Fréttir

Vinna við hugbúnað í hraðamyndavélum - 19.3.2015

  • Hraðamyndavél
Unnið er við hugbúnað hraðamyndavélanna við Fiskilæk og Hagamel á Vesturlandsvegi þessa dagana. Vegfarendur sem átt hafa leið framhjá og verið á löglegum hraða hafa orðið varir við rauðan blossa myndavélar. Það tengist aðeins þessari vinnu við hugbúnaðinn og leiðir ekki til sekta. Eðlilega er ekki sektað ef menn aka á eða undir leyfilegum ökuhraða. Lesa meira

Áberandi og fagur hraunsteinn fluttur - 18.3.2015

  • Minni steinnin fluttur
Stór steinn sem var áberandi í veglínu nýs Álftanesvegar þar sem hann mun liggja um Garðahraun var fluttur til hliðar við veginn í dag. Verktaki Vegagerðarinnar við lagningu vegarins, ÍAV, vann verkið einstaklega vel en steinninn var í tvennu lagi alls 87 tonn. Steinninn sem hermt er að sé álfakapella var færður til hliðar við veginn þar sem hann myndar eina heild með öðrum hraunmyndunum sem þar voru fyrir. Lesa meira

Töluverðar skemmdir á klæðingu víða um land - 16.3.2015

  • Hvalfjarðarvegur við Botnsá

Víða á landinu hefur klæðing, bundna slitlagið, fokið af vegum og skapar það þar af leiðandi hættu. Unnið er að því að merkja þessa staði en ljóst er að það mun taka nokkurn tíma að koma slitlagi aftur á vegina. Það verður gert um leið og færi gefst með vorinu.

Lesa meira

Varðan viðurkenning Vegagerðarinnar veitt í fimmta sinn - 13.3.2015

  • Varðan 2011-2013

Viðurkenning Vegagerðarinnar, Varðan, vegna hönnunar og frágangs samgöngumannvirkja 2011-2013 var veitt 12. mars vegna göngu- og hjólabrúa yfir Elliðaárósa. Það var í flokki brúa en viðurkenning hlaut einnig Dettifossvegur, þær viðurkenningar verða afhentar síðar.

Lesa meira