Fréttir

Vegmerkingar Vegagerðarinnar – nýtt myndband - 12.7.2019

  • Yfirborðsmerkingar.

Vegagerðin hefur gefið út stutt myndband um yfirborðsmerkingar vega. Vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát þegar tekið er fram úr málningabílum og fylgdarbílum þeirra.  Nauðsynlegt er að taka framúr báðum bifreiðum í einu.

Lesa meira

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar - 12.7.2019

  • Kjalarnes

Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Að mati Vegagerðarinnar er ákvörðunin ekki í samræmi við fyrri fordæmi og túlkun laga um mat á umhverfisáhrifum hvað snertir matsskyldu framkvæmda þegar verið er að breikka veg úr tveggja akreina vegi í 2+1 veg.

Lesa meira

Allir vilja fallegt bros - 11.7.2019

  • Hraðamyndavél við Suðurlandsveg, hjáleið á Ölfusveg

ÍAV hefur sett upp hraðamyndavélar í formi broskarla við hjáleið þar sem unnið er að breikkun Suðurlandsvegar. Strax hefur dregið úr hraða. Áætlað er að framkvæmdum ljúki um miðjan október.

Lesa meira

Breyting á framkvæmdaáætlun í Landeyjahöfn - 11.7.2019

  • Herjólfur IV siglir í Landeyjahöfn í fyrsta sinn.
Vegagerðin hefur ákveðið að fresta breytingu á hafnarmynni Landeyjahafnar til næsta sumars. Til stóð að útbúa plön fyrir dælukrana á endum hafnargarðanna  á grjótfylltum stáltunnum. Hefja átti dælingu síðla árs 2020 með nýjum dælubúnaði, sem keyptur hefur verið til landsins og er áfram miðað við að svo geti orðið. Dælubúnaðurinn verður prófaður í haust og vetur á öðrum stað en í hafnarmynninu. Lesa meira