Fréttir

Leið Þ-H ódýrari kostur, öruggari og styttri - 16.10.2018

  • Leiðir R, A2 og A3
Vegagerðin hefur nú skoðað nær sömu leið og Multiconsult kallaði leið 3. Niðurstaðan er að sú leið (A3) er nærri fjórum milljörðum króna dýrari lausn en leið Þ-H (um Teigsskóg), er nokkum km lengri, með minna umferðaröryggi og gæti tafið framkvæmdir um 2-3 ár. Lesa meira

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2018 - 9.10.2018

  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2017

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í Hörpu, föstudaginn 2. nóvember 2018.

Þetta er sautjánda ráðstefnan, en ráðstefnunni er ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess rannsókna- og þróunarstarfs, sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Lesa meira

Dregur úr umferðaraukningu á höfuðborgarsvæðinu - 2.10.2018

  • Umferðin með spá út árið
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í september jókst um 1,5 prósent en það er minnsta aukningin í einum mánuði á þessu ári. Þetta er einnig mun minni aukning en að meðaltali í september áranna 2005-2018. Umferðin á svæðinu hefur aukist í ár um 2,7 prósent sem er einungis einn þriðji þess sem aukning var á sama tíma í fyrra.  Lesa meira

Umferðin á Hringveginum eykst í september - 1.10.2018

  • Samanburðartafla
Umferðin á Hringveginum í nýliðnum september mánuði jókst um tæp sex prósent sem er töluvert meira en að meðaltali í september mánuði frá því árið 2005. Aukningin er hinsvegar töluvert minni en hún hefur verið undanfarin nokkur ár. Umferðin jókst mest á Suðurlandi en hún dróst saman á Norðurlandi. Það sem af er ári hefur umferðin aukist um 4,4 prósent. Lesa meira