Fréttir

Snjóflóð í maí - 9.5.2016

  • Snjóflóð við Múlagöng í maí

Vetur konungur lætur ekki að sér hæða, stígur ekki til hliðar jafnvel þótt kominn sé sumardagurinn fyrsti fyrir nokkru. Snjóflóð féll til dæmis um helgina í Ólafsfjarðamúla og fór yfir vegskála Múlaganga og fyllti áningarstað Vegagerðarinnar. Sjá myndir sem fylgja inn í fréttinni.

Lesa meira

Mjög aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu í apríl - 6.5.2016

  • Umferðin eftir mánuðum

Rétt einsog á Hringveginum þá eykst umferðin á höfuðborgarsvæðinu gríðarlega mikið. Í apríl ár var umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar nærri 13 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Aldrei hafa fleiri bílar farið um mælisniðin þrjú. Frá áramótum hefur umferðin aukist um ríflega sjö prósent og það stefnir í að umferðin í ár á höfuðborgarsvæðinu verði 4,6 prósentum meiri en í fyrra.

Lesa meira

Gríðarleg aukning umferðar á Hringveginum í apríl - 2.5.2016

  • Umferðin með spá út árið

Umferðin á Hringveginum í apríl jókst um rúmlega 15 prósent frá sama mánuði í fyrra. Þetta er mesta aukning sem hefur mælst í aprílmánuði og umferðin hefur aldrei verið meiri í þeim mánuði. Þetta er mjög mikil aukning. Sama á við um fyrstu fjóra mánuði ársins þar sem umferðin hefur aukist um meira en 16 prósent sem er líka metaukning. Nú stefnir í að umferðin geti aukist um 8,5 prósent í ár.

Lesa meira

Verktaki smíðar valtara aftan í veghefil - 28.4.2016

  • Guðþór Sverrisson og valtarinn

Verktaki í Stykkishólmi hefur smíðað valtara sem hengdur er aftan á veghefill. Þannig þjappast vegurinn um leið og heflað er og mun minni lausamöl verður eftir. Verktakinn telur þetta stærstu breytinguna á sínum langa veghefilsstjóraferli.

Lesa meira