Fréttir

Loftorka og Suðurverk með lægsta boð í mislæg vegamót á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg - 21.2.2017

  • Frá opnun tilboða 21. febrúar

Sameiginlegt tilboð Loftorku Reykjavík ehf. og Suðurverks ehf. var lægst í byggingu mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar og Krýsuvíkurvegar. Þrjú önnur tilboð bárust. Loftorka og Suðurverk buðu 918 milljónir króna í verkið sem á að vera lokið 1. nóvember í ár.

Lesa meira

Hringtorg til að draga úr hraða og auka umferðaröryggi á Þingvallavegi - 16.2.2017

  • Mosfellsdalur deiliskipulag

Meginmarkmið með gerð deiliskipulags Þingvallavegar í Mosfellsdal er að ákveða umferðarmannvirki og umhverfi til framtíðar þannig að stuðlað sé að auknu öryggi í umferðinni og betri sambúð byggðar og vegar. Sérstaklega er hugað að öruggum gönguleiðum fyrir börn á leið í og úr skóla og ráðstöfunum til að draga úr hraðakstri. Áhersla hefur verið lögð á samráð við íbúa í Mosfellsdal.

Lesa meira

Forsetabjörgun og tækjasýning við Reykjavíkurhöfn - 10.2.2017

  • 112dagurinn

112-dagurinn er haldinn um allt land laugardaginn 11. febrúar. 112 og viðbragðsaðilar bjóða almenningi að skoða græjurnar og hitta 112-fólkið á Hörputorgi og við Reykjavíkurhöfn 11. febrúar. Forseta Íslands verður bjargað úr Reykjavíkurhöfn og skyndihjálparmaður Rauða krossins verður útnefndur.

Lesa meira

Þrjú lokaverkefni erlendra meistaranema unnin á Íslandi - 9.2.2017

  • Sænskir verkfræðinemar

Á sviði hafnar- og strandverkfræði leggur Vegagerðin áherslu á að vera vel tengd við erlent tækniumhverfi. Á síðastliðnu ári voru unnin þrjú lokaverkefni á meistarastigi í verkfræði við þrjá erlenda tækniháskóla þar sem unnið var með verkefni sem eru á borðum siglingasviðs Vegagerðarinnar.  Ávinningurinn af þessu samstarfi er að verkefnin eru unnin undir handleiðslu þekktra prófessora og fagmanna hvert á sínu sviði, þar sem beitt er nýjustu og bestu aðferðum við að skoða þau vandamál sem tekist er á við.

Lesa meira