Fréttir

Gríðarleg aukning umferðar á Hringveginum í apríl - 2.5.2016

  • Umferðin með spá út árið

Umferðin á Hringveginum í apríl jókst um rúmlega 15 prósent frá sama mánuði í fyrra. Þetta er mesta aukning sem hefur mælst í aprílmánuði og umferðin hefur aldrei verið meiri í þeim mánuði. Þetta er mjög mikil aukning. Sama á við um fyrstu fjóra mánuði ársins þar sem umferðin hefur aukinst um meira en 16 prósent sem er líka metaukning. Nú stefnir í að umferðin geti aukist um 8,5 prósent í ár.

Lesa meira

Verktaki smíðar valtara aftan í veghefil - 28.4.2016

  • Guðþór Sverrisson og valtarinn

Verktaki í Stykkishólmi hefur smíðað valtara sem hengdur er aftan á veghefill. Þannig þjappast vegurinn um leið og heflað er og mun minni lausamöl verður eftir. Verktakinn telur þetta stærstu breytinguna á sínum langa veghefilsstjóraferli.

Lesa meira

Vel heppnuð Vetrarráðstefna Vegagerðarinnar - 13.4.2016

  • Vetrarráðstefnan 2016

Fjórða Vetrarráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í Reykjanesbæ 6. - 7. apríl og þóttist takast vel í alla staði. Fjöldi áhugaverðra erinda var haldin. Meðal fyrirlesara voru menn frá dönsku Vegagerðinni og frá Veidekke í Noregi. Nú má nálgast glærurnar sem fylgdu erindunum hér á vefnum.

Lesa meira

Göngubrú á Markarfljót - 11.4.2016

  • Göngubrú yfir Markarfljót tölvuteikning

Unnið er að undirbúningi þess að byggja göngubrú yfir Markarfljót inn í Þórsmörk við Húsadal. Ekki er búið að fjármagna verkið að fullu og því óljóst hvenær framkvæmdir geta hafist. Brúin verður 158 m löng og eykur bæði öryggi og sérstaklega aðkomu að Þórsmörk. Mögulegt verður þá að aka á fólksbíl innst inn í Fljótshlíð og ganga síðan þaðan yfir brúna og yfir í Húsadal. 

Lesa meira