Fréttir

Viðgerð á Herjólfi frestað - 22.9.2017

  • Herjólfur í Landeyjahöfn

Unnið er að því að Herjólfur hefji svo fljótt sem kostur er aftur siglingar milli Vestmannaeyja og lands eftir að ljóst var að varahlutir í gír skipsins berast ekki fyrr en í fyrsta lagi undir lok september og að ekki fengist undanþága fyrir norsku ferjuna Röst til að sigla í Landeyjahöfn í október. Herjólfur verður tilbúinn til siglinga fyrir þann tíma.

Lesa meira

Umsóknir um héraðsvegi frá 29.8 - 15.9 gætu hafa misfarist - 19.9.2017

  • Héraðsvegur

Bilun átti sér stað í tölvukerfi Vegagerðarinnar sem þjónustar umsóknir um styrkvegi og héraðsvegi á tímabilinu 29. ágúst til 15. september. Því gætu umsóknir sem sendar voru inn á þessu tímabili ekki hafa skilað sér. Við óskum eftir því að þeir aðilar sem sendu inn umsókn á umræddu tímabili sendi inn nýja umsókn hér á vefnum.

Lesa meira

Hátíðarsprenging Dýrafjarðarganga - 15.9.2017

  • Hátíðarsprenging Dýrafjarðarganga

Jón Gunnarsson samgönguráðherra sprengdi í gær, 14. september, hátíðarsprengingu Dýrafjarðarganga með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Eru þá framkvæmdir komnar á fullt og verður sprengt næstu misseri. Unnið hefur verið að undirbúningi þess að koma gangagreftrinum af stað síðustu mánuði. Verktakarnir Suðurverk og Metrostav frá Tékklandi vinna verkið.

Lesa meira

Afleysingaskip fyrir Herjólf - 11.9.2017

  • Röst frá Norður-Noregi

Vegagerðin skrifaði undir leigusamning við ferju fyrirtækið Torghatten Nord AS í Norður-Noregi, föstudaginn 8. september, um leigu á ferjunni Röst til að leysa af siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn meðan Herjólfur er í viðgerð. Röst hefur leyfi til siglinga á siglingaleið C en ekki á siglingaleið B. Því kemur ekki til þess að Röst geti siglt til Þorlákshafnar. Því er lög áhersla á að stytta tímann sem Herjólfur verður í viðgerð svo sem kostur er.

Lesa meira