Fréttir

Góður gangur í brúarsmíði yfir Eldvatn - 16.4.2019

  • Uppsetning stálboga brúarinnar.

Brúin yfir Eldvatn hjá Ásum í Skaftártungu, Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu skemmdist í Skaftárhlaupi árið 2015. Rof varð á eystri bakka brúarinnar sem leiddi til þess að hún skekktist og hafði það áhrif á burðarþol hennar. Vinna við nýja brú er nú í fullum gangi

Lesa meira

Þingvallavegur (36) lokaður en hjáleið um Vallaveg (361) - 12.4.2019

  • Þingvallavegur lokaður - hjáleið

Nú eru að hefjast seinni hluti framkvæmda við endurbætur á Þingvallavegi, frá Þjónustumiðstöðinni og að vegamótum við Vallaveg.  Vorið 2019 verður Þingvallavegi (36) lokað fyrir allri umferð frá og með miðvikudeginum 24. apríl 2019. Búast má við að vegurinn verði lokaður fram á haust. 

Lesa meira

Öldufar hefur hamlað opnun Landeyjahafnar - 9.4.2019

  • Dísa að störfum í Landeyjahöfn

Góð skilyrði til dýpkunar í Landeyjahöfn, í klukkustundum talin, voru fimm sinnum fleiri í fyrra en í ár, miðað við tímabilið 1. mars til 7. apríl. Góð skilyrði voru í 336 klst. árið 2018 en hafa einungis verið í 61 klst. í ár. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að höfnin hefur ekki opnað.

Lesa meira

Unnið að dýpkun allan sólarhringinn - 7.4.2019

  • Dísa við dýpkun í Landeyjahöfn

Unnið er að dýpkun Landeyjahafnar allan sólarhringinn þessa dagana og er Björgun með þrjú tæki í gangi, dæluskipið Dísu, dýpkunarprammann Reyni og með honum efnisflutningaskipið Pétur mikla. Unnið er á vöktum meðan færi gefst. Dýpið var mælt laugardaginn 6. apríl. 

Lesa meira