Fréttir

Aukin þjónusta vegna bilunar Baldurs - 22.11.2017

  • Á Klettshálsi

Þjónustutími vetrarþjónustu á leiðinni Patreksfjörður – Dalsmynni (við vegamót Hringvegar og Vestfjarðavegar) verður aukinn og mun standa til kl. 20:00 alla daga nema laugardaga meðan Baldur siglir ekki. Útlit er fyrir að Baldur verði frá í nokkrar vikur. Auk lengingar þjónustutímans verða hálkuvarnir auknar sem og eftirlit. Þannig verður hægt að bregðast við aðstæðum sérstaklega og auka þjónustu reynist þess þörf.

Lesa meira

Varað við snjóflóðahættu með SMS - 17.11.2017

  • Við Ólafsfjarðarmúla

Vegagerðin hefur komið á fót viðvörunarkerfi með sms-skeytum um snjóflóðahættu til vegfarenda sem leið eiga um Ólafsfjarðarmúla. Hægt er að skrá símann sinn hjá Vegagerðinni og fær viðkomandi þá sent sms-skeyti við öll fjögur viðvörunarstigin. Þegar varað er við, hættustigi lýst, vegi lokað og þegar opnað er eftir lokun.

Lesa meira

Of hratt ekið í Norðfjarðargöngum - enn unnið við göngin - 14.11.2017

  • Frá opnun Norðfjarðarganga
Vinnu við Norðfjarðargöngin er ekki lokið þótt þau hafi verið opnuð fyrir umferð á laugardaginn var. Næstu daga verður unnið við að steypa gólf í neyðarrýmum en verktakar eru í vandræðum í göngunum vegna umferðarhraðans sem þar er. Ökumenn eru því beðnir um að hægja á sér og virða hraðatakmarkanir, göngin eru það mikil samgöngubót og sparar seinfarin fjallveg og því ættu allir að hafa tíma til að fara örlítið hægar í gegn. Lesa meira

Fjölmenni viðstatt opnun Norðfjarðarganga - 13.11.2017

  • Frá opnun Norðfjarðarganga Stefán Þorleifsson, Jón Gunnarsson, Hreinn Haraldsson og Steingrímur J. Sigfússon
Austfirðingar fjölmenntu að gangamunna Norðfjarðarganga Eskifjarðarmeginn laugardaginn 11. nóvember þegar göngin voru opnuð og formlega tekin í notkun. Það var Jón Gunnarsson samgönguráðherra sem opnaði göngin með því að klippa á borða með aðstoð vegamálastjóra Hreins Haraldssonar.  Lesa meira