Fréttir

Vegavinnufólk í lífshættu - 15.6.2018

  • Árekstrarvörn á bíl, fyrir vinnusvæði

Starfsmenn verktaka og Vegagerðarinnar sem vinna nú að viðhaldi á vegakerfinu eru oft í mikilli hættu við störf sín og jafnvel lífshættu þar sem ökumenn virða ekki hraðatakmarkanir  á vinnusvæðum. Nú þegar aukinn kraftur er settur í viðhald vega og umferð hefur aukist gríðarlega þá eykst hættan á alvarlegum slysum að sama skapi.

Lesa meira

Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur í Reynisfjöru - 14.6.2018

  • Ferðamenn í Reynisfjöru

Vegagerðin hefur bætt við nýju hafsvæði í Upplýsingakerfi um veður og sjólag undir liðnum Ölduspá á grunnslóð.  Hér er um er að ræða Reynisfjöru – Víkurfjöru. Þessi viðbót er frábrugðin öðrum hafsvæðunum að því leyti að hér er ekki beint verið að höfða til sjófarenda heldur reynt finna við hvaða aðstæður brim og öldugangur er hættulegur og við hvaða aðstæður hann er minna hættulegur. 

Lesa meira

Umferð á höfuðborgarsvæðinu - 14.6.2018

  • Umferðin eftir mánuðum

Umferðin yfir þrjú lykil mælisnið á höfuðborgarsvæðinu í maí mældist 2,6% meiri en í sama mánuði síðasta ári.  Umferð hefur aukist um 3,1%, frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Nú er útlit fyrir að umferðin á höfuðborgarsvæðinu geti aukist um 3%.

Lesa meira

Nýr öflugur dráttarbátur á Norðurlandi - 10.6.2018

  • Seifur

Hafnasamlag Norðurlands á von á nýjum og öflugum dráttarbát um helgina en báturinn hefur verið í  smíðum síðastliðið  ár í skipasmíðastöðinni Armon í norðurhluta Spánar. Nýr dráttarbátur fyrir Hafnasamlag Norðurlands hefur verið inni á samgönguáætlun en smíði hans er styrkt um tæp 60% af hafnabótasjóði. Gert er ráð fyrir að hann komi til heimahafnar á Akureyri næst komandi sunnudag.

Lesa meira