Fréttir

Öryggið í fyrirrúmi við tvöföldun Reykjanesbrautar - 13.12.2019

  • Ásta Ósk Stefánsdóttir er öryggis- og gæðafulltrúi verktakans ÍSTAK. Haraldur Hallsteinsson frá Mannviti sér um eftirlit með verkinu.

Tvöföldun Reykjanesbrautar (41) frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi er flókið verkefni. Framkvæmdir fara fram í mikilli nálægð við þunga umferð, íbúabyggð er mikil í næsta nágrenni og þar eru einnig skólar og verslanir. Því er lögð mikil áhersla á öll öryggismál.

Lesa meira

Strandavegur (643) um Veiðileysuháls Kráka - Kjósará í Árneshreppi - 13.12.2019

  • Strandavegur - Veiðileysuháls

Vegagerðin auglýsir hér drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Strandavegi (653) um Veiðileysuháls á kafla sem nær frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará í Kjósarvík. Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Árneshreppi. Frestur til að gera athugasemdir er til 20. janúar 2020.

Lesa meira

Hönnun hefst á fyrstu tveim áföngum Borgarlínu - 12.12.2019

  • Fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu. Rauð leið Hamraborg - Hlemmur og Græn leið Ártún - Hlemmur.

Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu.  Hönnunarteymið mun vinna frumdrög að fyrstu framkvæmdum Borgarlínu. Um er að ræða tvær framkvæmdalotur sem alls munu verða um 13 km. Hamraborg – Hlemmur og Ártún – Hlemmur.  Vinna við hönnun er þegar hafin og er gert ráð fyrir að fyrstu tillögur verði tilbúnar í vor.

Lesa meira

Takmörkuð viðvera á skrifstofum Vegagerðarinnar - 10.12.2019

  • Lokað vegna ófærðar.

Vegna slæmrar veðurspár verður takmörkuð viðvera á skrifstofum Vegagerðarinnar í Borgartúni 7 eftir klukkan 14 þann 10. desember. En upplýsingar um færð og veður í upplýsingasíma 1777 má nálgast frá klukkan 6.30 til 22.

Lesa meira