Fréttir

Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður - 11.1.2019

  • Einbreið brú
Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins (ÁDU). Um er að ræða um 75 einbreiðar brýr, um helmingur á Hringvegi. Þá verður viðvörunarskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku  á viðvörunarskiltum. Lesa meira

Fjölsóttur fundur á Reykhólum - 10.1.2019

Íbúafundur Vegagerðarinnar í Reykhólahreppi var mjög fjölsóttur og almenn ánægja með fundinn. Boðað var til hans til að upplýsa íbúa fjær og nær betur um hvað liggur að baki því mati Vegagerðarinnar að Þ-H leið sé besti kosturinn við val á veglínu á Vestfjarðavegi (60) á kaflanum Bjarkarlundur - Skálanes. Lesa meira

Lítil aukning í desember í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu - 8.1.2019

  • Umferðin eftir mánuðum
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum desembermánuði jókst um 0,5 prósent sem er lítil aukning. Í heild jókst umferðin á svæðinu á árinu 2018 um 2,8 prósent og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna minni aukningu umferðar á einu á ári.  Lesa meira

Mun minni aukning í umferðinni 2018 - 7.1.2019

  • Umferðin uppsafnað
Umferðin í desember sl. á Hringveginum jókst um 3,4 prósent. Umferðin árið 2018 jókst þá í heild um 4,6 prósent á Hringveginum en fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna minni aukningu á milli ára, aukning var mun meiri árin 2016 og 2017. Lesa meira