Fréttir

  • Umferð á höfuðborgarsvæðinu

Mikil aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu í maí - 3.7.2014

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst mikið í maí sl. eða um 4,5 prósent en heldur minni aukning varð í júní eða 1,6 prósent. Nú stefnir í að umferðin árið 2014 á svæðinu verði sú mesta síðan mælingar um þrjú mælisnið hófust.

Lesa meira
  • Umferðin með spá út árið

Metaukning umferðar í júní - 1.7.2014

Umferðin á Hringveginum jókst mikið í maí og júní eða um 6,4 prósent og 6,8 prósent. Þetta er mesta aukning milli júnímánaða síðan mælingar af þessu tagi hófust árið 2005. Umferðin hefur aukist mikið frá áramótum eða um 5,1 prósent og stefnir í fjögurra prósenta aukningu í ár.

Lesa meira
  • Jökulsá á Fjöllum - ný brú

Tölvugerð mynd af nýrri brú yfir Jökulsá á Fjöllum - 6.6.2014

Stefnt er að því að bjóða út byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum í haust þannig að framkvæmdir gætu hafist næsta vor. Stefnt er að því að þeim myndi ljúka árið 2016. Í fréttinni hér má sjá myndband af brúnni eins og hún kemur til með að líta út.

Lesa meira
  • Umferðaröryggisráðstefna NVF

Öryggi hjólreiðafólks til umræðu - 5.6.2014

Þrátt fyrir að banaslys hjólreiðafólks í Svíþjóð sé einungis 10 prósent af heildinni þá er hlutfall hjólreiðamanna í alvarlegum slysum heil 40 prósent eða um það bil jafn stór hópur og þeir sem slasast alvarlega í einkabílum. Þetta kom fram á NVF ráðstefnu um umferðaröryggi í morgun í Reykjavík.

Lesa meira