• Siðareglur forsíða

Siðareglur

Siðareglur Vegagerðarinnar

Siðareglur forsíðaStarfsmönnum Vegagerðarinnar ber að hafa í heiðri þær siðareglur sem hér eru skráðar. Markmiðið er efla fagleg vinnubrögð með framsýni og öryggi að leiðarljósi og auka traust á stjórnsýslu stofnunarinnar. Siðareglurnar endurspegla grunngildi í störfum hjá Vegagerðinni eins og heilindi, óhlutdrægni og skilvirkni. 

Mikilvægt er að starfsmenn vinni sem heild, miðli reynslu og þekkingu sín á milli og stuðli þannig að framförum hver hjá öðrum og hjá stofnuninni allri. Þess vegna er mikilvægt að afstaða starfsmanna og framkoma í allri málsmeðferð sé varkár, gagnrýnin og vönduð og að teknar séu ákvarðanir á faglegum forsendum. 

Stjórnendur bera ábyrgð á því að allir starfsmenn séu upplýstir um siðareglurnar og gerð grein fyrir mikilvægi þess að fylgja þeim til hins ítrasta í allri framkomu sinni í starfi hjá Vegagerðinni.

Með vísun til framanritaðs ber starfsmönnum Vegagerðarinnar að:

 • Starfa í þágu almennings af vandvirkni, heiðarleika og samkvæmt bestu dómgreind.
 • Tileinka sér vinnubrögð sem skapa traust á starfi þeirra og Vegagerðinni.
 • Vinna gegn sóun og ómarkvissri meðferð fjármuna.
 • Efla vitund um jafnrétti og önnur mannréttindi.
 • Stuðla að gagnsæjum starfsaðferðum og góðum samskiptum á vinnustað.
 • Láta samstarfsmenn njóta sannmælis og sanngirni.
 • Gæta að orðspori vinnustaðar í samskiptum utan vinnu.
 • Vanda vinnubrögð og alla meðferð upplýsinga og skjala og gæta nauðsynlegs trúnaðar.
 • Koma fram við samstarfsmenn og viðskiptavini af háttvísi og virðingu.
 • Virða skoðana- og tjáningarfrelsi.
 • Forðast hagsmunaárekstra og gæta þess að vina-, hagsmuna- og skyldleikatengsl hafi ekki áhrif á störf þeirra.
 • Þiggja ekki persónulega verðmætar gjafir eða þjónustu sem gætu/gæti verið til þess fallin að hafa áhrif á ákvarðanir starfsmanns.
 • Leita samvinnu um úrlausn mála eftir því sem kostur er.
 • Standa vörð um óhlutdrægni og faglegt sjálfstæði.
 • Vekja athygli viðeigandi aðila á ólögmætum ákvörðunum, athöfnum eða brotum á siðareglum.
 • Axla ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum.

                   

                        Samþykkt á fundi yfirstjórnar 9. febrúar 2015.