Fréttir

Sýnileiki og góð hönnun gatnamóta lykilatriði varðandi hjólreiðar - 22.7.2016

  • Hjolaslys-mynd
Gatnamót og tengingar eru sérstaklega varhugaverð fyrir hjólreiðafólk þar sem sýnileiki skiptir verulegu máli, segir í nýútkominni skýrslu Vegagerðarinnar um nákvæma greiningu á hjólreiðaslysum á árinu 2014. Við slys er langalgengasta skýring ökumanns bifreiðar sem olli slysi við gatnamót eða tengingu að hann sá ekki hjólandi vegfarandann. Mikilvægi góðrar hönnunar skiptir því mjög miklu máli. Lesa meira

Vinstri beygja af Hafnarvegi inn á Reykjanesbraut bönnuð - 22.7.2016

  • Vinstri beygja af Hafnarvegi bönnuð

Vegagerðin hefur ákveðið að banna vinstri beygju til norðurs af Hafnarvegi (44) inn á Reykjanesbraut (41).  Í dag föstudag 22. júlí hefur verið unnið við að koma upp viðeigandi umferðarmerkjum og hindrunum sem gera ökumönnum erfitt fyrir að ná þessari vinstri beygju. Umferð sem ætlar til norðurs á Reykjanesbraut af Hafnarvegi þarf því að fara um hringtorg við Fitjar og snúa þar við.

Lesa meira

Umferðaröryggi er í algerum forgangi - 19.7.2016

  • Skilti við hringtorg að Flugstöðinni

Vegagerðin lét í morgun (19. júlí) fjarlægja tvö skilti sem sett höfðu verið upp í óleyfi við Reykjanesbraut á kaflanum frá Fitjum að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skiltin voru inn á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar þar sem ekkert má setja upp án samráðs við Vegagerðina og með hennar leyfi. Skiltin voru á óheppilegum stöðum, annars vegar nálægt hringtorgi þar sem Vegagerðin setur alla jafna ekki upp skilti, og hins vegar við gangbraut yfir Reykjanesbrautina.

Lesa meira

Met slegin en hóflegri vöxtur umferðar á höfuðborgarsvæðinu - 19.7.2016

  • Umferðin með spá út árið
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um rúm 4 prósent í júní sl. sem er ekki eins mikill vöxtur umferðar og á Hringveginum en eigi að síður met. Aldrei áður hafa jafnmargir bílar ekið um mælisniðin þrjú á svæðinu. Frá áramótum hefur umferðin aukist um tæp 7 prósent og stefnir í um 5 prósenta aukningu í ár. Lesa meira