Fréttir

Steypt slitlag á brú yfir Steinavötn - 21.10.2020

  • Fjallað verður um steypt slitlag á Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin verður rafrænt 30. okt. 2020.

Steypt slitlag var lagt út á nýja brú yfir Steinavötn í Suðursveit um helgina. Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit eyðilagðist í flóðum í lok september 2017 þegar áin gróf undan einum stöpli brúarinnar. Nánar verður fjallað um steypt slitlag á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin verður rafrænt 30. október 2020.

Lesa meira

Uppsetningu á kantlýsingu lokið í Hvalfjarðargöngum - 21.10.2020

  • Uppsetningu á kantlýsingu í Hvalfjarðargöngum er lokið en lokaúttekt fer fram í næstu viku.

Uppsetningu á kantlýsingu í Hvalfjarðargöngum er lokið og verður gerð loka úttekt á þeim í næstu viku. Kantljós eru tákn nýrra tíma og er að finna í flestum nýjum jarðgöngum. Ljósin koma í stað vegstika og bæta öryggi í göngunum.

Lesa meira

Viðtal við Helga Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóra - 20.10.2020

  • Gunnar Gunnarsson ræðir við Helga Hallgrímsson í húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni 7 í janúar 2014.  Mynd/VAI

Helgi Hall­gríms­son, fv. vega­mála­stjóri, lést 8. októ­ber síðastliðinn, 87 ára að aldri. Ítarlegt viðtal við Helga birtist í þremur tölublöðum fréttabréfsins. „Vegagerðin innanhúss“ fyrir sex árum. Það hefur nú verið klippt saman í heildstætt viðtal þar sem rætt er við Helga um uppvöxt, skólagöngu og störf hans hjá Vegagerðinni.


Lesa meira

Dýrafjarðargöng opnuð 25. október - 19.10.2020

  • Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng Arnarfjarðarmegin. Mynd/Haukur Sigurðsson

Dýrafjarðargöng verða opnuð sunnudaginn 25. október 2020. Opnunin verður með óvenjulegu sniði í ljósi þess ástands sem ríkir í þjóðfélaginu. Ræðu ráðherra verður útvarpað í bíla, athöfn verður streymt á facebook, vaktstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði opnar hliðin að göngunum. Stærri hátíðahöld verða geymd þar til sól fer að rísa að nýju.

Lesa meira