Fréttir

Vinna við Arnarnesveg á áætlun - 8.2.2016

  • Arnarnesvegur í febrúar

Framkvæmdir við nýbyggingu Arnarnesvegar frá mislægum gatnamótun á Reykjanesbraut að Fífuhvammsvegi eru á áætlun. Verkinu á að vera lokið 1. október í haust og umferð þá hleypt á hinn nýja veg sem mun létta mjög á umferð um Fífuhvammsveg. 

Lesa meira

Mikil umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu - 8.2.2016

  • Umferð um vetur á höfuðborgarsvæðinu

Ekkert lát er á aukningu á umferð. Hún jókst um 4,8 prósent á höfuðborgarsvæðinu í janúar. Þótt það sé nokkuð minni aukning en á Hrinveginum í sama mánuði skýrist það að hluta til a.m.k. af því að janúar árið 2015 var þá umferðarmesti janúarmánuður síðan mælingar sem þessar hófust. Þannig að nýliðinn janúar er sá umferðarmesti í sögunni á höfðuborgarsvæðinu.

Lesa meira

Gríðarleg aukning umferðar í janúar á Hringveginum - 4.2.2016

  • Umferðin eftir mánuðum

Umferðin í janúar 2016 reyndist 13 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta er gríðarlega mikil aukning og hefur umferðin í janúar aldrei aukist jafnmikið og aldrei hafa fleiri bílar farið um mælisnið Vegagerðarinnar á Hringveginum í þessum mánuði. Rétt er þó að huga að því að umferðin í janúar í fyrra drógst saman frá árinu áður (á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi)  og alla jafna eru sveiflur nokkrar eftir tíðarfarinu í janúar.

Lesa meira

Vetrarráðstefna Vegagerðarinnar 2016 - 29.1.2016

  • Frá vetrarráðstefnunni 2008 á Akureyri

Vegagerðin  stendur fyrir  ráðstefnu um vetrarþjónustu dagana 6. og 7. apríl 2016, í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Megin efnistök ráðstefnunnar verða: Framtíðarsýn og þróun vetrarþjónustunnar í breyttu umhverfi og auknum ferðamannastraum. Fjallað verður m.a. um umhverfi, framkvæmd, skipulag, stjórnkerfi og stjórnun vetrarþjónustunnar, öryggis- og gæðamál sem og tækniþróun í tækjabúnaði, þróun og bætta tækni í veðurspákerfum og veðurspám.

Lesa meira