Fréttir

Gríðarlega auking í umferðinni í september á Hringveginum - 1.10.2015

  • Umferðin með spá út árið

Umferðin á Hringveginum jókst um 12,2 prósent í september frá sama mánuði í fyrra. Umferðin hefur aldrei aukist jafn mikið á milli septembermánaða frá því þessar mælingar hófust árið 2005. Umferðin í ár hefur aukist um 4,7 prósent þar sem af er og útlit fyrir að tæplega fimm prósenta aukning verði í ár.

Lesa meira

Færri jákvæðir gagnvart Vegagerðinni - 30.9.2015

  • Viðhorf til Vegagerðarinnar

Í sumarkönnun Maskínu fyrir Vegagerðina um þjóðvegi landsins kemur í ljós að færri eru jákvæðir í garð Vegagerðarinnar en í nýliðnum könnunum. Sama á við um marga aðra þætti sem spurt er um. Leiða má líkum að því að minna viðhald og erfiður vetur þar sem vegir komu illa undan vetri skýri þetta að einhverju leyti.

Lesa meira

Vegagerðin hefur ekki farið fram úr fjárlögum - 29.9.2015

  • Brúarvinna, Eskifjarðará 2015
Misskilningur hefur orðið í sambandi við umsögn Ríkisendurskoðunar um fjárlagafrumvarpið 2016. Því er haldið fram að Vegagerðin hafi farið 18,7 milljarða fram úr fjárlögum. Sú er ekki reyndin heldur er um bókhaldslegt atriði að ræða. Bein framlög á fjárlögum til Vegagerðarinnar eru að hluta til skuldfærð og litið á sem skuld Vegagerðarinnar, sem lántaka. Lesa meira

Slegið í gegn - 25.9.2015

  • Ólöf Nordal sprengir

Verktakinn í Norðfjarðargöngum Suðurverk hf. og Metrostav a.s. fengu innanríkisráðherra Ólöfu Nordal til að slá í gegn í göngunum í dag föstudaginn 25. september. Með vegamálastjóra sér við hlið þrýsti ráðherra á rauðan hnapp og við glumdi mikil sprenging fyrir framan vel á annað hundrað gesta í miðjum göngunum. Allir voru þó í ríflega öruggri fjarlægð.

Lesa meira