Fréttir

Hringvegur um Hornafjörð - 28.7.2015

  • Veglínur um Hornafjörð
Vegna umræðu um val á veglínu á nýjum vegi um Hornafjörð og nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót er rétt að árétta að allar áætlanir Vegagerðarinnar miða við leið 3b sem er sú leið sem sveitarstjórnin hefur gert ráð fyrir á aðalskipulagi. Við val á veglínu var þetta niðurstaðan en að mati Vegagerðarinnar voru allar línur sem skoðaðar voru álíka varðandi vegtækni og umferðaröryggi. Skipulagsstofnun taldi þó að neikvæð umhverfisáhrif leiðar 1 væru minni en annarra kosta. Lesa meira

Færri heimsóttu Borgarfjörð eystra í ár - 27.7.2015

Áætla má að um 5700 manns hafi komið Borgarfjarðar eystra í kringum tónleikahátíðina Bræðsluna í ár. Það er heldur færra en í fyrra en reikna má með að flestir hafi komið árið 2013 eða um 7100 manns. Ekki sækja allir tónleikana því allajafna er uppselt á þá. 

Lesa meira

Náma E2e Sæluhúsahæðir við Kaldadalsveg (550-02) í Bláskógabyggð.  - 13.7.2015

  • Staðsetning námunnar E2e
Vegagerðin hefur tilkynnt Skipulagsstofnun um efnistöku í Bláskógabyggð. Fyrirhugað er að vinna um 20.000 m3 af efni sem ætlað er til að að leggja bundið slitlag á þegar uppbyggðan Kaldadalsveg frá slitlagsenda norðan Þingvalla að Uxarhryggjavegi alls um 15 km.  Lesa meira

Miklu meiri umferð á höfuðborgarsvæðinu í júní í ár en áður - 2.7.2015

  • Umferð í Reykjavík

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júní er met líkt og á Hringveginum (sjá eldri frétt), aldrei hefur mælst meiri umferð í einum mánuði á svæðinu. Umferðin jókst um heil átta prósent frá því í júní í fyrra og hefur aukningin á milli mánaða aðeins einu sinni mælst jafnmikil. Frá áramótum, eða fyrstu sex mánuðina, hefur umferð hinsvegar aukist hóflega eða um 2,6 prósent.

Lesa meira