Fréttir

  • Umferðin á Hringvegi með spá út árið

Metumferð á Hringveginum í ágúst - 1.9.2014

Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 7,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Aldrei áður hafa fleiri bílar farið um Hringveginn í ágúst. Það sem af er ári hefur umferðin á Hringveginum aukist um 5,1 prósent sem er mesta aukning síðan 2007.

Lesa meira
  • Varnargarður við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í Öxarfirði

Sérstakir varnargarðar komnir upp við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum - 26.8.2014

Búið er að setja upp varnargarða við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og í Öxarfirði til að varna því að flóð sem færi utan við brýrnar nái að grafa undan akkerum hengibrúnna og stöplum þeirra.

Lesa meira
  • Jökulsá á Fjöllum

Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs - 23.8.2014

Vegagerðin er viðbúin því að rjúfa vegi við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum komi til flóðs vegna gossins sem nú er hafið. Vegir verða rofnir til að létta álaginu af brúnum. Tæki eru þegar við brúna á Norðausturvegi (85) í Öxarfirði og tæki á leiðinni að brúnni við Grímsstaði á Hrinveginum (1).

Lesa meira
  • Lokun vegna hættu á eldgosi og flóðum

Lokanir norðan Vatnajökuls - 20.8.2014

Búið er að loka hálendinun á nokkuð stóru norðan Vatnajökuls fyrir umferð. Til viðbótar við þær merkingar og lokanir sem starfsmenn Vegagerðarinnar hafa komið upp verða sett upp sérstök skilti þar sem varað er við hættu á eldgosi og flóðum. Skiltin verða komin upp á morgun.

Lesa meira