Fréttir

Tvöföldun Hvalfjarðarganga - 5 leiðir skoðaðar - 17.8.2018

  • Einn kostur á tvöföldun Hvalfjarðarganga
Mannvit og Vegagerðin hafa skoðað mismunandi leiðir til að tvöfalda Hvalfjarðargöng, alls fimm mismunandi leiðir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tvöföldun en öllu jafna vinnur Vegagerðin svokallaða frumdragavinnu til að skoða möguleika og kosti þannig að unnt sé að taka frekari ákvarðanir byggðar á raunverulegum kostum. Skýrsluna má finna á vef Vegagerðarinnar. Lesa meira

Aldrei fleiri á Fiskideginum mikla - 13.8.2018

  • Fiskidagurinn mikli - fjöldi fólks
Vegagerðin hefur fylgst með fjölda bifreiða sem aka til og frá Dalvík um Fiskidagshelgina allt frá árinu 2008. Aldrei hafa fleiri bílar farið um talningarstaðina og nú eða um 27.500 bílar og því má reikna með að um 36 þúsund manns hafi sótt Dalvík heim sem er um 3 þúsund fleiri en í fyrra og 11 þúsund fleiri en árið 2008. Lesa meira

Námskeið í öryggisstjórnun - 10.8.2018

  • Vegur með bundnu slitlagi

Vegagerðin mun í samráði við Samgöngustofu standa fyrir námskeiði í öryggis­stjórnun vega með sérstakri áherslu á umferðaröryggismat og umferðaröryggisrýni. Námskeiðið verður haldið 14. - 16. nóvember nk. 

Námskeiðið er haldið með það að markmiði að útskrifa hæfa umferðaröryggisrýna í þeim tilgangi að fækka umferðarslysum.

Lesa meira

Hóflegri aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu - 2.8.2018

  • Umferðin eftir mánuðum
Rétt eins og á Hringveginum jókst umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí um 2,6 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Umferðin hefur aukist um þrjú prósent í ár og útlit fyrir að sama aukning verði þegar árið verður gert upp í heild sinni. Lesa meira