Fréttir

  • Ferðavenjur sumarkönnun Land-ráð 2014

Aðrir ferðamátar en einkabílinn sækja á - 20.11.2014

Þeim fjölgar sem fara ferða sinna gangandi, hjólandi eða með strætó á höfuðborgarsvæðinu. Jafnmargir ferðast á einkabíl sumarið 2014 og gerðu 2012 eða 75 prósent en þeir voru 87 prósent árið 2007. Þetta er ein af mörgum niðurstöðum í viðhorfskönnun Land-ráðs sf um sumarferðir 2014.

Lesa meira
  • Minningardagur 2014

Minningardagur um þá sem hafa látist í umferðarslysum - 14.11.2014

Sunnudaginn 16. nóvember verður minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður í fjórða sinn til þessarar athafnar en efnt er til hliðstæðrar athafnar víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Lesa meira
  • Sprengisandsleið - opið hús í Reykjavík

Hátt í 150 manns á opnu húsi í Reykjavík - 14.11.2014

Á milli 100 og 150 manns sóttu kynningarfund Vegagerðarinnar og Landsnets í Reykjavík í gær 13. nóvember þar sem drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandsleiðar og vegna háspennulínu voru kynnt.

Lesa meira
  • Opið hús á Hellu

Sprengisandsleið - opið hús í Reykjavík og á Akureyri - 11.11.2014

Drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandsleiðar verða kynnt á opnu húsi í Reykjavík fimmtudaginn 13. nóvember og á Akureyri 18. nóvember. Kynningin fer fram með útprentuðum gögnum og á skjávörpum og fulltrúar Vegagerðarinnar og Landsnets ræða við gesti.

Lesa meira