Fréttir

Umferð eykst utan Hringvegar - 5.1.2017

  • Umferðin utan Hringvegar
Umferðin á stöðum utan Hringvegar eykst mikið. Aukningin um Snæfellsnes, Vestfirði og Austfirði er um 19-37 prósent í desember. Á árinu 2016 jókst umferðin um 18-28 prósent á þessum svæðum. Frá því mælingar sem þessar hófust 2005 hefur umferð mest aukist um Vestfirði eða um 120 prósent.  Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki til rannsóknaverkefna fyrir árið 2017 - 5.1.2017

  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2016

Vegagerðin veitir árlega styrki til rannsóknaverkefna, sem fjármagnaðir eru að mestu af svonefndu tilraunafé, en samkvæmt vegalögum ætti það að vera 1,5% af mörkuðum tekjum stofnunarinnar.

Lesa meira

Líka mikil aukning í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu - 4.1.2017

  • Umferðin eftir mánuðum

Metin falla í umferðinni og þótt umferðaraukningin á höfuðborgarsvæðinu sé ekki jafn mikil og á Hringveginum er hún gríðarlega mikil. Í desember jókst umferðin um ríflega 12 prósent. Þegar árið 2016 er gert upp í heild kemur í ljós að umferðin á svæðinu jókst um ríflega 7 prósent sem er mjög mikið. Reynslan sýnir að mikil fylgni er á milli umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu og hagvaxtar, sjá á línuritinu sem fylgir fréttinni og er því umferðin ákveðin vísbending um hver hagvöxturinn verður árið 2016.

Lesa meira

Ný færðarkort á vef Vegagerðarinnar - 3.1.2017

  • Ný færðarkort - skjáskot

Eitt mikilvægasta verkfærið í upplýsingamiðlun Vegagerðarinnar, kortin með upplýsingum um færð og veður, hafa nú fengið nýtt útlit. Gömlu kortin eru kvödd eftir 20 ára dygga þjónustu en þau voru tekin í notkun árið 1996 og gömlu línuritin örfáum árum síðar.

Lesa meira