Fréttir

  • Krýsuvíkurvegur, klæðing lögð

Bundið slitlag á Krýsuvíkurveg - 19.9.2014

Unnið er endurbótum á Krýsuvíkurvegi í ár líkt og nokkur síðustu ár. Í vikunni var lagt bundið slitlag á stærri hluta kaflans sem nú er undir. Þegar því verki verður öllu lokið verða einungis 1300 m á þessari leið malarvegur. Lesa meira
  • Kjálkafjörður - síðla ágúst 2014

Umferð hleypt á þverun yfir Kjálkafjörð - 19.9.2014

Umferð var hleypt á þverun og brú yfir Kjálkafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum í síðustu viku. Vestfjarðavegurinn (60) hefur þá styst um 4 km við þetta. Áfram er unnið að verkinu Eiði-Þverá en að því loknu heyrir 24 km malarkafli sögunni til en í staðinn verður kominn 16 km uppbyggður nútímavegur. Lesa meira
  • Teigsskógur

Kæruferli óhjákvæmilegt - 18.9.2014

Vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að hafna því að ný leið um Teigsskóg fari í umhverfismat, og komi þannig til greina ásamt fleiri leiðum, er nauðsynlegt að kæra til að fá  niðurstöðu um það hvort að um nýja framkvæmd er að ræða eða ekki. Verði niðurstaðan sú að ekki sé um nýja framkvæmd að ræða þá mun reyna á endurupptöku á forsendum umhverfismatsins frá 2006. Ef ekki yrði kært núna myndi kærufresturinn þar að auki renna út, 10. október n.k. og sú leið þá ófær. Lesa meira
  • Veglínur til skoðunar

Ákvörðun Skipulagsstofnunar verður kærð - 17.9.2014

Vegagerðin hefur ákveðið að kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að hafna því að ný veglína um Teigsskóg fari í mat á umhverfisáhrifum. Vegagerðin hafnar þeirri niðurstöðu Skipulagsstofnunar að þetta sé sama framkvæmd og telur að ný veglína sé það ólík fyrri línu og skerði Teigsskóg mun minna er fyrri áform þannig að um nýja framkvæmd sé að ræða.

Lesa meira