Fréttir

Umferð eykst líka á svæðum utan Hringvegar - 8.12.2016

  • Umferðin með spá út árið
Það er ekki einungis á Hringveginum og á höfuðborgarsvæðinu sem umferðin eykst, sama á við um svæði utan Hringvegarins. Vegagerðin birtir nú í fyrsta sinn samanburð á umferðinni á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Austfjörðum. En umferðin um t.d. Snæfellsnes jókst um 25 prósent í nóvember og útlit er fyrir að umferðin á svæðinu í ár verði 28 prósentum meiri en í fyrra. Heldur minni aukning er á hinum svæðunum en mjög mikil eigi að síður. Lesa meira

Ekki áður sést meiri aukning í umferðinni á Hringvegi á einu ári - 2.12.2016

  • Umferðin eftir mánuðum
Umferðin á Hringveginum jókst um ríflega 11  prósent í nýliðnum nóvember og er gríðarleg aukning sem ekki hefur sést síðan árið 2007 í þessum mánuði. Útlit er nú fyrir að umferðin á Hringveginum í ár aukist um nærri 13 prósent sem yrði þá mesta aukning á einu ári síðan þessar mælingar hófust árið 2005. Aukning umferðar á Hringveginum er töluvert meiri en á höfuðborgarsvæðinu, sjá eldri frétt. Lesa meira

Mikil umferð í nóvember á höfuðborgarsvæðinu - 1.12.2016

  • Umferðin eftir mánuðum
Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst mjög mikið í nóvember eða um tæp níu prósent og hefur ekki aukist meira síðan 2007. Nú stefnir í að umferðin í ár á svæðinu aukist um nærri 7 prósent sem er mikil aukning. Athygli vekur að frá árinu 2007 eykst umferðin gríðarlega um mælisniðin á Reykjanesbraut og Vesturlandsvegi en nánast ekki neitt um Hafnarfjarðarveg. Lesa meira

Sjálfkeyrandi framtíð - 18.11.2016

  • Bílar, fólk og framtíðin. Tom Palmaerts,
Á ráðstefnunni Bílar, fólk og framtíðin sem haldin var í Hörpu 17. nóvember var snert á fjölmörgum þáttum sem snúa að samgöngum og framtíðinni, sérstaklega hvað varðar tæknibreytingar í bílum. Breytingum sem margar hafa þegar séð dagsins ljós. Því þótt það muni ekki gerast alveg á næstunni þá stefnir allt í því átt að bílar framtíðarinnar verði eingöngu sjálfkeyrandi. Lesa meira