Fréttir

Ríkiskaup og Vegagerðin endurnýja samstarfssamning - 13.11.2015

  • Hreinn Haraldsson og Halldór Ó. Sigurðsson

Vegagerðin og Ríkiskaup hafa endurnýjað samstarfssamning sinn um verklag við innkaupaþjónustu sem Ríkiskaup veita Vegagerðinni. Auk þjónustu samkvæmt lögum og reglum þar um mun Ríkiskaup veita samkvæmt samningnum sértæka innkaupa- og ráðgjafaþjónustu sem er á sérsviði Ríkiskaupa og sem Vegagerðin óskar eftir. 

Lesa meira

Brúin yfir Eldvatn opnuð fyrir léttri umferð - 9.11.2015

  • Brúin yfir Eldvatn

Brúin yfir Eldvatn hjá Ásum verður opin fyrir léttri umferð (5t að hámarki og einn bíll í einu) frá kl. 7 - 19 daglega frá og með þriðjudeginum 10. nóvember. Opnað verður í samráði við starfsmenn Vegagerðarinnar í Vík en unnið er að því að koma á sjálfvirkri vöktun. Brúin skekktist í Skaftárhlaupinu sem hafði áhrif á burðarþolið. 

Lesa meira

Stefnir í umferðarmet í ár - 6.11.2015

  • Umferðin eftir mánuðum
Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um 4,6 prósent í október. Umferðin hefur aldrei áður verið jafnmikil í októbermánuði. Það fóru 4,5 milljón bílar um mælisniðin þrjú. Líkt og á Hringveginum stefnir í umferðarmet í ár enda lítur úr fyrir að aukningin í umferðinni í ár nemi rúmum fjórum prósentum þegar upp verður staðið í árslok. Lesa meira

Fjölbreytt efni vakti athygli - 3.11.2015

  • Þórir Ingason Vegagerðinni

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í 14. sinn í liðinni viku og var fjölbreytt að vanda. Nokkur erindi af þeim 20 sem haldin voru vöktu töluvert mikla athygli. Rannsóknaráðstefnan fjallar enda um margvísleg mál sem þó öll á einn eða annan hátt tengjast vegagerð, hafnarframkvæmdum eða samgöngum almennt.

Lesa meira