Fréttir

Grímsvötn - jökulhlaup í Gígjukvísl - 3.12.2021

  • Brú á Gígjukvísl 2017, leiðigarðar ofan brúar.

Vegagerðin hefur fylgst grannt með gangi mála við Grímsvötn undanfarið. Eins og staðan er nú er ekki talið líklegt að jökulhlaup hafi áhrif á samgöngur og loka þurfi vegi en fylgst verður vel með næstu daga. Vegagerðin á í góðu samstarfi við Veðurstofuna og jöklahóp jarðvísindastofnunar og hefur styrkt vinnu vísindamanna við rannsóknir á Grímsvötnum og hlaupum frá Skeiðarárjökli allt frá því að undirbúningur hófst að vega- og brúargerð á Skeiðarársandi enda eru forsendur fyrir vatnafari grundvallaratriði varðandi hönnunarforsendur mannvirkjagerðar.

Lesa meira

Rekstur almenningsvagna á Austurlandi flyst til Vegagerðarinnar um áramót - 2.12.2021

Vegagerðin mun um áramótin taka við rekstri almenningsvagna á Austurlandi af hendi SV-Aust, Strætisvagna Austurlands. Kerfi almenningsvagna á Austurlandi renna þannig inn í heildstætt kerfi á landsvísu.
Lesa meira

Skrifað undir verksamning um Lögbergsbrekku - 29.11.2021

  • Skrifað undir verksamning
Verkið er á Hringvegi, Fossvellir - Lögbergsbrekka. Um er að ræða tvöföldun á Hringveginum frá Fossvöllum vestur fyrir Lögbergsbrekku með hliðarvegum og undirgöngum fyrir ríðandi umferð. Lesa meira

Sjolag.is - Ný kortasjá um veður og sjólag - 19.11.2021

  • Sjólag.is er ný vefsíða sem ætlað er að þjónusta sjófarendur.

Í vor fór í loftið fyrsta útgáfa nýrrar kortasjár Vegagerðarinnar fyrir sjófarendur, sjolag.is. Vefnum er ætlað að uppfæra eldri spákort Veðurs og sjólags, á vef Vegagerðarinnar.  Með vefnum er þjónusta við sjófarendur aukin til muna auk þess sem gögn úr mælitækjum og spár eru gerðar aðgengilegar í vefþjónustum. Um sinn verða gömlu spákortin enn aðgengileg á sínum stað á Vegagerðin.is.

Lesa meira