Almenn verkefni 2021

Hér er birtur listi yfir þau almennu verkefni sem fengu fjárveitingar á árinu 2021.
Skýrslur vegna verkefnanna eru birtar undir vefflokknum Rannsóknarskýrslur
(Flokkun verkefna er ákveðin af umsækjendum)

 

Mannvirki

Áhrif loftslagsbreytinga á eiginleika meðal- og há- rennsli íslenskra vatnasviða.

Ástandsmat íslenskra jarðganga með gögnum veggreinis

Ástandsskoðun sprautusteypu í jarðgöngum með tilliti til þykktar og væntanlegs líftíma

Basalttrefjar til styrkinga í sprautusteypu

Betri kostnaðaráætlanir í Vegagerð

Endurskoðun EC7, jarðtæknihönnun

Greining á innri gerð malbiksslitlaga með X-ray tomography – seinni áfangi

Handbók fyrir framkvæmdaeftirlit hjá Vegagerðinni

Legulausar brýr – bætt viðhald og sjálfbærni í brúarhönnun

Leiðbeiningar við notkun valtara með þjöppumæli og staðsetningarbúnað, í vegagerð, framhaldsverkefni

Notkun CPT mælinga til þess að áætla sig í lausum jarðlögum

Nýting malbikskurls í burðarlag vega

Óbundin efni í vegagerð – efnisgæði og efniskröfur

Roadex, samvinnuvettvangur vegagerða í Norður Evrópu

Slitlög

Slitþolið hástyrkleikasteypt 50 mm lag á brýr – þróun og blöndun - framhald

Sprungumyndun í grjóti í brimvörn - Námurannsókn

Stauraundirstöður fyrir brýr

Steinefnaprófanir á tveimur steypuefnasýnum

Stífni- og sveiflueiginleikar jarðvegs með tilliti til mannvirkjagerðar

Sveigjanleg og aðlögunarhæf skipulagsgerð fyrir hafnir

Tæring á hægryðgandi stáli við íslenskar aðstæður

Úrvinnsla mæligagna og burðarþolsgreining á brú yfir Steinavötn í Suðursveit

Þróun á endafrágangi brúarmannvirkja til að lágmarka viðhald vega við brúarenda

 

Umferð

Endurkastsmælingar á yfirborðsmerkingum

Mælingar á færslu óstöðugra fláa í rauntíma og langtíma - Siglufjarðarvegur

NORDUST II

Rafskútur og umferðaröryggi

Samspil ríðandi umferðar og annarra vegfarenda á stígakerfi höfuðborgarsvæðisins

Vinstribeygjur - Slysagreining á mismunandi útfærslum varinna vinstribeygjufasa á ljósastýrðum gatnamótum höfuðborgarsvæðisins.

 

Umhverfi

Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi;

Botna: Botnlandslag og þykkt jökla reiknað út frá fjölþættum mæligögnum og eðlisfræðilegum skorðum með marglaga reiknialgrími

Brýr í hringrásarhagkerfi

Gátlisti fyrir aukna sjálfbærni í Vegagerð á Íslandi

Grímsvötn: vatnsgeymir, jökulhlaup, upphaf og rennsli

Hvernig má nýta VegLCA í hönnun og gerð íslenskra samgöngumannvirkja?

Kolefnisbinding í mómýrum undir áhrifum eldvirkni

Kortlagning á jarðfræði og jarðvá hafsbotnsins á strandsvæðum í völdum fjörðum á Austur- og Vesturlandi

Landmótun fornra ísstrauma á Norðausturlandi

Magn ryks á yfirborði vega

Manngerð fálkahreiður

Mat á hönnunarflóði á ómældum vatnasviðum með notkun afrennslisgagna úr endurgreiningu á veðurspálíkaninu Harmonie

Notkun fjarkönnunargagna til að ákvarða þröskulda fyrir skriðuhættu á Íslandi

Næmi veðurgilda CNOSSOS-EU – Við íslenskrar aðstæður

Samsetning og uppruni svifryks á Akureyri

Umferðartengd svifryksmengun í Reykjavik, Íslandi. Greining og dreifing á umferðartengdu örplasti.

Útfærsla á staðli um endurvinnslu malbiks ÍST EN 13108-8:2016 og heildarmagn malbiksúrgangs á Íslandi

Vegveðurspáyfirlit fyrir vetrarþjónustu Vegagerðarinnar

 

Samfélag

Efla vöxt deilibíla á Íslandi með fjárhagslegum stuðningi

Grænar raforkulausnir fyrir vita byggðar á efnarafölum

Hjóla- og göngustígakerfi í dreifbýli á Suðurlandi.

Kortlagning hávaða með CNOSSOS-EU. Framhaldsverkefni.

Samspil þéttleika byggðar og umferðarsköpunar í skipulagi

Samþætting ferða: Almenningssamgöngur og deilirafskútur

Vilji til breytinga á vali á ferðamáta frá einkabíl yfir í almenningssamgöngur