Fréttir

Vegagerðin í myndum - 11.11.2019

  • Fyrsti snjómoksturinn milli Húsavíkur og Lóns í október 2019. Mynd/tryggviberg

Starfsfólk Vegagerðarinnar er margt mikið á ferðinni um landið. Oft tekur það myndir af því sem fyrir augu ber. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, frá vegum, hjólastígum, vegaframkvæmdum, umferðarskiltum og vinnuvélum til brúa, ferja og hafna.

Lesa meira

Um 220 manns á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar - 8.11.2019

  • Bergur Ebbi flutti fyrirlestur um gildismat framtíðarinnar og heillaði viðstadda með pælingum um iðnbyltingarnar fjórar. Mynd/GPM

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í 18. sinn föstudaginn 1. nóvember sl. í Hörpu og var almenn ánægja með ráðstefnuna. Kynnt voru alls 17 rannsóknaverkefni sem er þó bara hluti þeirra verkefna sem er í gangi hjá Vegagerðinni hverju sinni.

Lesa meira

Minnsta aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011 - 7.11.2019

  • Umferð á höfuðborgarsvæðinu
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í október jókst um 1,6 prósent sem er minnsta aukning í þessum mánuði síðan árið 2011. Þetta er sama þróun og á sér stað á Hringveginum sbr. eldri frétt. Umferðin það sem af er ári hefur aukist um 1,2 prósent sem er einnig minnsta aukning síðan 2011. Lesa meira

Grenndarkynning og íbúafundur vegna framkvæmda við Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut - 6.11.2019

  • Breyting - Yfirborðsfrágangur (Hnit Verkfræðistofa, dags. 10.7.2019)
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi 22. október úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar frá 22. ágúst um að veita framkvæmdaleyfi við Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut. Úrskurðarnefnd telur að grendarkynna hefði átt umrædda framkvæmd fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu þar sem ekki sé fjallað um hana með nægjanlegum hætti í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Vegagerðin, sem framkvæmdaaðili, mun boða íbúa á fund um miðjan nóvember til að kynna þeim framkvæmdina. Grenndarkynning stendur til 2. desember. Lesa meira