Fréttir

  • Snjallvefur Vegagerðarinnar

Vef Vegagerðarinnar breytt í snjallvef - 4.3.2015

Vef Vegagerðarinnar hefur verið breytt í snjallvef. Snjallvefur ("responsive web") er vefur sem aðlagar sig sjálfvirkt að skjástærð notandans, þ.e.a.s. raðar upp og birtir efni vefsíðna eins og best hentar viðkomandi tæki.

Lesa meira
  • Umferðin með spá út árið

Minni samdráttur á höfuðborgarsvæðinu en á Hringvegi - 4.3.2015

Umferðin dróst saman í febrúar á höfuðborgarsvæðinu um tæpt prósent sem er minni samdráttur en á Hringveginum. Í ár hefur umferðin dregist saman um 0,3 prósent en eigi að síður má búast við að umferðin á höfuðborgarsvæðinu aukir um eitt prósent í ár samkvæmt spá Vegagerðarinnar.

Lesa meira
  • Umferðin með spá út árið

Umferð dregst saman á Hringvegi í febrúar - 2.3.2015

Umferðin á völdum mælipunktum á Hringveginum dróst saman um heil fimm prósent í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. Fara þarf aftur til ársins 2010 til að finna viðlíka samdrátt.

Lesa meira
  • Víravegrið og mótorhjól

Víravegrið hvorki betri né verri fyrir vélhjólafólk - 26.2.2015

Á undanförnum árum hefur mikið verið sett upp af víravegriðum hér á landi, nú nýlega í Kömbunum til að aðskilja akstursstefnur og auka þar með umferðaröryggi. Kostur víravegriða til að takmarka snjósöfnun við vegrið er ótvíræður. Reglulega heyrist gagnrýni þeirra sem aka mótohjólum um að víravegrið séu þeim sérstaklega hættuleg. Það er ekki svo, þau eru ekki verri fyrir vélhjólafólk en önnur vegrið. Lesa meira