Fréttir

Ný vegtenging Hafnavegar eykur umferðaröryggi - 12.2.2018

  • Ný vegtenging

Vegagerðin fyrirhugar vegaframkvæmdir á Hafnavegi, vegnúmer 44, í Reykjanesbæ á Suðurnesjum. Til stendur að tengja Hafnaveg inn á Reykjanesbraut (41-18) á nýjum stað, eða inn á hringtorg við Stekk, sem er um 400 m austan við núverandi vegamót Hafnavegar og Reykjanesbrautar.

Lesa meira

Lokanir fjallvega hafa sannað sig - 8.2.2018

  • Lokunarpóstur

Breytt aðferðafræði Vegagerðarinnar við að loka fjallvegum vegna ófærðar og veðurs hefur margsannað sig. Aðferðafræðinni hefur verið beitt í nokkur ár og hefur bætt ástand sem annars stefndi í óefni. Þær breytingar sem orðið hafa á samsetningu vegfarenda t.d. vegna stóraukinnar vetrarferðamennsku kalla á breytt verklag við lokanir fjallvega.

Lesa meira

Ný Vestmannaeyjaferja sigli nær alfarið fyrir rafmagni - 6.2.2018

  • Ný Vestmannaeyjaferja í smíðum
Samgönguráðuneytið hefur falið Vegagerðinni að semja við pólsku skipasmíðastöðina CRIST C.A. um að nýr Herjólfur verði útbúinn með stærri rafgeymum og tengibúnaði þannig að unnt verði að hlaða skipið í landi og sigla þannig milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fyrir rafmagni eingöngu. Lesa meira

Dregur úr hraða umferðaraukningar - 6.2.2018

  • Umferðin uppsafnað
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu fyrsta mánuð ársins 2018 jókst um 4,6 prósent frá sama mánuði fyrir ári síðan. Þetta er minni aukning en þá. Spálíkan umferðardeildar Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir því að miðað við það verði mun minni aukning í umferðinni í ár en í fyrra  eða 3-4 prósent. Það er í takt við hagvaxtarspár en mikil fylgni er á milli umferðar á svæðinu og hagvaxtarins. Lesa meira