Fréttir

  • Framkvæmdir við Álftanesveg október 2014

Framkvæmdir við Álftanesveg - 17.10.2014

Nú standa yfir framkvæmdir við Álftanesveg þar sem verið er að endurnýja slitlag á 600 m kafla frá Hringtorgi við Bessastaðaveg að Garðavegi. Ekki er hægt að vinna þetta örðuvísi en á annarri akreininni í einu og umferðin í báðar áttir fer þá um hina akreinina. Umferðinni er stýrt með ljósum og á álagstímum er henni handstýrt.

Lesa meira
  • Vinningstillagan göngubrú í Þórsmörk

Göngubrú yfir Markarfljót - 9.10.2014

Verkfræðistofan Efla og Studio Granda áttu vinningstillöguna í samkeppni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar um göngubrú á Markarfljót við Húsadal. Kostir tillögunnar þóttu vera þeir að hún falli vel í umhverfið og er látlaus.

Lesa meira
  • Á hálendinu

Engin þjónusta á hálendisvegum á veturna - 8.10.2014

Vegagerðin fylgist ekki með ástandi hálendisveganna á veturna. Á haustin eru vegirnir því skráðir ófærir. Eigi að síður geta vegirnir verið færir og þá mismunandi velútbúnum bílum. Lokun vega er annað en þá er umferð um þá bönnuð.

Lesa meira
  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2014 - 7.10.2014

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í Hörpu, föstudaginn 31. október 2014.  Þetta er sú þrettánda í röðinni, en kveðið er á í vegalögum um að 1,5% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs og er ráðstefnunni ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess starfs.

Lesa meira