Fréttir

Vegur um Teigsskóg í mat á umhverfisáhrifum - 27.5.2015

  • Vestfjarðarvegur (60)

Vegagerðin hefur á undanförnum árum unnið að umhverfismati fyrir Vestfjarðaveg (60) um Reykhólahrepp sem er síðasti hluti vegarins um sunnanverða Vestfirði. Einn af þeim kostum sem hafa verið til skoðunar er veglína sem liggur um Teigsskóg, en henni var hafnað í umhverfismati 2006. Vegagerðin óskaði eftir því við Skipulagsstofnun í lok síðasta árs  að sú ákvörðun yrði tekin til endurskoðunar þar eð hönnuð hefði verið ný veglína um þennan kafla með mun minni umhverfisáhrifum en sú fyrri. Skipulagsstofnun hefur nú fallist á að verða við beiðni um endurupptöku á fyrri úrskurði og heimilað að leiðin um Teigsskóg verði tekin með í nýju umhverfismati Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp ásamt fleiri valkostum.

Lesa meira

Aukið fé í vegagerð í ár - 26.5.2015

  • Vegprestur á Dettifossvegi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, þriðjudag 26. maí, aukafjárveitingu til vegamála upp á 1.800 milljónir króna. Af þeim fara um 1.300 milljónir króna í ferðamannavegi og hálfur milljarður króna í viðhald vega á höfuðborgarsvæðinu og á Hringveginum samkvæmt mati Vegagerðarinnar.

Lesa meira

Heldur minni snjór í Mjóafirði - 22.5.2015

  • Mokað í Mjóafjörð vorið 2015
Það tók ekki nema um 20 klukkutíma að opna veginn í Mjóafjörð þetta vorið miðað við ríflega 40 tíma í fyrra. Heldur er minni snjór á svæðinu en oft áður en nóg samt likt og sjá má á myndunum sem fylgja. Lesa meira

Norrænu brúarverðlaunin 2016 - 19.5.2015

  • Brúarverðlaun NVF 2008 - Einar Hafliðason tekur við verðlaununum fyrir Þjórsárbrú í Helsinki

Norrænu brúarverðlaunin eru veitt fjórða hvert ár og eru kynnt af Norræna vegasambandinu (NVF) og brúatækninefndum NVF. Þau eru veitt fyrir framúrskarandi framlag á sviði brúarverkfræði, með sérstöku tilliti til notagildis þeirra á Norðurlöndunum. 

Lesa meira