni Vegagerðarinnar sé til fyrirmyndar. 

Útgáfudagur á vef 11.09.2019