Fréttir

Lokun á göngustíg á Skógaheiði framlengd - 6.4.2018

  • Skógaheiði - göngustígur
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að framlengja lokun á gönguleið á Skógaheiði um sjö vikur vegna aurbleytu og viðkvæms ástands gróðurs á svæðinu. Mikil leðja myndast á stígnum. Umferð ferðamanna er mikil og svæðið þar sem malarstígur endar þolir ekki áganginn nú þegar frost fer úr jörðu og gróður vaknar úr dvala. Lesa meira

Dregur úr umferðaraukningunni á höfuðborgarsvæðinu - 4.4.2018

  • Umferðin eftir mánuðum
Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp þrjú prósent í mars sem er mun minni aukning en undanfarin ár. Í fyrra nam aukningin nærri 15 prósentum. Reikna má með að umferðin aukist í ár um 2-4 prósent. Lesa meira

Mikil aukning umferðar í mars á Hringveginum - 3.4.2018

  • Umferðin eftir mánuðum
Umferðin á Hringveginum í nýliðnum mars jókst mikið frá sama mánuði fyrir ári eða um ríflega þrettán prósent. Þetta er þó mun minni aukning en varð fyrir ári, aukningin skýrist að einhverju marki af tímasetningu páskanna. Útlit er nú fyrir að aukning verði í umferðinni í ár sem nemur 4-6 prósentum. Lesa meira

Vinnsla steinefna - handbók - 8.3.2018

  • Forsíða handbókarinnar
Handbók um vinnslu steinefna til Vegagerðarinnar er komin út og er aðgengileg á vef Vegagerðarinnar á pdf-formi. Handbókin er unnin upp úr skýrslu um vinnslu steinefna sem kom út árið 2013. Lesa meira