Fréttir

  • Landeyjahöfn janúar 2015

Dýpi í Landeyjahöfn svipað og seinustu ár - 22.1.2015

Dýpi í Landeyjahöfn er svipað í vetur og verið hefur síðustu vetur. Aðeins breytilegt eftir staðsetningu en sandurinn er álíka mikill sem þyrfti að fjarlægja fyrir Herjólf. Það yrði þó tilgangslítið starf því vegna ölduhæðar í vetrarveðrum gæti Herjólfur sjaldan siglt til Landeyjahafnar auk þess sem nær ógjörningur yrði að viðhalda dýpinu við vetraraðstæður.

Lesa meira
  • Leið-B

Óskað eftir endurupptöku vegna Teigsskógs - 21.1.2015

Skipulagsstofnun hefur nú til meðferðar ósk Vegagerðarinnar um að Skipulagsstofnum nýti heimildir í lögum og reglum til að taka aftur upp úrskurð sinn um umhverfismat vegna vegalagningar á sunnanverðum Vestfjörðum, nánar tiltekið leið B sem er um Teigsskóg í Þorskafirði.

Lesa meira
  • Gönguþveranir skýrsla

Leiðbeiningar um gerð gönguþverana - 20.1.2015

Gönguþveranir, svo sem gangbrautir, þar sem gert er ráð fyrir að gangandi og hjólandi komist yfir götu eru með ýmsu móti og mjög mismunandi svo sem fram hefur komið í fréttum. Til að auðvelda hönnuðum vinnu sína hafa þessar leiðbeiningar verið unnar og útgefnar.

Lesa meira
  • Fundur í vetrarþjóunustunni

Farið yfir vetrarþjónustuna með verktökum - 16.1.2015

Nauðsynlegt er að fara vel yfir vetrarþjónunstan á höfuðborgarsvæðinu með verktökum sem henni sinna, það er gert reglulega og var einn slíkur fundur haldinn í síðasta mánuði. Þar komu saman verktakar, fulltrúar Vegagerðarinnar og Samgöngustofu og hlustuðu á fyrirlestra um þessi mikilvægu verk.

Lesa meira