Fréttir

Enn eykst umferðin á höfuðborgarsvæðinu - 19.8.2016

  • Umferðin með spá út árið

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí sl. jókst um 3,5 prósent um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar. Þetta er mun minni aukning en sú sem á sér stað á Hringveginum. Frá áramótum nemur aukningin 6,2 prósentum og þótt það sé minni aukning en á Hringveginum þarf eigi að síður að fara allt aftur til ársins 2007 til að finna meiri aukningu. 

Lesa meira

Hringvegur (1) um Morsá á austanverðum Skeiðarársandi - 9.8.2016

  • Framkævmdasvæði við Morsá á Skeiðarársandi, yfirlitsmynd

Vegagerðin kynnir hér framkvæmdir á Hringvegi (1) um Morsá á austanverðum Skeiðarársandi í sveitarfélaginu Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu.

Lesa meira

Met umferð á Hringveginum í júlí - 4.8.2016

  • Umferðin í júlí 2016

Umferðin í nýliðnum júlí var sú mesta sem mælst hefur, í nokkrum mánuði, frá upphafi en alls fóru tæplega 101 þús. ökutæki á dag um 16 lykilsnið Vegagerðarinnar á Hringvegi.

Umferðin jókst um tæp 10% í nýliðnum mánuði borið saman við sama mánuð á síðasta ári.  Frá áramótum hefur umferðin aukist um tæp 13% og sýna spár að umferðin geti aukist um tæp 10% á þessu ári miðað við síðasta ár, sem yrði þá nýtt met í hlutfallslegum vexti yfir heilt ár.

Lesa meira

Umferðin á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi - 29.7.2016

  • Umferð á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi

Samkvæmt umferðarteljara á Hringvegi við Geitháls austan Elliðavatns hafði umferð í dag út úr Höfuðborginni aukist um rétt rúm 13% frá miðnætti til kl. 11:00, miðað við sama tímabil á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgina á síðasta ári.

Lesa meira