Baujur, dufl og annar leiðsögubúnaður

Annar leiðsögubúnaður er baujur (ljósdufl), radarsvarar, öldumælingadufl og sjálfvirkar veðurstöðvar. Öldumælingaduflum og veðurstöðvum hefur fjölgað undanfarin ár í tengslum við uppbyggingu á upplýsingakerfi Siglingastofnunar um veður og sjólag. 

Einungis 6 radíóvitar eru í rekstri og eru þeir fyrst og fremst notaðir til að senda út leiðréttingarmerki með GPS-staðsetningarkerfinu, þ.e. DGPS-kerfið. Ljósdufl/baujur eru nú 9 talsins og hefur fækkað nokkuð síðustu ár. Betri siglingatæki hafa leyst þau af hólmi.

Stofnunin er með 16 radarsvara í rekstri. Radarsvörum er komið fyrir þar sem landslagi er þannig háttað að erfitt er að ná fram endurvarpi á ratsjá.