Fréttir

Opnað fyrir umsóknir um rannsóknarstyrki - 20.1.2020

  • Frá rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar 1. nóvember 2019.

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til rannsóknaverkefna fyrir árið 2020.

Frestur til að skila umsóknum rennur út á miðnætti að kvöldi föstudagsins 14. febrúar 2020. 

Vegagerðin veitir árlega styrki til rannsóknaverkefna. Nú er auglýst eftir umsóknum um styrki og/eða fjármögnun einstakra verkefna fyrir árið 2020.


Lesa meira

Merking vinnusvæða – námskeið í febrúar 2020 - 17.1.2020

  • Vinnusvæðamerkingar
Námskeiðið "Merking vinnusvæða" verður haldið í Opna háskólanum í HR 4. og 5. febrúar næstkomandi. Námskeiðið er alls 16 klst. (2*8klst) að lengd og ætlað verkkaupum, hönnuðum og eftirlitsmönnum sem á einn eða annan hátt vilja koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja svo og öðrum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem vinna að framkvæmdum á eða við vegsvæði. Þeir sem koma að þessum verkum þurfa að hafa sótt námskeiðið og lokið prófi samkvæmt reglugerð sem á sér stoð í umferðarlögum. Lesa meira

Hvernig má meta sjávarflóðahættu? - 16.1.2020

  • Bryndís Tryggvadóttir verkfræðingur á hafnadeild Vegagerðarinnar. Mynd/SóGí

Bryndís Tryggvadóttir verkfræðingur á hafnadeild Vegagerðarinnar ver meistararitgerð sína í umhverfisverkfræði fimmtudaginn 16. janúar. Ritgerðin ber heitið Mat á aftaka sjávarflóðum – Innleiðing aðferðar sem byggist á samlíkum útgilda. Í verkefni sínu innleiddi Bryndís aðferð til að meta líkur á sjávarflóðum. Hún mun vinna að verkefninu áfram fyrir Vegagerðina næstu mánuði.

Lesa meira

Allir reikningar skulu vera rafrænir - 10.1.2020

  • Neðst á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna tengil sem heitir Rafrænir reikningar.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir að frá og með 1. janúar 2020 verði allir reikningar vegna kaupa ríkisstofnana á vöru og þjónustu rafrænir. Á heimasíðu Vegagerðarinnar geta allir skráð inn reikninga sér að kostnaðarlausu.

Lesa meira