Fréttir

Hornafjarðarfljót: Samningar við landeigendur - 17.5.2017

  • Erna Hreinsdóttir, Reynir Karlsson, Haraldur Antonsson, Lambleiksstaðir
Í vikunni voru fyrstu samningarnir við landeigendur vegna nýs Hringvegar í Hornafirði undirritaðir en í ár verða settar 200 milljónir króna í framkvæmdina. Framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út. Við þessa framkvæmd fækkar einbreiðum brúm á Hringveginum um þrjár. Lesa meira

Styrkur til að vinna viðvörunarkerfi í sunnlenskum fjörum - 17.5.2017

  • Suðurströndin við Reynisfjöru kort
Vegagerðin og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hafa skrifað undir samning vegna styrks sem Vegagerðin hlaut til að setja upp ölduspár og viðvörunarkerfi á ferðamannafjörum á Suðurlandi 2017. Um er að ræða m.a. Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Vegagerðin mun nýta kerfið Veður og sjólag til þess arna. Lesa meira

Fyrirlestrar um bermugarða - 15.5.2017

  • Fyrirlestur um bermugarða

Fyrirlestrar um brimvarnargarða voru haldnir hjá Vegagerðinni í apríl síðastliðnum um svo kallað bermugarða, hvorttveggja erlenda og íslenska gerð þeirra. Nú eru glærurnar frá fyrirlestrunum komnar á vefinn, sjá hér í fréttinni.

Lesa meira

Annað "Græna skrefið" í húsi - 8.5.2017

  • Vegagerðin fær annað Græna skrefið

Miðstöð Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu hlaut í dag mánudaginn 8. maí viðurkenningu Grænna skrefa í ríkisrekstri frá Umhverfisstofnun. Vegagerðin er meðal fyrstu ríkisstofnana til að laga starfsemi sína að Grænum skrefum í ríkisrekstri.

Græn skref eru leið fyrir opinberar stofnanir til að vinna markvisst að umhverfismálum með skýrum aðgerðum og fá viðurkenningu eftir hvert skref.

Lesa meira