Fréttir

Skrifað undir samning um byggingu gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar - 21.3.2017

  • Undirskrift samninga Andrés Sigurðsson Loftorku, Óskar  Örn Jónsson Vegagerðinni og Dofri Eysteinsson Suðurverki
Fulltrúar Loftorku, Suðurverks og Vegagerðarinnar skrifuðu undir verksamning um gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í dag 21. mars. Framkvæmdir hefjast strax enda á verkið að vinnast á skömmum tíma og vera lokið 1. nóvember næstkomandi. Í reynda eru verktakar þegar byrjaðir og hafa komið nú þegar upp vinnubúðum á svæðinu. Lesa meira

Vegagerðin þróar viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru - 15.3.2017

  • Frá úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Við úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða í ár kom fram hjá ferðamálaráðherra að hún hefði falið Ferðamálastofu að ganga til samninga við Vegagerðina um þróun á ölduspákerfi vegna Reynisfjöru og Kirkjufjöru við Vík í Mýrdal en veittur er 20 milljóna króna styrkur til verksins. Ætlunin er að geta varað ferðamenn við hættulegum aðstæðum vegna öldunnar. Lesa meira

Mislæg greiðfærni á dagskrá - 13.3.2017

  • Gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar - Lausn með brú

Vegagerðin hefur lagt áherslu á undanförnum mörgum árum að ákveðnar stofnbrautir væru með mislæg gatnamót til að tryggja greiðfærni, gott og öruggt flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg hefur verið andsnúin slíkum gatnamótum en Vegagerðin hefur lagt áherslu á að halda alltaf opnum þeim möguleikum í skipulagi borgarinnar að byggja mætti mislæg gatnamót þar sem það er talið nauðsynlegt -- þótt það yrði ekki gert á næstunni. Það á einnig við um mislæg gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.

Lesa meira

Aldrei verið meiri umferð í febrúar á höfuðborgarsvæðinu - 3.3.2017

  • Umferðin uppsafnað

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 5,6 prósent í febrúar miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri í febrúar. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 7,4 prósent. Útlit er fyrir að umferðin í ár gæti þá aukist um fimm prósent.

Lesa meira