Fréttir

Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur (63) - drög að matsáætlun kynnt - 5.7.2017

  • Drög að matsáætlun vegna Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar

Vegagerðin kynnir drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Markmið framkvæmdarinnar er að opna heilsárshringveg um Vestfirði með því að bæta samgöngur um Vestfjarðaveg (60) milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða og um Bíldudalsveg (63) milli Bíldudals og Vestfjarðavegar. 

Lesa meira

Gríðarleg aukning á höfuðborgarsvæðinu í umferðinni - 4.7.2017

  • Umferðin uppsafnað

Umferðin í júní á höfuðborgarsvæðinu jókst um 10,5 prósent sem er gríðarlega mikil aukning og nú fóru um 169 þúsund ökutæki um svæðið á hverjum sólarhring í mánuðinum. Þau hafa ekki áður verið fleiri. Mest varð aukningin á mælisviði á Reykjanesbraut og verður að telja líklegt að þar sé um ræða áhrif frá opnun Costco. Búast má við að umferðin í ár aukist um nærri átta prósent.

Lesa meira

Mikil umferðaraukning á Hringvegi í júní - 3.7.2017

  • Umferðin eftir mánuðum
Umferðin á Hringveginum í júní jókst um tæp 13 prósent sem er gríðarlega mikil aukning og sú mesta milli júnímánaða. Umferðin í ár hefur aukist um 12,5 prósent og útlit er fyrir að í heild aukist umferðin í ár um 7-8 prósent. það yrði þó einungis um helmingur þess sem umferðin jókst í fyrra. Eigi að síður yrði það næst mesta aukning milli ára frá því þessi samantekt hófst árið 2005. Lesa meira

80% af svifryki vegna bílaumferðar, mest malbik og sót - 30.6.2017

  • Umferð í Reykjavík
Miðað við svifrykssýni sem tekin voru árið 2015 var samsetning svifryksins þannig að um 80 prósent eru tilkomin vegna bílaumferðar.  Mest vegna malbiks eða tæp 49 prósent annars vegar og hinsvegar sóts eða ríflega 31 prósent. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Efla vann sem rannsóknarverkefni hjá Vegagerðinni með styrk úr rannsóknarsjóði. Samskonar mælingar voru gerðar árin 2003 og 2013. Eldfjallaaska mældist mikil árið 2013 en hún er nú horfin. Lesa meira